Tekken Tag Tournament (8.7 IGN)
Maður fær að sjá stutta kvikmynd eða nokkrar sek. af
mesta rugli sem hefur nokkurntíman sést í tölvu leik,
óvandað, ofstutt og fáranlega vitlausar, þær voru ekki
góðar í fyrri leiknum en samt flottar, lengri og aðeins
meira vit í þeim. En það er sem betur fer ekki ástæðan
sem maður hefur til að spila leikinn.
Spilunin er frábær en ekkert nýtt bara sama
og Tekken leikirnir á undan, já það er hægt að vera með
tvo kalla í einu en það lífgar ekkert rosalega upp á
leikinn. Það eru 20 aðalpersónur og 10 auka persónur
sem hægt er að nota en sumar nota sömu tegund af
baradagalist. Hægt er að velja “Tournament” sem er
miðpunktur leiksins, þar sem maður vinnur sér inn
auka persónur. “Survival” þar sem andstæðingurinn
verður alltaf erfiðari og erfiðari eftir hvert borð.
Tveggja til fjagra manna spil (VS Mode), þú og vinir
getið lúskrað á hver öðrum eða getið klárað leikinn saman
í “Pair Play mode”. “1 on 1 mode” og “1 on 1 mode vs”
sem er bara í Evrópsku útgáfuni, ekki segja að við
Ís-kallar(og konur) Norðursins fáum ekki eitthvað,
reyndar er þetta ekki mikið þessi stilling
tekur “tag”(hvað á eg að segja, klukk?) af, semsagt
einn á móti einum alveg eins og gömlu leikirnir.
Æfing “Practice mode” þá getur lært löng og erfið brögð
ánþess að andstæðingurinn slæst á móti.
Baradaga lið “Team Battle Mode”, þú getur haft átta í
liði og líka keppt ámóti vini. Og síðan er það
leiktækja stilling (Arcade) sem líklegast þarf engrar
útskíringar. Síðan ekki síst Keilan (Tekken Bowl)
sem maður fær að spila þegar maður er búinn að
fá ákveðin fjölda aukapersóna,
þessi keila er þokkalega vanabindandi og skemmtileg.
Eg og vinur minn eyddum mörgum klukkutímum í tekken
keilu, eg spilaði það örugglega svipað mikið og
sjálfan leikinn ef ekki meira.
Já, semsagt leikurinn er endingar mikill!
Grafíkinn finnst mér ásættanleg en margir bakgrunnir
eru einfaldir og asnalegir, það er ekki hægt að segja
að þessi leikur sé í fullkomni þrívídd, því að ekki
er hægt að hlaupa um og skoða, annars hefur leikurinn
ekkert til að sýna svo það er ekkert til þess að skoða
og það er galli, hann spilast einsog tvívíddarleikur
en útlitið er þrívídd, það mætti laga það líka og
vonandi gera þeir það í Tekken 4 sem er í gerð núna.
Hljóðið er allt í lagi, svona lala lög ekkert það
pirrandi. Hljóðbrellur alveg ágætar, svolítið ýktar
en það er bara fínt í hófi.
Persónulega mundi eg ekki kaupa leikinn í dag,
bíða bara eftir Tekken 4, hann á vist að vera mikið
sniðugari.
Einkunn: 7.0
Tegund: Slagsmál
Þjóðarrætur: Japan
Hámark fjöldi leikmanna: 1-4
Útgáfudagur: 24. Nóvember, 2000
Framleiðandi: Namco
Útgefandi: Namco
________________________________________________________________________________
Eru þessir dómar kanski of langir?
Persónulega, þá fer eg beint í
stigagjöfina á IGN og allar hinar
leikja síðurnar, eg nenni aldrei
að lesa allan dóminn.
Eg ætltaði að hafa Onimusha Warlords dóm með,
en eg þarf að skila þessari lánstölvu sem eg er
að nota. Tölvan mín er ennþá biluð svo það er
aldrei að vita hversu lengi eg verð ótengdur.
“Sjáumst”…