Modkubbar fyrir Playstation 2 Sælir félagar.

Nokkuð hefur borið á því að upp á síðkastið hef ég verið að fá fyrirspurnir hvaða modkubbar séu bestir fyrir Playstation2. Ég tók
mig til og ætla að fjalla um þá helstu sem hægt er að nálgast á markaðinum í dag.

1. Modchip.com Playstation Modchip:
Þetta er kubbur sem hefur verið nokkuð mikið í sviðsljósinu undanfarið. Modchip PS2 kubburinn er sá vinsælasti í dag og af mörgum talinn besta lausnin. Með honum er hægt að spila alla PS2 leiki, og skrifaða PSX leiki. Kubburinn kemur með öllum nauðsynlegum vírum, lóðboltum, leiðbeiningum og teikningum af vélinni. Allir kubbarnir eru sendir í stöðurafmagnslausum umbúðum. Til þess að geta spilað skrifaða PS2 leiki þarf að nota Game Shark 2 (US) eða Action Replay 2 (PAL), en skrifaðir PSX leikir fara beint í.
Verð í útlandinu: US$39,00

2. USBMOD
USBMOD (SBOX) kubburinn er fyrsti sinnar tegundar sem er utanáliggjandi lausn fyrir US og PAL PS2 vélar. Hann er auðveldlega festur í PS2 USB tengið. Með honum er hægt að spila PSX og PS2 skrifaða leiki að undanskildum leikjum sem gefnir eru út af EA Sports sem plástraðir hafa verið með nýja EA plástrinum sem spornar við þessu. USBMOD þarf á Game Shark 2 (US) eða Action Replay 2 (PAL) til að spila PS2 skrifað leiki. Rétt eins og með
kubb (1) þá þarf hvorugt til þess að spila skrifaða PSX leiki. Þú þarft samt sem áður að opna vélina þína og lóða einn mjög auðveldan vír. Teikningar sýna nákvæmlega hvernig þetta er framkvæmt og vírar og lóðboltar fylgja með kubbnum. Kubbur þessi passar í allar US og PAL PS2 vélar.
Verð í útlandinu: US$44,00

3. Game Shark 2 (US) / Action Replay 2 (PAL).
Með þessu þá er hægt að svindla í leikjunum. Með þessu er hægt að ná í fleiri svindl yfir netið. Ástæðan fyrir því að þetta er notað til að spila skrifanlega PS2 með modkubbum er sú að fyrst þarf að hlaða þessu inn og síðan er skrifanlega eintakið látið í vélina og þ.a.l. hefur CD-check vörnin verið gerð óvirk.
Verð í útlandinu: US$49

Og aðeins um DVD:

1. PS2 DVD MULTI REGION MODCHIP.
Með þessum kubbi er hægt að horfa á DVD myndir í hvaða Region sem til er. Þessi kubbur er aðeins fyrir PAL vélar og nánar tiltekið aðeins fyrir SCPH 30002, 30003 og 30004 módelin. Þannig að verið vissir að athuga þetta áður en farið er út í kaup á þessum kubbi.
Verð í útlandinu: US$22,00

2. PS2 DVD REGION X:
Þetta er glænýtt á markaðinum og er ekki modkubbur og ein besta lausnin fyrir PAL PS2 vélar. Það eina sem maður þarf að gera er að smella þessu í og spila DVD myndirnar. Engar breytingar eru nauðsynlegar í innvið vélarinnar. Hægt er að setja þetta í memory slottið eða keyra upp geisladiskinn og síðan spila DVD. Þetta spilar bæði PAL og NTSC DVD og þar af leiðandi Region 1 og 2. Einnig spilar þetta myndir með RCE vörninni.
Verð í útlandinu: US$29,00

Vonandi að þetta hafi hjálpað eitthvað.

ScOpE