Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots Já, það er komið að því. Við höfum fengið fyrstu almennilegu upplýsingarnar um næsta leikinn í einhverji dáðustu leikjaseríu allra tíma. Á TGS leikjasýningunni í Tokýó var sýndur magnaður trailer sem var með sömu grafíkina og leikurinn mun hafa og ýmsar upplýsingar komu fram, ég ætla að fara yfir þetta hér í greininni því fáir vita af þessu og vonandi skapast einhverjar umræður um leikinn.

Það sem vekur kannski fyrst athygli þegar maður sér úr leiknum (fyrir utan ótrúlegu grafíkina) er að Snake er gamall karl í þessum leik. Þessi leikur gerist framtíðinni, það er alveg klárt enda kemur fram í trailernum að þetta sé “X years after Big Shell (atburðina í MGS2)” og er því ekki rétt að álykta að þetta sé Solid Snake orðinn gamall? Kannski, kannski ekki. Otacon er ekki eins gamall þarna sem er frekar skrítið. Þýðir þetta að Snake eldist svona fljótt? Það finnst mér líklegasta skýringin. Það gæti haft eitthvað með genameðferðina hans að gera. Hann fær ekki að lifa venjulegu lífi.

Snake er með eitthvað fyrir vinstra auganu í þessum leik. Þetta er tæki sem gerir honum kleyft að sjá eins og Metal Gear gerir. Þýðir þetta að maður geti stjórnað MG? Aldrei að vita. En svo er náttúrulega önnur ástæða fyrir því að þetta er fyrir auganu á honum, Kojima vill ekki að við komumst að því að þetta sé 100% Solid Snake strax. Hann vill hafa þann möguleika opinn í huga okkar að þetta sé Big Boss, en hann er eineygður. Gæti þetta verið Big Boss endurlífgaður. Hann sprautaði einhverju í sig í trailernum, er þetta eitthvað til að halda sér gangandi? Það eru óteljandi kenningar um þetta á spjallrásum á netinu og maður verður bara að bíða til að komast að því sanna.

Kojima hefur sagt að Raiden verði líka í þessum leik. Nú andvarpa örugglega Raiden hatararnir en þið þurfið ekki að örænta því hann er ekki aðal persónan í þessum leik. Auk þess er hann núna orðinn mikið harðari eftir reynslu sína úr bardögum. Hann verður víst nánast óþekkjanlegur. Eins og við fengum að sjá fyrir nokkru síðan á “artworki” sem gefið var út með myndum af karakterum leiksins verður Meryl þarna líka auk Vamp, Ocelot/Liquid og Naomi.

Umhverfið í leiknum verður stríðshrjáð borg sem hefur greinilega þurft að þola bardaga í mörg ár. Þetta gæti verið einhver myrk framtíðarsýn. Liquid sem slapp með Arsenal Gear í enda MGS2 er kannski búinn að rústa öllu og fer með heri sína um svæðin og maður fær það verkefni að stöðva hann. Ég veit það ekki.

Í byrjun trailersins var sýnt úr gameplayi í fyrstu persónu. Og upp komu stafirnir; Forget Pre-rendered Stuff Þá fór maður að hugsa “verður leikurinn í fyrstu persónu?!”. En þá kemur skot sem sýnir að þetta var bara einhver venjulegur hermaður sem var með þessa byssu og Snake kemur að honum, kastar honum í jörðina og tekur byssuna og þá komu upp stafir á skjáinn þar sem stóð “This is not FPS, this is MGS”. Þetta var semsagt bara eitthvað grín, verið að gera grín af Killzone 2 vitleysunni. Þessir Japanir…

Nú höfum við allavega fengið að vita hvernig leikurinn lítur út og smá grunnupplýsingar um hann og má vænta þess að fleiri hlutir komi í ljós á næstunni. Fyrir þá sem vissu það ekki mun MGS4 eingöngu koma út á PS3 og verður það vonandi stuttu eftir að tölvan kemur á markaðinn.

Linkar:
Skannaðar blaðsíður úr Famitsu tölvuleikjablaðinu
Trailerinn
Official síðan
Screenshots