Það er alveg ótrúlegt að það virðist nánast vera undantekninging ef þessum jólasveinum í BO tekst að koma leikjum í búðir á réttum tíma. Nú er næstum mánuður liðinn frá því að Resident Evil 4, leikur sem ég hef beðið eftir í svona 2 ár, kom út og ekkert bólar á honum. Ég veit að BO eru að koma sökinni á “Bergsala” (hvað sem það nú er) en ég get allavega nokkurn vegin bókað að ef RE4 væri PS2 leikur hefði hann komið sama dag og annars staðar í evrópu. Þó að það megi segja margt slæmt um BT mega þeir eiga það að ég held að ég hafi bara einu sinni lent í því á ævinni að PS2 leikur kom ekki í BT á sama tíma hingað og annars staðar í evrópu. Og þá skeikaði bara örfáum dögum. BT kunna greinilega sitt fag, þetta eru alvöru viðskiptamenn.
Ormsson eru skítlegir þegar kemur að Gamecube leikjum þó að þeir hafi umboð fyrir Nintendo. Þeir selja margra ára leiki á hátt upp í 8.000 krónur og eru með Players Choice leiki, sem eiga að vera á hálfvirði (virka svipað og Platinum á PS2, sem kosta 3.000 kall í BT) á fullu verði. Úrvalið þeirra er líka hlægilegt, ég held að ég eigi fleiri leiki heima hjá mér en eru til í búðunum þeirra.
Ég veit að ég og aðrir Gamecube eigendur erum verulega fúlir út í þessa vægast sagt ömurlegu viðskiptahætti. Þess vegna legg ég til að Ormsson systurnar haldi sig bara við það að selja þvottavélar og láti BT fá umboðið fyrir Nintendo.