Advance Wars: Dual Strike umfjöllun eftir KKx2000 (Kristófer K.)
Presentation: 10
Spilun: 10
Grafík: 9
Hljóð: 8
Replay-Value: 10
Lokaeinkunn: 9.4
Þá er þriðji leikurinn í þessari geysivinsælu seríu kominn. Advance Wars: Dual Strike er fyrsti Advance War leikurinn til að krýna Nintendo DS vélina. Fyrri leikirnir tveir komu á Game Boy Advance og má segja að þeir hafi slegið strax í gegn, það sama er hægt að segja um Dual Strike. AW:DS er líklega ekki bara besti AW leikurinn í seríunni, heldur einnig einn af þeim bestu leikjum sem er fáanlegur á Nintendo DS.
Færslan yfir á DS hefur gengið mjög vel, leikurinn er mun betri en fyrri leikirnir í GBA. Hér um nýtt efni að ræða en Dual Strike tekur við þar sem Advance Wars 2 endar. Nýjungarnar eru ekki rosalega miklar og þess vegna verður Dual Strike ekki sama “æðið” og serían var þegar hún kom upprunalega á GBA en samt sem áður er þetta frábær viðbót í frábæra seríu.
Advance Wars: Dual Strike er turn-based herkænskuleikur sem gengur nokkuð hratt fyrir sig. Þú og andstæðingur þinn skiptist á að færa menn ykkar, gera áras á hvorn annan og taka yfir ýmsar byggingar sem hjálpa þér en fremur við að sigra. Einnig getur þú tekið yfir höfuðstöðvum óvinarins til að ná sigri. Til að ná þessum takmörkum hefurðu ýmis tæki og tól þér við hönd. Má þar nefna skriðdreka, venjulega infantry’s, skip, kafbáta og flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum. Hér þarf að stilla mönnum sínum upp rétt og velja næsta skref varlega ef sigrast skal á andstæðingnum. Leikurinn er fullkomnlega “balanced” og þess vegna ertu vís til að þurfa nota alla units á einhverjum punkti í leiknum, og þú þarft að nota þá rétt.
Ekki má gleyma öllum COs í leiknum. Það má segja að þú sért þeir, þ.e.a.s. þú spilar með þeim. Einnig muntu nota svokallaða “CO Powers” sem eru mismunandi eftir hvaða CO þú notar. Að kunna að velja og nýta sér CO’ana sína getur munað um allt í leiknum. Einnig bíður Advance Wars:
Dual Strike uppá nýjan möguleika, sem heitir einfaldlega Dual Strike. Það gengur þannig fyrir sig að stundum getur þú notað tvo COs í einu. Þá geturðu látið þá skiptast á Turnum og þannig hlaðað upp orku fyrir þá báða. Þegar orka beggja fyllast geturðu notfært þér þennan möguleika Dual Strike. Þá muntu gera tvisvar í röð, einu sinni með hverjum CO og þeir munu einnig hafa virka “Super Power” sína þegar þú gerir með þeim. Einnig þegar þú vinnur orustu munu þeir CO’ar sem þú notaðir fá “Experience Points” (reynslu stig) og eftir að ná vissum fjölda komast þeir upp um “level” eða semsagt verða “Promoted” í “Ranks” og getur þú þá valið um ýmis “skills” sem geta bætt vörn manna þinna, árásar kraft eða heppni. Þess má geta að nokkrir af gömlu CO’unum úr fyrri leikjum mæta hér aftur til leiks en einnig eru margir nýjir komnir.
Einnig munt þú geta spilað á tvem frontum nokkrum sinnum. Þá munt þú spila á báðum skjáunum, s.s. 2 bardagar í einu. Bardaginn á neðri skjánum mun alltaf skipta mestu máli því að ef þú tapar á þeim efri tapar þú ekki alveg allri orrustunni. Einfaldlega þegar annað liðið vinnur efri frontinn þá fer CO’inn niður og þá getur þú notað þá báða í einu, og á endanum notað Dual Strike möguleikann.
Campaign’ið í leiknum býður uppá nýjan söguþráð. Hér þarft þú að hjálpa forystu mönnum “The Allied Nations” að koma í veg fyrir illu ráðabruggi “The Black Hole Army”. Leikurinn hefur samtals 28 borð en nokkur af þeim eru svona “Secret Missions” sem þýðir að þú þarft að gera eitthvað sérstakt í borðinu á undan til að geta spilað í þessum auka borðum. Leikurinn tekur rólega af stað og þeir sem hafa spilað fyrri leikina eiga eftir að fara auðveldlega í gegnum fyrstu borðin, en leikurinn verður hinsvegar mun erfiðari seinna meir. Einnig getur þú spilað leikinn aftur í “Hard” þegar þú hefur unnið hann í fyrsta sinn.
Advance Wars: Dual Strike býður einnig uppá aðra spilunar möguleika, t.d War Room, Survial Mode, Versus Mode og svo Combat. Einnig geta allt að 8 manns spilað saman þó að aðeins einn aðili eigi leikinn.
Eins og hefur verið tekið fram áður þá tekur Advance Wars: Dual Strike mikið frá fyrri leikjum seríunnar, samt hefur leikurinn fengið ferskt útlit og margar nýjungar eru einnig til staðar. Það er alveg heill hellingur af efni sem hægt er að “unlocka” og ætti því leikurinn að endast þér í þó nokkra tíma. Jafnvel þótt þú hafir ekki prófað fyrri leiki seríunar er Advance Wars: Dual Strike frábær staður til að byrja. Þetta er einfaldlega leikur sem allir DS eigendur ættu að hafa gaman af.