Challange of the Gods Ég er búinn að vinna leikinn God of War og var núna að vinna Challange of the Gods sem er frekar erfitt. En mér datt í hug að skrifa hér fyrir þá sem eru fastir í þessu hvernig er gott að vinna þetta. (Þetta er fyrir PS2)

Challange 1
Hér birtast hermenn með skildi og það þarf að ýta 10 hermönnum niður af hringnum sem slagsmálin eru á og það má ekki drepa neinn þeirra.
Það sem er best að gera er að ná í Stóra sverðið (halda inni L1 og ýta á R1) og ýta óvinunum útaf með R1. Ætti ekki að taka langan tíma.


Challange 2
Núna eru 4 stórir hringir og á milli hvers og eins palls eru tveir litlir hringir með Bogamönnum. Pöllunum er raðað í hring.
Maður hefur 2 mínútur til að drepa alla bogamennina og hermennina en Harpies(flugdýrin) eru bara til að pirra mann.
Það er best að byrja strax á að gera tvöfalt hopp (x og aftur x) og í loftinu halda inni L1 og líka O til þess að hlammi sverðunum í jörðina og það komi stór eldhringur. Þegar það er búið þá hakkar maður bara restina og fer til vinstri á lítinn hring og drepur bogamanninn og á næsta og gerir það sama og fer svo á stóran hring og hoppar og gerir L1+O og hakkar restina og fer svo á næstu 2 litlu hringina og drepur og núna ertu á 3. hringnum og gerir L1+O og notar
Army of Hades (upp á örvatökkunum og svo L2) og þegar herinn er búinn að drepa restina þá ferðu á næstu litlu hringina til þess að komast á þann sem þú byrjaðir á og þar mun her Hades halda áfram að berjast en á meðan hann er að því er gott að nota Rage of the Gods (R3+L3) og þá er maður með endalausan galdur og þá hakkar maður kallana og getur kallað aftur á herinn og þá er maður búinn. En maður þarf að passa sig vegna þess að þegar maður er á síðasta hringnum þá er oft einn í viðbót þegar manni sýnist allir vera búnir. Þetta var eitt af erfiðustu challengunum.

Challenge 3
Brjóta slatta af vösum á 20 sekúndum. Hljómar auðveldara en það er.
Það þarf bara réttu tæknina sem er byrja á að brjóta með því að ýta aftur og aftur á R1 og reyna að hafa síðustu vasana dáltið þétt saman svo að það sé hægt að gera L1+O og brjóta restina.

Challange 4
Endalaus tími. Fjórir Mínotárár og slatti af hermönnum. Hér á að drepa Mínotárana en ekki hermennina. Það má ekki drepa neinn hermann.
Það koma bara tveir mínotárar í einu, einn deyr og annar birtist. Málið er einfalt. Kastaðu mínotárnum í loftið með því að halda inni þríhyrning og þegar mínotárinn og Kratos eru í loftinu skaltu kasta mínotárnum í jörðina aftur og aftur með því að ýta á O aftur og aftur.


Challange 5
Þú ert í hring með einum af þessum stóru lásbogum og svo er hannar hringur langt frá með 6 óvinum og 3 góðum hermönnum. Það á að skjóta alla óvinina en ekki neinn góðan hermann.
Ég er ekki með neina tækni fyrir þetta nema bara miða þetta vel út.


Challange 6
Þú byrjar í stórum hring og langt frá er annar stór hringur, í miðjuna á þeim hring þarftu að komast en á milli þeirra eru sirka 6-7 litlir hringir sem eru á hreyfingu og á 3 þeirra eru bogamenn. Maður þarf að hoppa á næsta hring og næst o.s.frv. en óvinirnir eru vandinn en til þess redda því er gott að kasta óvininum í þann næsta (O til að taka óvininn og kasta með því að ýta á kassa), þegar Kratos hefur tekið hermanninn upp þá ætti að birtast blá og gegnsæ súla á næsta óvini vegna þess að það er hann sem hermanninum sem þú heldur á verður kastað í.


Challange 7
Slatti af hermönnum og tveir mínotárar. Þú átt að drepa þá án þess að meiðast. Einfalt. X+X og svo L1+O eins oft og þú getur.

Challange 8
Alveg eins og nr.7 nema núna er shitload af gorgónum (snákakonurnar) og hermönnum og þú mátt meiðast. Gerðu það sama og í nr 7 en ef gorgónurnar fara að reyna að breyta þér í stein skaltu rúlla frá (með hægri stýripinna) eins og brjálaður. Gæti tekið dáltinn tíma.


Challange 9
Nokkrir satýrar og einn kýklópur í einu. Markmiðið er að drepa 4 kýklópa. Hjá mér var alltaf stutt í að hægt sé að nota Rage of the Gods þarna þannig að það þarf bara að meiða óvini nógu mikið til að fá það og þetta er í rauninni ekkert mál. Auðveldara ef maður notar gladrana sparlega og best er að nota
Poseidons Rage (hægri örvatakki og svo L2).

Challange 10
Þrír litlir hringir. Þú byrjar á einum og á næsta eru þrír Kerberos hvolpar (hvolparnir sem breytast í þríhöfða hunda) og 2 satýrar og það mun alltaf birtast aftur og aftur, langt fyrir ofan er er tómur hringur. Þú þarft að komast á efsta hringinn með því að láta þann með óvinunum svífa og hann svífur bara ef þú drepur. Besta tricksið er að halda inni L1 og ýta á X og gera það aftur þegar Kratos of óvinurinn eru í loftinu.
Þetta er eiginlega erfiðasta þrautin.




Ef þú nærð þessu færðu fleiri búninga fyrir Kratos sem þú getur sótt þegar þú gerir New Game.

Fyrir þá sem vilja vita þá eru búningarnir þessir:

Venjulegur

Kokkur

Kafari

Businessmaður

Beljubúingur

Brynjan hans Ares.



Vonandi hefur þetta hjálpað þeim sem eru fastir í þessu.