<b>Þrátt fyrir að það hafa miklir orðrómar verið á kreiki þá hefur SEGA samt sem áður ekki gefið út staðfestingu.</b>

Þrátt fyrir að sala á Dreamcast leikja vélinni hefur verið mjög góð, seldist yfir 8000 stk, þá hafa verið miklir orðrómar á kreiki, síðustu vikur, sem benda til þess að Dreamcast muni lækka í verði. Samkvæmt fjölmiðlum er hafið eftir nokkrum endursöluaðilum að Dreamcast muni falla í verði 14 ágúst næstkomandi. Dreamcast mun verða lækkuð í $79.99 og SEGA muni kynna nýjustu leikina sýna eins og NFL 2K1 og NBA 2K1 á $19.99. Þó vilja endursöluaðilar spá því að verð muni lækka niður í $49.99 næsta vetur.

“Eftir að vélin verður lækkuð niður $79.99, hefur SEGA tjáð okkur að þeir muni lækka verðið enn meira niður í $49.99 annað hvort í kringum næstu jól eða snemma á næsta ári, sem reyndar fer eftir því hversu byrgðir endast.” sagði Doreen McKenzie, framkvæmdastjóri varnings og tölvuleikja hjá Babbage sem er leiðandi endursöluaðili á tölvuleikjum og leikjatölvum hið vestra.

Haft er eftir Pete Roithmayr, aðstoðar forstjóri hjá Electronics Boutique: “Ef Dreamcast mun lækka niður í $79.99 munum við tvöfalda sölu okkar og að auki ef við hugsum til þess að Dreamcast mun seljast á $49.99 næstkomandi janúar þá er það svolítið ”scary“.”

“Við teljum að þetta muni selja upp Dreamcast vélina, sem var frábær en fékk snöggann dauða” sagði Anton Bruehl, forstjóri Alþjóðlega Þróunarsjóðsins, sem er leikjaráðgjafarfirma.

Rætt var við forstöðumann markaðsdeildar SEGA sem einfaldlega sagði: “SEGA hefur ekki lýst yfir neinni verðlækkun á Dreamcast vélinni og við svörum ekki orðrómum”.

Þannig að það er um að gera að fylgjast vel með og ef að þessir orðrómar eru sannir þá er í sjálfum sér engin ástæða gegn því að eiga ekki Dreamcast vél. Sérstaklega þar sem hægt er að ná í leiki yfir netið.

ScOpE

heimildir:
-Hollywood Reporter
-Imagine Gaming Networks
-International Development Group