Resident Evil 4 er væntanlegur á PlayStation 2. Hann fékk 9/10 í nýjasta tölublaði OPM2 og er væntanlegur til Evrópu í byrjun september.
Leikurinn tekur upp þráðinn þremur mánuðum eftir atburði Resident Evil 2. Claire Redfield brýst inn í höfuðstöðvar Umbrella-fyrirtækisins í París og reynir að finna upplýsingar um T-Veronica vírusinn sem að breytir dýrum í óstöðvandi skrímsli og kjötætur. Hún er handsömuð og færð á eyju í eigu Umbrella. Hún sleppur út, en þar byrjar martröðin…
Leikurinn er stór, mun stærri en maður myndi halda. Þeir sem að eiga Dreamcast eiga leikinn mjög líklega. í PS2 útgáfunni eru fleiri myndbönd, aðeins meiri áhersla lögð á söguna og X bætt við nafn leiksins. Annars eru útgáfurnar frekar líkar.
Þessi leikur er skyldueign allra PS2 og Dreamcast eigenda, þar sem að hann er einn sá flottasti á markaðnum í dag og er svo sannarlega þess virði að kaupa.
ATH: Devil May Cry demó á einnig að fylgja leiknum.
Aðrir tenglar:
<a href="http://www.capcom.com/recvx/index.html“>Code Veronica X Official Site</a>
<a href=”http://www.totallyre.com/“>Totally Resident Evil</a>
<a href=”http://www.capcom.com/“>Capcom Europe</a>
<a href=”http://www.capcom.com/devilmaycry/">Devil May Cry Official Site</a>
Ef tenglar virka ekki:
http://www.capcom.com/recvx/index.html
http://www.totallyre.com
http://www.capcom.com
http://www.capcom.com/devilmaycry