Jæja góðir hálsar.
Loksins fékk ég sendinguna af modkubbunum og fékk fagmann til að gera verkið. Modkubburinn var pantaður af http://www.modchip.com er USBMOD og kostar 44$ auk þess sem pantaður var boot diskurinn Action Replay 2 en hann kostar 49$. Modkubburinn er eins og áður sagði USB og pluggast inn að framanverðu í vélina. Það er mjög smart look á honum, hann er kolsvartur og lítill og fellur vel við lookið á vélinni sjálfri. Modkubburinn on the inside er Neo version 2.2. og er sá besti sem til er í dag. Það eina sem þurfti að gera við innvið vélarinnar var að lóða eina snúru þvert yfir móðurborð vélarinnar. Best er að láta rafeindavirkja og fagmann sjá um þetta fyrir ykkur. Síðan smelltum við tölvunni í samband, settum kubbinn í enda er hægt að taka hann út hvenær sem er. Ræstum vélina með Action Replay 2 kubbnum í memory slotti 2 og Action Replay 2 boot disknum. Diskurinn virkaði og þegar valmyndin hlóðst upp tókum við AR2 diskinn út og settum í Extreme G3 og völdum “Start Without Code”. Og viti menn:
…
…
…
ÞETTA SVÍNVIRKAÐI!!! :)