Star Wars Episode III: Revenge of the Sith Star wars Episode III: Revenge of the sith kom út 4 mai síðastliðinn í usa…ég hef aðeins prófað xbox versionið, hin versionin eru svipuð…leikurinn býður ekki uppá netspilun en það geta verið 2 að spila leikinn þá í versus mode (keppa við hvorn annan) eða cooperative (spila í gegnum söguþráðinn saman)..

Spilun
Þú spilar annað hvort anakin eða obi-wan í þessum starwars leik og svo eftir hvert borð færðu stig sem þú getur notað til að uppfæra jediinn…
Það eru fullt af lightsaber trickum í þessum leik, veit ekki hversu mörg en öruglega yfir 100. Svo eru það force powerinn sem ég er ekki nógu ánægður með þau hefðu mátt vera fleiri eina sem hægt er að gera er að halda óvinunum uppi og ýta óvinum í burtu (sem er þægilegt til að taka nokkur vélmenni niður í einu) og svo þegar það þarf þá er hægt að færa hluti og það var mjög augljóst þegar það á að gera… Stýringinn er mjög þægileg nema sjónarhornið getur verið dáldið óþægilegt stundum, t.d þegar maður er að hlaupa á móti camerunni og þá sér maður ekkert hvar óvininir eru og maður þarf bara að hlaupa áfram og halda L inni (vörn)…leikurinn er frekar stuttur en það eru 17 borð, sem eru frekar stutt og 5 bónusboð og svo einhver duel arena…í bónusborðunum er hægt að spila mismunandi jedi-a sem maður hefur rekist á í gegnum leikinn..t.d er hægt að spila yoda sem er snilld hann sýnir sömu takta og í star wars episode II: attack of the clones þegar hann var bara eins og skopparabolti, svo er líka hægt að spila sem svarthöfði…og í duel arena er hægt að spila við vonda jedia, sem maður hefur þurft að keppa við áður í leiknum, aftur eða kept við vin þinn…
Ég gef spiluninni 9 af 10 mögulegum…

Graffík
Graffíkinn er bara nokkuð venjuleg leikjatölvu graffík en samt ekki sú besta sem til er á leikjatölvunar…
Ég gef graffík 9.5 af 10 mögulegum…

Hljóð
hljóðið er bara svona venjulegt ekki neitt mikið gert úr því og tónlistin er bara þessi venjulega star wars tónlist…(sinfónía og læti)
Ég gef hljóðinu 9.3 af 10 mögulegum…

Lokaeinkunn 9.5 af 10 (ekki meðaltal)…

Ég mæli eindreigið með þessum leik ekki bara fyrir star wars nörda heldur bara alla sem hafa gaman af góðum action leik…Leikurinn er kominn út fyrir Xbox, PlayStation 2, GBA, PSP og DS…
svo má ekki gleyma að leikurinn inniheldur nokkur video úr myndinni sjálfri sem aldrei hafa verið séð áður og það er ekki lítið af þeim videoum, og það er hægt að skoða þau aftur og aftur eftir að þú ert búinn að vinna þér inn videoið…

©Árni Fannar :P