Tekken 5 King of Iron Fist Góðan daginn allir tölvuleikjaspilendur ungir sem aldnir.

Ég og félagi minn ætlum að fjalla um Tekken 5, við ætlum að fjalla um Top Tier listann niður í Low Tier listann og útskýra hvernig hann virkar. Og nýja hluti sem voru ekki í fyrri leikjunum t.d. double tap sidestep úr crounch, devil within, juggle damage.

Tier Listinn

Tier listinn segir hverjir hafa besta frame data-ið í leiknum, frame data er hraði og cooldown á trickunum sem maður gerir sem sagt frame ákveður hvort trickið sé safe eða ekki. Því minni frame því betra.

Eins og sem dæmi, þá er Steve með minnsta frame af öllum character-unum sem gerir hann hraðastan og mest safe.

Hérna kemur Tier Listinn, því hærra Tier því betra.

Top Tier:

Steve, Bryan, Nina.

Top Mid Tier:

Raven, Feng, Law, Heihachi, Ganryu, Paul, Devil Jin.

Mid Tier:

Kazuya, Jin, Christie, Ling, Julia, Marduk, Hworang, Baek, Bruce, Roger Jr, Anna.

Low Tier:

King, Lee, Asuka, Yoshimitsu, Jack, Wang.

Low Low Tier:

Lei , Kuma.

Þótt þú sért með Top Tier þýðir ekki að þú vinnur low low tier það fer allt eftir spilaranum, spilið hann sem þið viljið spila ekki fara eftir top tier nema þið viljið.

Frame Data

Frame er hve margir gluggar á sek kemur á skjáinn, eins og jab með Ninu er 8 frame án þess að ýta áfram með, og á 1 sek er 60 frame.

Tekken notar ekki sek sem tíma heldur frame data til að reikna tímann, því leikurinn gengur svo hratt.

Cooldown

Cooldown er laggið sem kemur eftir hvert trick á þessum litla tíma getur hinn gert eitthvað ákveðið trick, eins og ef Jin kemur með 12 frame spark og hinn ver það getur hinn komið með trick sem er UNDIR 12 frames og meitt Jin.

Sidestep úr crounch

Þetta trick er mjög lítið notað en með sumum characterum er þetta mjög hættulegt.

Til þess að læra þetta þarftu bara að gera Low trick eins og d+4 ( niður kúla á sama tíma ) svo beint eftir það ýta u,u ( upp upp ) ég næ næstum aldrei niður niður ég veit ekki afhverju en það er örugglega erfiðara, prófið upp upp í staðinn.

Devil Within

Persónulega fannst mér að þeir gáttu bara sleppt þessu þetta er aðeins skemmtilegra en Tekken Force sem var hundleiðinlegt.

Þetta er mini game þar sem Jin lærir um fortíð sína í 3D og breyttum tökkum (næstum ekkert líkt sjálfum tekken leiknum)það er saga í þessu og allt.

Og maður mun sjá True Ogre í þessu leiðinlega mini game-i.

Juggle Damage

Í Tekken leikja seríunni er hægt að juggle-a, það þýðir einfaldlega að halda óvininum á lofti með ákveðnum trickum og meiða hann sem mest.

Til að byrja Juggle þarftu að gera trick sem liftir óvininum upp í loftið.

Í Tekken 3 og TTT var 100% juggle damage sem sagt maður fékk alltaf fullt dmg (ég veit ekki alveg hve hátt juggle dmg var í T1 og T2).

Í Tekken 4 var juggle damage-ið í 2 hitti tekur hann 80% og restinni 40% í Tekken 5 var því breytt í 2 högg fær óvinurinn 70% svo er restinn 50%.

Loka Orð

Í Tekken 5 er Tekken 1,2 & 3 allir í leiknum sjálfum að tilefni 10 afmæli síðan Tekken 1 kom út.

Í þessum leik er líka FYRSTI ÓSPILANDI endakallinn.

Ég og vinur minn ætlum að skrifa hér nokkur juggles(svona medium erfið) hérna sem þið getið prófað þið farið á
www.tekkenzaibatsu.com og LEGEND til að lesa úr þeim.

Nina: d/f+2,d/f+1,d/f+1,2,d/f+1,2,u/f+1 eða getur endað með hraðari u/f+1 sem er u/f~1 ( Danni )

Bryan: d/f+3, f/u+3, 1,2,4. (Óli)

Heihachi: f,f,2, f+1,b+2,1 (Óli)

Ég og Óli höfum ákveðið að gera líka Tekken 5 Juggle myndband, örugglega það fyrsta á Íslandi. Við munum senda aðra grein hingað inn á þetta áhugamál sem mun hafa url á okkar Tekken 5 myndbandi, og hvernig maður gerir trickin.
Vonandi hefur þetta hjálpað ykkur Tekken 5 spilendum, byrjendum sem og langt komnum. Takk fyrir okkur, og endilega commentið á greinina.