Það er ljóst að í haust verður barist til síðasta blóðdropa á vígvelli fótboltaleikjanna fyrir PlayStation 2. Að öllum öðrum ólöstuðum verða það líklega þrír sem koma til með að bítast um stærstu bitana, en það eru leikirnir :
Fifa 2002 : Road to the World Cup frá EA Sports
This is Football 2002 frá Sony Computer
Pro Evolution Soccer frá Konami (hét Winning Eleven 5 í Japan)
Eitt er víst að allt eru þetta gæðaleikir og hafa sitt hvað til málanna að leggja, en jafnframt eru þetta mjög ólíkir leikir. Við skulum kíkja nánar á þá…
Fifa 2002
Enn á ný mæta höfðingjarnir hjá EA Sports með Fifa leik og nú er það Fifa 2002 : Road to the World Cup. Fyrsti Fifa leikurinn á PS2, Fifa 2001, var frekar slappur og nýtti sér engan veginn þann kraft sem PS2 hefur uppá að bjóða. Nú hafa EA menn lofað betrumbót og segjast ætla reyna að þenja PS2 til hins ýtrasta. Það sem helst er nýtt í Fifa 2002 fyrir utan bætta grafík, er nýtt sendingar kerfi og á nú að vera auðveldara að setja saman flottar sendingar og fléttur, einnig hafa dómararnir verið teknir í gegn og dæma nú mun raunverulegar enn áður.
This is Football 2002
Þetta er þriðji leikurinn frá Soho Studios, en þeir eru í eigu Sony Computer. Fyrstu tveir TIF leikirnir komu fyrir PlayStation 1 og þóttu ágætis mótvægi við Fifa og ISS leikina. TIF 2002 er ótrúlegur hvað grafík varðar og hafa Soho menn skannað inn andlit meira en 250 leikmanna og eru þau svo raunverulega gerð að maður sér engan mun. TIF 2002 verður eins og Fifa með allar helstu deildir heimsins og hægt er að spila tímabil (þ.e.a.s. hægt að falla og komast upp með lið). Einn sérstakur möguleiki er í TIF 2002, en það er “Jumpers for Goal Posts”, en þar spilar maður líkt og maður gerði í gamla daga með peysur fyrir markstangir og enginn dómari, þetta er frábær hugmynd og virkar vel. Sjálf spilunin í TIF 2002 virkar vel og finnst mér þetta vera sá leikur sem er hvað raunverulegast að spila.
Pro Evolution Soccer (Winnig Eleven 5)
Leikur sem hefur slegið í gegn í Japan. Gerður af snilingunum sem stóðu á bakvið ISS leikina. Flestir spilarar hafa skipst í tvær fylkingar og spila annaðhvort ISS eða Fifa leikina. Pro Evolution Soccer lýtur bæði gríðarlega vel út og heldur gameplayinu fullkomlega úr ISS leikjunum…
Það verður spennandi að fylgjast með stríði fótboltaleikjanna á PS2 í haust og gaman verður að sjá hvaða leikur stendur uppi sem sigurvegari…