PS2 leikir Dæmdir! III Rayman 2 - Revolution (8.8 IGN)

Svona miðað við hoppleik(platform) þá er þetta bara fínn leikur.
Auðvelt að stjórna Rayman en útsýnið getur stundum gert mann brjálaðan,
en er ekki það mikið af útsýnis göllum að það eyðileggi leikinn,
en samt pirrandi. Maður þarf að safna hlutum sem kallast lumbs tilþess
að geta fengið alskonar krafta, en maður getur valið ef maður vill
hvaða krafta maður fær, en hver krafur er misjafnlega góður og
því betri hann er því meiri lumbs þarf maður, þetta gerir leikinn
aðeins skemmtilegri. Ef maður maður nær öllum lumbs og nær að bjarga
öllum dýrunum sem eru búrunum(man ekki hvað þau heita) þá fær maður
auka áskorun sem eru ótrúlega leiðinlegar.
Grafíkin er ekki eins góð og Rayman í DreamCast,en samt betri lýsing
og meira í bakgrunni. EN það eru fullt af göllum í grafíkini, nei
ekki umhvefið eða persónurnar heldur þegar maður fer út fyrir grafíkina
og allt verður svart og maður er að falla endalaust niður,
maður sér bara svo brúngráan skugga af Rayman á svörtum bakgrunn.
Semsagt galli í hönnunini.
Spurt man hvort vill maður vista hvert skipti þegar maður fer í
borð og fer úr borði, sem er algjör óþarfi því að það er ekki hægt að
vera “Game Over” þegar maður deyr byrjar maður á aftur á sama
borði og allir hlutir sem maður hafði náð á því borði áður en
maður draps ertu ennþá með. Svo það er nóg að vista þegar maður
hættir að spila.
Síðan er það hljóðið í leiknum, Þar fór eitthvað á mis.
Eg skal útskíra:
þegar eg setti leikinn í fyrsta skipti þá heyri eg ekkert í
röddunum, allavega mjög lítið og það heyrist nánast í tónlistini.
En eg verð að horfa á byrjunar atriðið svona, og síðan þegar eg
fæ stjórnina þá lækka eg nátturlega tónlistina niður.
Og eg reyni að horfa á byrjunina aftur en það er alveg eins
þannig að eg byrja bara spila en þá kemur annar hljóð galli,
í leiknum er hægt að hoppa og svífa niður með því að sveifla
eyrunum eins og þyrla og þá heyrist svona þyrlu hljóð,
allavega þá er eg að leika mér að svífa og sleppi takkanum
þá heldur þyrlu hljóðið áfram en eg ákvað að halda
áfram í þeirri vonum að þetta hætti, en þegar eg þurfti svífa
aftur tvöfaldaðist hljóðið og síðan þrefaldaðist það
síðan endaði með því að það heyrðist ótrúlega hátt
eins og það voru 100 þyrlur í leiknum og heyrðist ekki
í neinu öðru, eg þurfti að endurræsa tölvuna.
Þetta kom oft fyrir í gegnum leikinn og líka fleirri hljóð gallar,
hljóð sem festist inni einhvernveginn og talið hverfur af völdum þess.
Sögu þráðurinn var ekkert meistaraverk, samt alveg ásættanlegur
fyrir hoppleik
Kaupa??? veit ekki, hefur þú gaman af svona leikjum?
þá mundi eg ráðleggja þér að kaupan og kaupa hann í DreamCast.
Hann er á dvd og hlað tími er ekki það rosalega mikill á milli borða.

Einkunn: 7.0

Tegund: Hoppleikur (Platform)
Þjóðarrætur: Evrópa

Framleiðandi: Ubi Soft
Útgefandi: Ubi Soft

________________________________________________________________________________


SSX (9.3 IGN)
er góður leikur en getur verið dálítið pirrandi á köflum.
Tildæmis þegar maður verður að keppa þrisvar til þess að klára 1 braut
og ná allavega 3. sæti til þess að fá nýja braut,
en það er alltaf erfiðast í þriðja skiptið og ef maður tapar
þá þarf maður að byrja alveg upp á nýtt sem eg hef þurft að
gera oft. Ef maður lætur þetta ekki pirra sig þá er þetta
þokkalega skemmtilegur leikur.
Grafíkin er frábær miðað hina leikina sem komu á sama tíma
og PS2 tölvan. Leikurinn er liggum við gallarlaus en auðvita
er hann það ekki. Sérstaklega þegar við förum út í hljóðið.
Allt í lagi eg skal sætta mig við persónunar sem segja ekkert
það rosalega mikið á meðan maður spilar þótt þær eru ömurlegar.
En eg get ekki fyrirgefið þessum ömurlega þuli, ef það er hægt
að kalla hann það, fyrir að skemma stemmninguna í leiknum. Þetta
er óþolandi bull sem kemur uppúrþessum skratta og þá er eg aðallega
að tala um hvernig hann beitir röddinni eða bara hvernig hann er.
Stýringinn er góð og það er frábært að spila þennan leik.
Og Þessi leikur er ágætlega endingar góður en getur verið dálítið
þreyttandi því að hann getur stundum verið þokkalega erfiður.
Eg þarf trúlega ekki að segja neinum að þetta sé snjóbretta leikur.
En snjóbretti er ekki fyrir alla samt er þessi leikur það, allavega
nálagt því. Eg bíð bara spenntur eftir næsta SSX leik sem mun
heita SSX Tricky sem eg verður örugglega á DVD disk sem mun trúlega
losa okkur við hlaðtíman en það er samt enginn trygging fyrir því,
eins og sást með Red Faction að það þýðir ekki bara að henda
leik á DVD þá hverfur hlaðtíminn, nei það fer nefnilega eftir
hversu vel leikurinn er hannaður.
Þessi er peninganna virði.

Einkunn: 8.5

Tegund: Snjóbrettaleikur/íþróttarleikur
Þjóðarrætur: Kanada

Framleiðandi: EA Canada
Útgefandi: Electronic Arts






16. ágúst 2001