Aðal böggurinn sem ég sé við Sonic Adventure 2 er sjónarhornið sem stundum getur verið mjög þreytandi þegar maður er að reyna að skoða ýmsa staði sem eru við hliðina á manni eða fyrir ofan jafnt sem neðan. Þegar maður spilar Sonic eða Shadow er myndavélin alltaf fyrir aftan þig þannig að allt er í góðu með það enda snúast alltaf borðin þar um að komast beint í gegnum þau á sem skemmstum tíma. Það sama má segja um Eggman og Tails, engin vandræði þar. En fyrst kemur þetta upp þegar maður spilar sem Knuckles eða Rouge þar sem þú ert að leita að hlutum í 3D heimi og þarft stöðugt að vera að snúa þér til komast á leiðarenda. Sérstaklega getur þetta verið slæmt þegar þú ert í litlu herbergi vegna þess að myndavélin reynir ávalt að vera í jöfnum radíus í kringum þig. Stundum þarf maður einfaldlega að giska á staðinn þegar maður nær ekki að beina myndavélinni þangað.
Hinn stóri heimur Sonic Adventure hefur sýna kosti og galla, það er æðislegt að skoða og hlaupa um á stóru svæðunum en á sama tíma er auðvelt að týnast og gleyma upphaflegu markmiði. Leikurinn er samt mjög einfaldur þegar á heildina er litið. Eitt sem fer alveg hrikalega illa í mínar fínustu er raddleikurinn, því þessi leikur skartar hörmulegustu leikurum allra tíma. Það liggur við að maður stilli á Japönsku bara vegna þess að maður skilur ekkert nema einstaka orð um hvað verið er að tala um. Auk þess sem lipsyncið er alveg hræðilegt líka.
Þrátt fyrir leiðinlegar myndavélar og raddleik varð SA2 að yfirstíga SA sem mér finnst enn vera einn af bestu leikjunum á Dreamcast í dag. Með því að setja tvívíddar heim Sonic í þrívíddarheim er ekkert lamb að leika sér við og greiddu Sonic Team mjög vel úr þeim garði við þróun Sonic Adventure. Sérstaklega ber að minnast á aukaleiki sem fylgja með og þegar maður hittir endakalla því að þeir eru feiknavel gerðir og ávalt gaman að takast á við þá aftur og aftur. Margir voru mjög spenntir fyrir Sonic Adventure 2 og þar af leiðandi þurfti leikurinn að standa undir miklum eftirvæntinum og þótt ótrúlegt megi virðast þá stóðst Sonic Team þrýstinginn og gerði þennan snilldarleik.
Hraði er það sem Sonic snýst um, margir tala um flott stökk, kraftaukningar og endakalla en það sem Sonic raunverulega snýst um er að gera allt á rosalegum hraða. Mér finnst til dæmis alveg brjálað hversu ótrúlega hraður Sonic Adventure 2 er miðað við Sonic Adventure. Til að mynda get ég ekki spilað mörg Sonic borð í röð því að þá fæ ég höfuðverk, því að maður þarf að gjörsamlega að einbeita sér að hvað í andskotanum er að gerast á skjánum því að þegar Sonic leggur af stað fer allt til andskotans. Eftir að ég fór í gegnum fyrsta borðið þar sem maður brunar niður San Francisco á snjóbretti eða hvað sem þetta var þá kveið ég nokkurn veginn hinum borðunum sem ég átti eftir að sjá vegna þess að mig grunaði að það yrði mikið um hægagang þar sem borðin eru svo vel hönnuð og mikið að gerast á þeim. En þótt ótrúlegt megi virðast þá fór ég í gegnum leikinn og lennti aldrei í neinum hægagangi og er ennþá að klóra mér í kollinum afhverju sum atriðin sem ég lennti í sem voru gjörsamlega “Out of this world” ollu ekki hægagangi eða einfaldlega stútuðu ekki Dreamcast vélinni í blue-screen eða eitthvað. Þetta var bara endalaus snilld.
Ef við skoðum aðeins eiginleika leiksins út af fyrir sig þá lýtur þetta bara nokkuð vel út.
Í fyrsta lagi þegar rætt er um framsetningu þá vil ég hrósa Sonic Team fyrir frábært útlit leiksins, frábæra tónlist en því miður liggur mínusinn i raddleiknum, eins gott að það er hægt að lækka í þeim.
Í öðru lagi er það grafíkin og auðvitað veit maður fyrirfram að maður verður ekki fyrir vonbrigðum þegar leikur kemur út frá Sonic Team. Brjálað framerate og ótrúlegt díteil gera þennan leik að best útlítandi Dreamcast leik sem komið hefur út hingað til fyrir utan auðvitað Shenmue.
Í þriðja lagi þá er það tónlistin að sjálfsögðu en eins og ég hef marg oft commentað á hérna þá er raddleikurinn hörmulegur og vil ég benda fólki á að sleppa því algjörlega að hafa ensku raddirnar á því að þær gera leikinn barnalegan og asnalegan. Þrátt fyrir góð lög, sem reyndar eru sungin á ensku þá hefði ég virkilega fílað mig ef þeir hefðu skellt eitthvað af gömlu Sonic lögunum þarna inn í einhverju rímixi. Kannski við fáum að heyra það í SA3 ef hann kemur einhvern tímann út á PS2.
Í fjórða lagi er það leikspilun en það er ekki annað hægt en að hrósa Sonic Team fyrir frábæran leik þar sem í þessum eru þrjár tegundir leikja, ótrúleg borðahönnun, frábær leikspilun sem gerir mann háðan eins og skot. Einnig eru CHAO nokk skemmtilegir en ég í sjálfum sér nenni ég ekki að fjalla um þá því að þeir eru nokk breytilegir og ætlaðir yngri leikmönnum. Maður einfaldlega getur ekki hætt að spila. Þegar öllu er á botninn hvolft er allt frábært við leikspilun nema Knuckles/Rouge borðin því að myndavéla böggið skemmir svo mikið fyrir þar.
Í fimmta lagi er það svo ending leiksins en hún er mjög góð þar sem mikið er af aukahlutum eins og t.d. að það er falinn Sonic Kart leikur í leiknum, nýtt CHAO umhverfi, hægt er að ná í aukastöff á netinu (ekki á Íslandi) og auk þess keppt við aðra á tíma á netinu. Samt sem áður er alltaf skemmtilegt að hlaupa í gegnum Sonic borðin og sína vinum hversu geðveikislega hratt þetta er.
Dómurinn góði: 8.9/10.0
ScOpE