Gran Turismo 3 A-Spec Bílaleikur sem þarfnast ekkert hypes vegna þess að hann
hefur sannað það í gegnum árin að hann er frábær og er bestur
í sínum flokki. Ridge Racer, Daytone USA eða Sega GT eru
peð meðað við hvað þessi hefur upp að bjóða. Engin annar
bílaleikur hefur komist með tærnar í hælana þar sem að þessi
liggur. Hvernig getur maður orðað hvernig þessi leikur er, snilld,
frábær, bestur, flottastur og maður getur haldið áfram
endalaust. Já eðalserían er kominn á PlayStation 2 og
konungur bílaleikjana lýtur betur út enn nokkru sinni áður.
Gran Turismo 3 er besti og flottasti bílaleikur í heimi, jess ég
fann réttu orðin. Maðurinn á bakvið leikinn er Kazunori
Yamauchi sem er talinn verðmætasti maðuri Sony.

Gameplay:

Þessi leikur rennur eins og draumur. Þetta er raunverlegasti
bílaleikur í heimi og allir bílarnir hegða sér eins og í real-life.
Það eru mismunandi specar á bílunum og hver af 160
bílunum hegðar sér öðruvísi. Hann hefur bæst aðeins frá fyrri
leikjunum, það er að segja að maður finnur betur fyrir þyngt
bílsins. Leikurinn hefur ekki upp að bjóða jafn marga bíla sem
voru í GT2 en nýji leikurinn er miklu lengri og ef þið viljið klára
leikinn, þá skuliði sitja fyrir framan skjáinn stanslaust í nokkra
mánuði. Eini gallin við leikinn er að maður bjóst við betra A.I.

Graphics:

Ég elska þegar að fólk heldur að ég sé að horfa á kappakstur
meðan að ég er í leiknum. Flottasti bílaleikur sem hefur sést.
Texturarnir á vegunum er glæsilegir og bílarnir hafa 10
sinnum fleiri polygona en bílarnir í GT2. Rauntíma
ljóseffectarnir er ótrúlegir ásamt rigningunni og endurspeglun
bílana í pollum rigningarinnar. Leikurinn er ofboðslega
smooth og dettur ekki fyrir neðan 60FPS. Greinilega flottasti
leikurinn á PS2.

Sound:

Hljóðin í leiknum eru mjög góð. Lögin eru fín, en það sem að
mér líst best á er að hver bíll gefur frá sér öðruvísi hljóð.

Logitech GT Force Feedback:

Stýrið var sérhannað fyrir GT3 og hefur sannast að þetta sé
lang besta stýrið fyrir PlayStation tölvunar. Stýrið gefur góðan
hristing og maður finnur fvel fyrir því sem gerist á brautinni og
maður finnur meiri segja fyrir smá holu á brautini. Kostar
16990kr í BT með GT3.

Conclusion:

Leikur sem allir PS2 eigendur verða að eiga, og ef þú átt ekki
PS2 þá ráðlegg ég þér að hlaupa út í búð og kaupa tölvuna og
leikinn.


IGN gefur 9,8.

Sphere gefur 9,9

Welcome to THE THIRD PLACE

Gran Turismo 3 A-Spec The real driving simulator

The drive og your life.