Hvað finnst mínum fellow leikjafíklum um Naughty Dog? Þeir eru nú best þekktir fyrir Crash Bandicoot. Ég er afskaplega hrifinn af því sem þeir gera, og þá hönnuninni í leikjunum. Ég man vel eftir þegar Crash Bandicoot kom fyrst, þótti hann snilld og finnst enn. Mér finnst leikirnir sem á eftir kom, ekki vera nándar nærri eins góðir.
Einnig finnst mér hönnuninni hafa hrakað eftir CB 1.
Síðan sá ég fyrir ekki svo löngu síðan úr Jak & Daxter fyrir PS2, og tók ég gleði mína aftur á ný. Lúkkið úr CB uppfært á nýja kynslóð leikjavéla. Það er einmitt lúkkið sem greip mig við CB. Þessir shaded polygons, litadýrðin og skewed teiknimynda lúkk. Sköpunargleðin skín út úr verkum Naughty Dog. Og Jak og Daxter virðast (vonandi) ætla að taka þetta “to the next level”.
Ég er á því að Naughty Dog eru með eitthvað chutzpah sem aðrir hafa ekki. T.d það sem ég hef séð úr Crash fyrir PS2(sem aðrir eru teknir við) er bara afskaplega average og yfirleitt ekkert spennandi. Það virðist bara vanta eitthvað element inn í hann.
Já og svo er það litla sem ég ef séð úr Crash Bandicoot fyrir GBA er algert æði, enda eru það snillingarnir úr Vicarious Visions sem sjá um það.
Segið endilega ykkar skoðanir, og endilega hvað developerum þið eruð hrifnust af.