Ég er að spila Ring of Red frá Konami á PlayStation 2 þessa dagana. Þetta er fantagóður leikur. Að mínu mati er þetta einn af betri “strategy” leikjum sem ég hef spilað á leikjatölvum fyrr og síðar…
Leikurinn á að gerast í kringum 1960, Seinni heimsstyrjöldin er yfirstaðin, en atburðir hafa þróast á annan hátt en við þekkjum í dag. Japan hefur verið skipt upp í Norður og Suður Japan og er stöðug barátta þarna á milli. Lofthernaður hefur verið bannaður eftir að kjarnorkusprengjunni var varpað og við hafa tekið risastór vélmenni úr stáli, keyrð áfram af tannhjólum og dieselolíu. (Það er ótrúlega svalt að stýra svona stórum vélmennum sem knúin eru áfram eins og skriðdrekar, flestir Mech leikir gerast í framtíðinni, en ekki þessi).
Maður fer í hlutverk Masami Weizegger, sem er hálfur Þjóðverji og hálfur Japani og berst fyrir her suður Japans. Inní leikinn fléttast svo hellingur af karakterum sem styrkja söguþráðinn. Hver karakter hefur sitt vélmenni til umráða (og það er töluvert mikið af mismunandi vélmennum sem hafa sína kosti og galla), í bardaga fær síðan karakterinn Experience points og hækkar um Level og verður þá betri í að miða og fær fleiri special attacks.
Spilun leiksins er bæði turn-based, þar sem maður sér yfirlitskort af vígvellinum og stýrir þar öllum herdeildunum sínum (allt að 8 í einu). Síðan þegar maður fer í bardaga, kemur upp gríðarlega flott bardagakerfi í fullri þrívídd (sjá mynd). Bardaga kerfið minnir að vissu leyti á bardagakerfin í Final Fantasy leikjunum…Leikurinn inniheldur ótrúlega mikið af verkefnum. Í byrjun hverrar herferðar fær maður skýr fyrirmæli, en yfirleitt koma upp óvæntir atburðir sem breyta gangi sögunnar….
Áður en maður heldur í stríðið þarf maður að setja upp vélmennin þannig að þau virki sem best á vígvellinum. Einnig getur maður fengið til liðs við hvert vélmenni 3 herdeildir fótgönguliða sem hafa special ability, til dæmis geta þeir gert við vélmennið, þeir geta “snipað” óvininn, þeir geta lagt jarðsprengjur til að rústa óvnininum og margt fleira….
En sem sagt pottþétt skemmtun og leikur sem inniheldur meira en 100 klukkutíma af spilun….Vel hannaðir karakterar og samtöl þeirra á milli sem fleyta áfram skotheldum söguþræði. Ótrúlega flott bardagakerfi sem nær að skapa góða spennu og með grafík sem stendur fyllilega undir sínu….