Afhverju eru ekki allir búnir að kaupa sér Nintendo Doublescreen ?
Nintendo Ds kom út í byrjun mars og er buin að vera á hlægilegu verði í Bt eða á 9999 kr.
Tölvan er mjög öflug og höndlar grafík sem er mjög svipuð ef ekki örlítið betri en í Nintendo 64.
Takkarnir á henni eru þeir sömu og á gömlu góðu Super Nintendo fjarstýringunni. Semsagt A, B, Y, X
Auk hliðartakka L og R.
Eins og nafnið á tölvunni gefur til kynna er hún útbúin tvem skjám og er neðri skjárinn snertiskjár sem er mjög skemmtilegur fítus sem bíður uppá marga möguleika.
Á tölvunni er einnig innbyggður Mic sem á að vera hægt að nota í sumum leikjum.
Og þá kem ég að því sem mér finnst vera eitt hvað flottast og nytsamlegast við Nintendo Ds þ.a.e.s Wireless Lan play möguleikann ! Þetta er bara algjör snilld. Hægt er að spila á móti öðrum Nintendo Ds eigendum í innan við 20 metra fjarlægð þráðlaust!
Ég og vinir mínir erum búnir að vera að spila multiplayer í Metroid Prime demoinu sem fylgir með öllum Nintendo Ds tölvum. Og verð ég að segja að aldrei hef ég skemmt mér eins mikið í lófatölvu.
Einnig er innbyggt í Nintendo Ds Chat forrit (Pictochat) þar sem eru 4 chatrásir þar sem 16 komast inná hverja. Þannig getur maður chattað og teiknað myndir á snertiskjáinn með pennanum (stylus) sem fylgir með. Við allt að 64 manneskjur innan við 20 metra radíus :)
Í Nintendo Ds er Lthium rafhlaða sem á endast í um 6 tíma spilun og síðan hleðst hún líkt og gemsarafhlaða. Sem er mun þægilegra en að þurfa alltaf að vera að kaupa helvítis batterí annan hvern dag.
Nintendo Ds spilar bæði Nintendo Ds leiki og Gameboy Advance leiki. Og eru margir gamlir classic Nin64 leikir sem munu koma út í hana ásamt nýjum leikjum að sjálfsögðu.
Endilega mæli með að sem flestir kaupi sér þessa lófatölvu því hún er ekki lík neinu öðru sem komið hefur út fram að þessu og er á mjög góðu verði. Snilld.