Næsta verkefni Bleemcast! Tekken 3 Aðstandendur Bleemcast hafa látið frá sér að næsta verkefni þeirra fyrir Bleemcastið góða á Dreamcast sé Tekken 3. Eins og flestir muna þá gáfu Bleemcast menn úr aðgengið til þess að spila PSX útgáfuna af Gran Turismo 2 á Dreamcast í mun betri grafík. Reyndar var gallinn sá við hönnun á Dreamcast að aðeins chipset vélar sem framleiddar voru fyrsta ár Dreamcast náðu að nota Bleemcast, eitthvað bundið við chipset borðið sem gleymdist að skoða, þannig að töluvert margir sátu eftir með sárt ennið enda margir búnir að bíða með eftirvæntingu um að sjá smá glans á bílunum sínum. Reyndar hefur það auðvitað ræst núna með tilkomu Gran Turismo 3 á PS2. Eins og sjá má á myndinni hérna við hliðina á þá er munurinn svakalegur, þannig að þið, bardagafíklar, látið þetta ekki framhjá ykkur fara. Líklegt er að Bleemcast muni senda frá sér nýjan pakka um leið og þetta lítur dagsins ljós þannig að fleiri geti farið að nota Bleemcast pakkann eins og eðlilegt er.

Góðar stundir.

Heimildir:
- http://www.bleem.com
- http://www.sega.jp

ScOpE