Gamla Contra útgáfan setur mann í stjórn á hermönnum sem berjast á móti endalausu liði geimvera sem ráðast á jörðina. Plottið er það sama í Evrópsku útgáfunni en í stað hermanna er maður að stjórna Vélmönnum. Leikurinn er líka þekktur sem Gryzer á nokkrum stöðum.
Nafnið Contra þýðir á spænsku “conflict” og svo eru til skæruliðar í Suður-Ameríku sem heita víst “Contras” þar. Designið á leiknum svipar mjög til H.R Giger og geimverurnar eru mjög líkar að mörgu leyti hinna klassísku Alien sem flest allir þekkja úr samnefndri kvikmynd.
Sagan byrjar á því að árið 1950 lendir loftsteinn í miðjum eyjum Suður-Ameríku. Hann finnst ekki og meira heyrist ekki af honum næstu 30 ár. 1987 kemur fram geimvera, á eyjunni, sem hefur einungis eitt takmark. Eyðileggingu jarðarinnar. Geimveran er kölluð því afar skemmtilega nafni “Red Falcon”. Tveir hermenn ráðast inn í Suður Ameríku til að stöðva hana. Nöfn þeirra eru Mad Dog og Scorpion.
1990, Mad Dog og Scorpion héldu að Red Falcon væri dauður. Hann kemur fílefldur til baka og sleppir vírus á plánetuna sem gerir það að verkum að margar mannverur berjast með honum á móti hetjum okkar. Þeir sigra en félagi “Red Falcon”, Black Viper ákveður að sigra þar sem “Red Falcon” tapaði. Mad Dog kemst ekki en Scorpion fer einn og drepur Viper.
2636:
Red Falcon snýr aftur og Mad Dog og Scorpion eru löngu dauðir. Afkomendur þeirra, Jimbo og Sully(Dumb Fucking names :) berjast í stað þeirra. Þeir ná að sigra hann, Red Falcon er endanlega dauður. Þetta tímabil er kallað “Alien Wars”.
2641, vísindamenn ákveða að nota gen úr Red Falcon til að gera tilraunir. General Bahamut(who?) nær að stela þessum genum og hyggst nota þau til að ná heimsyfirráðum. “Hard Corps” sigra hann á endanum.
2642. Geimverurnar snúa aftur þegar Colonel Bassad ákveður að nota genin til að búa til her. Ray Povard úr Hard Corps er sendur inn til að drepa hann.
Mjög einfaldur söguþráður og þessi leikur mun ekki vinna nein Pulitzer verðlaun fyrir hann. En það sem skiptir mestu máli varðandi þessa leiki er skemmtanagildið. Leikurinn er mjög einfaldur. Maður hefur eitt takmark, að hlaupa beint áfram og drepa allt á leiðinni. Í flest öllum leikjunum er hægt að vera 2 player og eykur það fjörið ef eitthvað. Hægt er að ná í ýmis mismunandi vopn sem auka tilbreytnina í leiknum. Stjórnin var mjög þægileg og einföld, hoppa og skjóta, hoppa og skjóta. Hægt var að breyta stefnu sinni í loftinu og fleira.
Eftirfarandi leikir voru gefnir út í seríunni
Contra (Arcade)
Contra (NES)
Contra (MSX)
Super Contra (Arcade)
Super C (NES)
Operation C (Gameboy)
Contra Force (NES)
Contra III: The Alien Wars (SNES)
Contra III: The Alien Wars (Gameboy)
Contra: The Hard Corps (Genesis)
Contra: Legacy of War (Playstation, Saturn)
Þetta eru mjög klassískir leikir. Jafnvel þótt að ég hafi spilað einungis Megadrive, Nes, gameboy og Snes útgáfuna þá efast ég ekki um að hinir séu eitthvað verri. Þótt að Playstation útgáfan hafi víst verið frekar slöpp. Mæli með að fólk skelli sér á netið og nái sér í þessa leiki á emulator. Persónulega vona ég að nýr Contra(probotector) leikur komi frá Konami jafnvel þótt að PSX útgáfan hafi verið svona misheppnuð
______________________________________
Heimildir.
http://www.classicgaming.com/contra/
[------------------------------------]