Sælir vinir og vinkonur.
Nýlega las ég álit hérna á korkinum eða undir grein, man ekki alveg hvorum megin það var þar sem maður að nafni Arelius sagðist vera Dead or Alive champion Íslands. Vildi það svo skemmtilega til að ég þekkti til vinar hans og þótti það tilvalið að fá þá tvo í heimsókn svo hann gæti sannað mál sitt auk þess sem mig langaði enn fremur að vita hvort ég stæðist samkeppnina enda búinn að spila DOA4 síðan á fimmtudaginn í síðustu viku.
Þeir mættu til mín galvaskir kl.20:15 í kvöld (þriðjudagskvöld) og voru ekki lengi að hlamma sér í sófann bráðspenntir eftir því að spila leikinn sem þeir eru nú þegar með í pöntun og von er að komi sem fyrst til landsins. Það var gaman að sá eftirvæntinguna í augum þeirra.
Fyrst var farið í Story Mode auðvitað þar sem þeir báðir fengu að reyna á sína leikmenn og satt að segja kom það þeim báðum í opna skjöldu hversu miklið bardagakerfið hefur verið uppfært, nýjar hreyfingar og að auki búið að gjörbreyta því hvernig karakterar leiksins haga sér.
Konan mín var til að mynda inni í herbergi að skrifa mastersritgerðina sína og sagði hún við mig að loknu kvöldinu að hún hefði aldri séð þrjá gaura eins spennta og eins hávaðasama eins og okkur þrjá í stofunni að spila Dead or Alive 4. Orð að sönnu enda héldum við ekki vatni þegar við spiluðum hann.
Eftir að þeir höfðu testað örlítið í Story Mode og hreinlega gapað yfir grafíkinni var haldið í Controller setup og takkarnir skilgreindir til þess að ná sem mestri snerpu í spilun.
Svo var komið að VS. play og hélt ég nú sjálfur að ég yrði nú tekinn létt í baunina. Fyrstu leikina reyndist mér auðvelt að sigra þá en svo kom í ljós að Arelius stendur undir nafni og er andskoti fljótur á því að læra á leikmennina. Það er enn fremur mun skemmtilegra að spila við eins þaul reynda leikmenn eins og þá tvo heldur en að bjóða einhverjum noob í heimsókn sem button smashar alla leikina í gegn. Það kom þó töluvert að óvart að bæði ég og Arelius biðum lægri hlut fyrir Raztan (XBOX Live Gamertag) og endaði hann kvöldið ósigraður ef ekki til talið með þegar við reyndum við Time Attack með Ayane og kom það nokkuð að óvart.
Eftir nokkra leiki í VS og TAG ákváðum við að prófa að taka smá Time Attack við tölvuna með Ayane og náðum við fljótlega að sigra fyrstu 7 loturnar. Það var ekki fyrr en við komum að Alpha 152 sem er bossinn í leiknum að við eyddum alls 14 mínútum og 32 sekúndum í að slátra henni og var það ekki fyrr en Raztan tókst það þegar í miðjum leik að ég gólaði að hver sá sem skildi sigra Alpha 152 myndi að launum fá flösku að eigin vali (áfengi). Það dugði til, Raztan setti í fimmta gír og stútaði kvikyndinu.
Svo skelltum við okkur on-line og þrátt fyrir pínulítið lagg þá náði Raztan að knýja fram sigur og þar með fyrsta online sigurinn á mínu Gamertag.
Þessi leikur er meira deep heldur en við nokkurn tímann bjuggumst við og ég vona að Arelius og Raztan muni commenta á þessi skrif mín hér því að þetta var fantafínt kvöld og maður lítur björtum augum til framtíðar því þetta er leikurinn til þess að spila með bjór í hönd! Kannski ekki alveg á sama tíma og maður er að keppa en eflaust frábært að eiga einn kaldann stutt frá sér.
Vona að þið hafið haft gaman af annars pínulítið öðruvísi grein en oft áður hérna á Leikjatölvu áhugamálinu.
(Afstakið málfars og stafsetningarvillur, þessi grein er skrifuð svolítið síðla næturs)