Eins og margir vita þá er Nintendo ekki mikið að pæla í grafíkinni ólíkt Playstation. Xbox er mikið líka í grafíkinni en held ég er mest í “moddable” dæminu. Það sem Nintendo er að pæla í er einfaldlega eitthvað nýtt… eitthvað byltingarkennt og miðað við hvað þeir gerðu við Nintendo DS þá er ég mjög bjartsýnn að Revolution eigi eftir að verða brjálæðisleg.
Revolution er lítil og kassaleg og að mínu mati minnir mig á örlitla, slípaða Playstation 2 tölvu nema með meiri klassa. Tölvan getur bæði staðið á hlið eða lárétt eins og er víst staðall í þessari kynslóð tölva þökk sé PS2. Tölvan mun hafa þráðlausa stýripinna en þó sýnist mér að stýripinnar með snúrum sé líka til þar sem ég sé 4 tengi á hlið tölvunar sem mér sýnist vera fyrir stýripinna. Tölvan hefur þar líka á sömu hlið SD memory slot (tvö sýnist mér) og mér minnir endilega að ég hafi lesið einhverstaðar að það verði USB tengi á henni líka.
Það sem mér finnst flottast við þessa tölvu að hún mun geta spilað Gamecube diska jafnt og Revolution diska, og verður hægt að kaupa viðbót við hana til að spila DVD diska. En rúsínan í pylsuendanum er þó það að það verður hægt að downloada gömlum NES/SNES/N64 leikjum til að spila í henni. Semsagt, hún er eiginlega algjörlega Semi-backward compatible á allar console tölvur Nintendo. Nintendo mun bjóða upp á Wi-Fi og fría leikjaþjónustu líkt og Xbox Live (fyrir utan það að live kostar) og þar verður hægt að downloada gömlum leikjum til dæmis.
En það flottasta við Revolution hefur ei verið kynnt, en það eru stýripinnarnir og er búist við einhverju rosalega byltingarkenndu og er ég mjög jákvæður að nintendo á eftir að kynna eitthvað rosalegt þótt ég mæli með því að fólk sé ekkert að gera upp rosalegar vonir fyrir þetta, ekkert skemmtilegt að verða fyrir vonbrigðum.
The specs: The system boasts 512 megabytes of internal flash memory, wireless controllers, two USB 2.0 ports and built-in Wi-Fi access. A worldwide network of Nintendo players can gather to compete in a comfortable, inviting environment. Revolution’s technological heart, a processing chip developed with IBM and code-named “Broadway,” and a graphics chip set from ATI code-named “Hollywood,” will deliver game experiences not previously possible.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson