PS2 leikir Dæmdir! II Red Faction (9.1 IGN)
er örugglega besti FPS á Playstation 2 sem eg hef spilað og hef spilað þá alla,
allavega eini sem er með einhvern aðmennilegan söguþráð.
Þetta er enginn ofur söguþráður eins og í Final Fantasy,
en hann var það góður að eg hætti ekki að spilan fyrr en hann var á enda.
Grafíkin var mjög! góð, ein besta í sem maður fær í PS2.
Það sem er ótrúlegt við þennan leik er að það er hægt að sprengja sér
leiðir gegnum veggi. Og þá er eg ekki að tala um maður getur bara sprengt
upp veggi yfir sem er leiðir mann í næsta herbergi heldur getur þú
þess vegna búið til risa stóran helli eða gert göng sem eru óendanlega löng.
Það er reyndar lítill tilgangur í því en það er GAMAN.
Síðan er það gameplay-ið. HALLÓ!!!!!!!!! afhverju í hel er leikurinn ekki
samhæfður lyklaborði og mús!!!! Að nota lyklaborði og mús er ekki bara góð
leið til að spila FPS leiki heldur er það er LEIÐINN!!, sú eina og sanna.
En í stað fyrir það þá er sett eitthvað fáranlegan sjálfvirkan miðara,
hvaða rugl er það, er ekki bara einfaldara að gera leikinn samhæfðan?
Allavega ef eg miða við aðra FPS leiki á PSX og PS2 sem nota stýripinna
þá verð eg að segja að stýringinn er frábær, mig minnir að eg hafi notað
stillingu E.
Eg verð að segja að eg er hissa hvað það er mikill hlað tími miðað við
að hann sé á dvd. Ó já meðan eg man, farið í þjálfun (training) áður en
þið byrjið á leiknum, mér er alveg sama hversu góð eða hversu lengi þið eruð
búin að vera spila FPS. Eg fór tildæmis ekki í þjálfun fyrr enn eg var
búinn að klára leikinn og þá komst eg að því að það var hægt að
fela líkin eftir sig sem getur komið í veg fyrir mikil vandræði.
En nei eg þurfti að vera svo hrokafullur töffari að fara bara beint
New game. Hljóðið er mjög gott, en andstæðingarnir geta verið þreytandi
því orðaforðinn eru svo 6 orð sem þeir nota óspart.
Tónlistin finnst mér góð en eg mæli með að þið lækið aðeins í henni
því að það er betra að heyra vel í umhverfinu.
Leikur til að kaupa.

einkunn 7.9

Tegund: FPS
Framleiðandi: Volition, Inc.
Útgefandi: THQ

________________________________________________________________________________

Sky Odyssey (9.1 IGN)
er ekkert geðveikur leikur enda lítur út fyrir að vera einn leiðinlegasti
leikur PS2 vélarinnar, eg meina hvað er svona gaman við að bara fjúga
upp og niður blablabla…hvar eru byssurnar hvar eru óvinirnir hverjum þarf
eg að bjarga…ha?! hvað segir þú?! bara fljúga?!!! hvað er tilgangurinn
í því, hvernig getur það verið gaman? Jú það er bara helvíti gaman á
köflum. Hægt er að fara í ævintýra ferð og flúga á staði sem enginn hefur flogið
áður, þar sem þú þarft að finna tildæmis fornmuni til að ljúka borðunum
en það er bara til að fegra leikinn, enda er enginn saga á bakvið
fornmunina. Gafíkin er frekar slöpp en það er svo sem alveg hægt að líta
fram hjá því, enda er hann með fyrstu PS2 leikjunum.
Hægt er að velja milli nokkra flugvéla og þú getur bætt, en það fer eftir
hvað maður fær í einkunn fyrir hvert borð, hversu mikið þú getur bætt.
En ef flugvélin sem valdir hentar þér ekki getur þú valið aðra
hvar þú ert í leiknum. Leikurinn er á DVD, og lítið er um hlað tíma.
Leikur til að forðast. Sleppur ef hann kostar frá 2000-3000Kr.

einkunn 5.7

Tegund: Simulation?
Framleiðandi: Cross
Útgefandi: Activision