Hér á eftir gef ég leikjatölvunum Nintendo Wii, Xbox 360 og Playstation 3 einkunn.
Mikið er talað um það hvaða leikjatölva mun vinna næsta stríð og mismunandi skoðanir eru um málið.
Einkunnarflokkar eru eftirfarandi…..
Kraftur: Segir til um kraft leikjatölvunnar
Spilun: Segir til um hvernig leikirnir spilast (Veit ekki fyrir vissu hvernig tölvurnar spilast bara hef heyrt margar skoðanir á því)
Verð/skemmtun: Segir til um hve mikla skemmtun þú færð fyrir peninginn.
Leikir: Segir til um hve margir góðir leikir eru til á tölvuna.
Nintendo Wii hefur mikið skemmtigildi, en ekkert sérlega mikinn kraft. Að vísu segja margir að spilunin sé það eina sem skiptir máli. Mér finnst tölvan mjög sniðug hjá þeim og ég ætla verulega að íhuga að kaupa mér hana. Margir skemmtilegir leikir eru einnig væntanlegir eins og Mario Bros: Galaxy, Zelda, og nýr Metroid Prime. Hún á örugglega eftir að seljast mjög vel víðsvegar um heim.
Einkunn: Kraftur: 5, Spilun: 10, Verð/skemmtun: 10, Leikir: 8
Lokaeinkunn: 8,3
Xbox 360 hefur grafíkina og leikina. Mjög margir góðir leikir eru komnir út fyrir hana og mun fleiri góðir á leiðinni eins og t.d. Halo 3, GTA 4, Mass Effect og Bioshock. Þú ert að fá mjög góða vöru fyrir peninginn þegar þú kaupir Xbox 360. Grafíkin er frábær, góð internet þjónusta þar sem þú getur downloadað demóum og trailerum og prufað þannig leikina fyrirfram. Ég fæ mér hiklaust Xbox 360.
Einkunn: Kraftur: 9, Spilun: 9, Verð/skemmtun: 8, Leikir: 10
Lokaeinkunn: 9,0
Playstation 3. Margir halda eflaust að hún vinni næsta leikjatölvu stríð(sérstaklega íslendingar) en ég er ekki svo viss. Fjarstýringin þeirra er sniðug en í rauninni er óþarfi að hafa þessa hreyfiskynjun, útaf henni taka þeir út titringinn í fjarstýringunni vegna þess að það er ekki nægilegt pláss, það finnst mér ekki nægilega gott. Ef þú vilt skemmtilega leiki með hreyfiskynjun þá færðu þér bara Nintendo Wii. Þú getur fengið bæði Nintendo Wii og Xbox 360(dýrari útgáfuna) fyrir verð einnar Playstation 3. Þannig að afhverju ekki að kaupa sér Xbox 360 og Nintendo Wii og fá miklu meira þá fyrir peninginn. Eitt annað sem Playstation 3 mun hafa er blu-ray spilari. Ef blu-ray tapar á móti HD-DVD þá er úti um Playstation 3. Xbox 360 mun fá HD-DVD spilara sem þú getur keypt sem viðbót á hana og finnst mér það mjög sniðugt, það gefur viðskiptavininum val. Með því að kaupa Playstation 3 ertu að fá rosalegan kraft en munurinn á grafíkinni í Xbox 360 og Playstation 3 er eiginlega ekki talinn vera neinn. Spennandi leikir sem búið er að tilkynna er t.d. MGS4, GTA4, Assassins Creed og Unreal 2007, en ekki margt annað. Leikirnir verða á blu-ray formatti þannig að leikjaverð gæti líka reynst vandamál. En Playstation 3 verður örugglega skemmtileg tölva en verðið mun alltaf reynast vandamál í samanburði við hinar tölvurnar. Hún á líka örugglega eftir að standa sig vel.
Einkunn: Kraftur: 10, Spilun: 9, Verð/skemmtun: 6, Leikir: 9
Lokaeinkunn: 8,5
Ég efast ekki um að PS3 eigi eftir að seljast best af öllum leikjatölvunum hér á landi. Ég held að baráttan muni vera mjög hörð sérstaklega á milli Xbox 360 og Playstation 3 vegna þess hve líkar þær leikjatölvur eru. En að lokum tel ég að Xbox 360 eigi eftir að standa uppi sem sigurvegari.
Ég er viss um að margir aðrir hafa aðrar skoðanir en ég. Endilega komið þeim á framfæri.