Deus Ex er margverðlaunaður og mjög góður fyrstu persónu skotleikur og það er núna verið að vinna að PS2 útgáfu af honum.
Leikurinn: Í leiknum ertu hálfur maður og hálft vélmenni, sem hefur marga kosti. Þú getur til dæmis bætt við þig hæfileikum með því að “installa” svokölluðum augmentations sem bæta hæfileika þína t.d. í að hacka tölvur, hitta betur með byssu og fleira. Söguþráðurinn er mjög góður og þú getur t.d. uppgötvað annan auka söguþráð sem spinnast inní aðalsöguþráðinn. Það má eiginlega segja að þetta sé blanda af role playing game og first person shooter.
Spilun: Framleiðendunum hefur tekist mjög vel að búa til “heim” sem þú lifir þig inní og getur gert mikið í t.d. ef þér vantar að vita við hverja stjórinn þinn hefur verið að tala við þá geturu hackað þig inní tölvuna hans og lesið e-mailin hans.
Umframbætur á PS2 útgáfunni: Alveg ný mynbönd “cut-scenes” í ótrúlegum gæðum, mun meira character detail og motion capture, aðgengilegri menu sem þú ferð í á meðan spilað er og margt fleira, mouse og keyboard support.
Ég hef spilað þennan leik soldið á PC og finnst hann alveg frábær. Mér hlakar mikið þangað til PS2 útgáfan verður til og ég bíð spenntur.