Resident Evil: Einungis á Gamecube
Í dag 13. september tilkynntu Nintendo og Capcom að Resident Evil leikjaserían myndi í framtíðinni koma einungis út á Gamecube vélinni. Þetta þýðir það að Resident Evil 4 sem var í þróun fyrir PS2, kemur nú út í staðinn á Gamecube. Resident Evil Zero sem átti upphaflega að koma út fyrir N64 en var svo breytt í Gamecube leik kemur einnig út á Gamecube áður en langt um líður. Og þetta er ekki nóg, því Capcom hafa tilkynnt um að allir leikirnir sem áður hafi komið út í seríunni muni verða endurútgefnir á Gamecube. Hægt er að finna smá upplýsingar um endurgerðina á leik 1 <a href="http://www.thegia.com/news/0109/n13b.html">hér</a>. Þótt þetta þyki kannski ekki merkilegar fréttir nú á tímum Devil May Cry og Onimusha, þá er viðeigandi að minnast á þetta, því Resident Evil serían markaði tímamót í sagnaformi tölvuleikja og við erum enn að sjá hennar influence í leikjum.