Orphen - Scion of Sorcery (4.5 IGN)
fjallar um Orphen og vini hans Magnus, Cloe og fleiri
sem þau hitta í þessu ævintýri á eyju Glundroða (Chaos Island).
Mér fannst Orphen vera mjög pirrandi og leiðinleg persóna,
en eg gat ekki annað en hlegið að ruglinu sem kom uppúr
honum, rífur kjaft við nánast alla, öskrar á saklausa aldraða
konu bara “you old hag!!!” beint í framan og fleira ljót.
Og Cloe er ofur snobb sem er alltaf vælandi yfir öllu,
maður langar bara að slá hana þokkalega til.
Spilunin er hörmuleg, þar að segja bardaga kerfið er
fáranlega leiðinlegt eg þurfti að pína mig áfram í þrjá
klukkutíma þar til að eg vandist því.
Eg hló næstum fyrst þegar eg var að prufa leikinn og eg ýtti
á takkan til að hoppa og það var einsog hann ætlaði að takast
á loft því hann skaust tvo metra upp.
Grafíkin var alveg ágæt, mjög góð á köflum. Trúlega
það besta við leikinn. Byrjunar kvikmyndin og þær sem koma
af og til en sjaldan í leiknum eru teiknaðar í “Anime” stíl
svokölluðum, Japanskur teiknimynda stíl einsog manga og Pokemon,
eg nú ekkert sérlega hrifinn að hafa þennan stíl í tölvuleikjum.
Hljóðið: hljóðbrellur eru ekki góðar, jafnvel asnalegar. Og
flestar raddirnar eru hlægilega ömurlegar eins og tildæmis
Orphen það er ekki nóg að maður þarf að hlusta á hann þegar
samtal á sér stað heldur líka þegar bardagar eiga sér stað,
dæmi: ef þú ætlar að nota galdur sem heitir “Feathers of the
hurricane”, þá segir Orphen í hvert: skipti Feathers of the
hurricane! á ótrúlega kjánalegan hátt. Þegar eg heyrði þetta
fyrst gat eg ekki annað en hlegið af þessum fáranleika.
Ending: ef þú nennir að spila þennan leik alveg í gegn þá er
svosem ágætis ending á honum því að það eru allavega þrjár
leiðir tilþess að kláran og í hvert skipti ertu á öðrum
stöðum, önnur saga og ekki alltaf alveg sömu persónurnar.
Niðurstaða: Þarf eg nokkuð að segja þetta…eg geri það samt
Í NAFNI ÓÐINS EKKI KAUPA ÞENNAN LEIK!!!!!!
Eg verð samt að segja eitt dálítið skondið, eg kláraði Orphen
2 og eg var kominn langt í þriðja skiptið.
Einkunn: 4.0
Tegund: RPG/Ævintýr
Þjóðarrætur: Japan
Framleiðandi: Shade
Útgefandi: Activision
________________________________________________________________________________
Extermination (6.9 IGN)
er um bakteríu sem heltekur suðurpólinn af sökum leynilegra
rannsókna, sem hafði staðið í þó nokkurn tíma, fór úrskeiðis.
Sérsveitir eru sendar á staðinn og þar á meðal aðalpersónan
Dennis Riley. Allt getur komið fyrir því að Dennis og félagar
vita ekki alla söguna á bakvið vísinda mistökin.
Þessum leik hefur verið kallaður “Resident Evil” og “Syphon
Filter” blanda og það er alveg sannleikur í því en eg mundi
vilja bæta við Metal Gear Solid því að það er óneitanlegur
svipur á þeim verð eg að segja.
Spilunin er góð en kanski ekki frábær. Umhverfið er ekkert
rosalega fjölbreytt enda engin furða því þetta gerist í
rannsóknar stöð og Suður Pólinn er ekki mikið meira en klaki
og snjór enda kaldasti staður á Jörðu.
Það sem þessi leikur hefur framyfir Resident Evil er þrívíddinn,
ekki þessi dauði bakgrunnur með aðeins eitt sjónarhorn sem maður
sér bara skjá eftir skjá þegar labbað er um, heldur getur þú
horft í hvaða átt sem er, eins og syphon filter eða Tomb Raider
semsagt hann er í 100% þrívídd.
Eg get ekki annað en sagt að eg sé sáttur við grafíkina því
hún er óneitanlega góð. Umhverfið og brellur frábært en
stundum tekur maður eftir göllum á persónunum, samt ekkert
til að grenja yfir. CG Kvikmyndirnar eru nú ekki upp á
marga fiska, en þær skapa ekki góðan leik. (Eg er enginn
CG hóra ;) )
Hljóðið er svosem skemmtilegt, fínar raddir, tónlistin skapar
skemmtilegt andrúmsloft. Ekkert alvarlegt til að setja út á.
Endingin er kanski einn stæðsti gallinn við leikinn, allt í
lagi hann er ekkert það rosalega stuttur en alls ekki langur.
Málið er að það er ekkert meira eftir að maður klára hann.
Þessi leikur að mínu mati er þess virði að kaupa,
ekki meistara stykki en alveg pottþétt með þeim bestu
Playstation 2 titlum fáanlegum.
Einkunn: 7.0
Tegund: Hasar
Þjóðarrætur: Japan
Framleiðandi: Deep Space
Útgefandi: Sony Computer Entertainment
________________________________________________________________________________
Eg var svona að spá, mig langar að vita hversu margir virkilega
lesa þessa dóma sem eg er að leika mér að skrifa.
Þannig að það væri ágætt ef þið mundið láta mig vita með
stutt svar á þessari grein, þótt það væri ekki nema
ein settning eða jafnvel nokkur orð.
Eg nenni nefnilega ekki vera að skrifa ef enginn les,
lítill tilgangur í því ekki satt :)