Legend of Zelda - Ocarina of Time er mesta snilld sem
eg veit um. Hann gerði mig af Nintendo manni.
Annars hef eg alltaf verið zelda maður eða
síðan fyrsti zelda kom út á NES, og síðan Link(zelda II) sem eru
einu leikirnir sem eg spilaði eitthvað að viti frá
því að eg spilaði fyrst tölvuleiki. Maður spilaði auðvita mario
og eitthvað Iceclimber og werewolf.
Reyndar skrítið að eg frétti aldrei af Final Fantasy á NES
fyrr en hann var kominn á Playstation.
Allavega gleymi eg aldrei ellefta afmælinu mínu
þegar eg fekk NES(Nintendo Entertainment system) og Zelda I OG II!!!
en eg var búinn að dreyma um Zelda síðan eg sá hann og spilaði
hjá vini mínum.
Síðan þegar maður var búinn að klára báða leikina
svona 6-7 sinnum hvor þá hætti eg að spila tölvu leiki,
byrjaði að drekka, reykja, spá í stelpum og maður byrja að
hlusta tónlist(frá metallica og endaði í Darkthrone).
Eftir mikið af fyllerí og rugli, heyrði maður um þessa Playstation
og eg byrjaði að skoða leikjar aftur.
Fyrsta sem eg prufaði í Playstation var Tomb Raider,
tekken og Crash Bandicoot,
og var þokkalega hrifinn enda ekki búinn að spila tölvuleik síðan
veit ekki hvað. Allavega keypti eg mér playstation og Tekken 2.
Eftir að hafa spilað og spilað fullt af snilldar leikjum eins
og Resident Evil, Syphon Filter og fleirri, fekk eg leið á
þessu. það var bara alltaf það sama, ekkert nýtt.
Sérstaklega leikir eins og
Tomb Raider! eg hata þá leiki í dag, útúr nauðgað rusl!
Halló! leikur hver jól!! Tomb Raider er ekkert nema
peninga vél! Passion-ið farið til fjandans.
Allavega, eg seldi tölvuna og hætti að spá í þessu.
Þangað til að eg fór að skoða þennan Zelda á Nintendo 64,
virtist vera ágætis leikur, en eg verð að viðurkenna
eg var aldrei hrifinn af Nintendo 64 svo
að það leið dálítill tími í það að eg keypti hana,
allavega, keypti hana og Zelda.
Þegar eg byrjaði að spila hann fannst mér grafíkin frekar
skrítinn, maður er nátturlega vanur PSX grafík sem er
mjög “Sharp”, og Nintendo 64 grafíkin algjör andstæða
mjög! þokukennd. Eftir að hafa vanist því þá fannst mér þetta
vera guðdómlegur heimur sem Nintendo hafði skapað.
En maður verður að gefa sér dálítinn tíma að komast inní hann.
Eftir það sér maður hvað mikil vinna og “passion” hefur farið í þennan leik.
Eg mundi ekki hika við að gefa þessum leik 10/10
enda er þetta er sannkallaður BUY OR DIE!! leikur
þó að hann sé ekki með bestu grafíkina
þá skiptir það ekki máli!!!!
Það liggur við að sama hvað grafík er góð þá
endar það með að maður tekur ekki eftir henni.
Þessi leikur kemur manni í skilning að grafík er
bara auka atriði.
Síðan er það tónlistin sem er hin fullkomna
ævintýra tónlist sem á vel við söguþráðinn og
umhverfið, umhverfi sem eg hef ekki upplifað
í neinum öðrum leik áður, hver þarf CG kvikmyndir
ef maður getur haft svona stórt og frábært umhverfi.
Þessi blanda af endalausri snilld skilur engan eftir ósnortinn.