
Framsetning:
Auðveldur menu, frábært intró og þessi góða tilfinning að vera sestur aftur í sæti Crazy Taxi sem er einn af mínum uppáhaldsleikjum á DC ever.
Grafík:
Búið er að bæta hversu langt áfram þú sérð, miklu meiri umferð og minna af pop-ups og hægagangi. Samt sem áður er engin rosaleg framför í þróun grafíkar í leiknum. Greinilegt er þó að mikil vinna hefur farið í arkitektúr borgarinnar og er það aðdáunarvert.
Hljóð og tónlist:
Röddin fer að verða þreytandi, persónur leiksins eru illa leiknar en allt reddast þetta með því að lækka effects niður í 0 og setja BGM í botn þar sem Offspring og Methods of Mayhem fara á kostum með glænýjum lögum.
Gameplay:
Nýji hopp möguleikinn er algjör snilld og gerir það að verkum að borgirnar sem maður keyrir um eru allt öðruvísi upp byggðar heldur en í CT1 þar núna er meira um að maður hoppi upp á þak og skjóti sér á milli skýjakljúfra til að koma farþegum á leiðarenda. Einnig er frábært að geta tekið upp allt að 4 farþega. Mesta ánægju hafði ég þó af Crazy Pyramid þar sem þú tekst á við þrautir og geta sumar hverjar reynst vera mjög erfiðar, en ef maður gefur sér tíma þá heppnast þetta alltaf eins og í hverjum öðrum leik. CT2 má eiga það að þótt að hann bjóði ekki upp á fjölspilun er algjör snilld að vera margir saman og keppa sín á milli um hver er fljótastur að aka í gegnum þrautirnar.
Ending:
Um leið og þú hefur klárað leikinn í sitt hvorri borginni þá er náttúrulega fullt eftir með því að klára Crazy Pyramid. En að honum loknum þá er lítið eftir af leiknum heldur en að grípa í hann öðru hverju til að sýna félögunum afhverju Dreamcast rúlar yfir Playstation2 því að það er auðvitað gameplay-ið sem skiptir máli.
Lokaálit: Skemmtilegri en CT1, stuttur, hefði mátt bæta fleiri þrautum inn í þetta, vantar fleiri lög en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta hin besta skemmtun. 8/10