Jæja, ég fékk lánaða digitalmyndavél litlu systur og fór all out í að taka myndir. Ég nýtti tækifærið á meðan kærastan fór í heimsókn til foreldrana og tók út allt (eða langmest) af leikjatölvudótinu mínu og smellti fyrir framan sjónvarpið, sjálfum mér og öðrum til skemmtunar.
Athugið að stóru myndir eru teknar í 2048x1536 svo nördar geti betur skoðað það sem fyrir augu ber.
Þetta eru myndir teknar af konsólnörda, fyrir konsólnörda :)
Þær litlu er 640x480.
Mynd 1 stór.
Mynd 1 lítil
Stýripinnar og þvíumlíkt séð að framan.
Á myndinni má meðal annars sjá 2 Gamecube stýripinna, tvo n64 stýripinna, 3 sega master system stýripinna, fjórir Nintendo entertainment system stýripinnar, tvo sega mega drive stýripinna (annan 6 takka, hin 3 takka), tvær dreamcast lightgunbyssur, þrjú dreamcast minniskort, tvo dreamcast stýripinna, eitt dreamcast vga tengi og dreamcast lyklaborð og dreamcast mús.
Mynd 2 lítil
mynd 2 stór
Hér bera fyrir augu nokkrir sega mega drive leikir, einn sega master system leikur (strider við hliðina á sjónvarpinu vinstra megin), tvær Sega mega drive 2 tölvur (önnur með sonic 2 í Sonic & Knuckles stykkinu) og ein master system 2 (með fyrrnefndum Strider). Þar fyrir ofan er ein Nintendo 64 tölva með Expansion Pakstykkinu innbyggðu, en hægra megin við hana eru tvær Nintendo Entertainment System tölvur. Á milli n64 og nes tölvanna er mortal kombat 3 fyrir snes sem ég nældi í einhverstaðar fyrir hálfgerð mistök. Ofan á NES tölvunum er síðan gamegeniestykki með Super Mario 3 tengdu.
Ef einhver á game genie bækling sem hann vill losa sig við má hafa samband ;)
Vinstra megin við NES tölvurnar er önnur dreamcasttölva heimilisins, hin er á heimili foreldra minna. Fyrir ofan nesin í sjónvarpsskápnum er síðan annars vegar græn n64 tölva (sans expansion pak) og svört Nintendo Gamecube. Víð og dreif í kringum sjónvarpið eru nintendo 64 leikir og einn sega mega drive leikur. Vinstra megin við sjónvarpið eru síðan tvö samba de amigo stykki fyrir dreamcast tölvuna, en þau hafa fyrir löngu gert heimili mitt að griðarstað fyrir djammþyrsta vini mína sem hafa fyrir löngu hætt að vera feimnir við þessa maskínu :P
Efst á sjónvarpinu trónir síðan Sonic Adventure 2 Birthday packinn, en hann er til sölu (sjá Til Sölu/Vantar korkinn). Svo eru gamecube og nesleikir þarna einhverstaðar í nágrenninu.
Að lokum er það mynd 3 - Stór & lítil. Hér má sjá flesta dreamcastleikina, fyrir utan þá sem eru skrifaðir.
Annars er þetta listinn yfir dreamcastleikina eins og það var í júlí á þessu ári, hef ekki enn uppfært hann :/ -
1. Chu Chu Rocket
2.Dead or Alive 2
3. Dynamite Cop
4. Ecco The Dolphin: Defender of the Future
5. Ferrari f355 Passione Rosa
6. Fighting Vipers 2
7. Fur Fighters
8. Gauntlet Legends
9. House of The Dead 2
10. Incoming
11.Jet Set Radio
12. Legacy of Kain: Soul Reaver
13. Marvel vs Capcom 2
14. MDK 2
15. MSR - Metropolis Street Racer (tvö eintök)
16. Mortal Kombat Gold
17. (The) Nomad Soul
18. Pod 2
19. Power Stone 2
20. Quake 3 arena
19. Resident Evil 2
20. Resident Evil 3: Nemesis
21. Resident Evil: Code Veronica
22. Ready 2 Rumble boxing: Round 2
23. Ultimate Fighting Championship
24. Samba De Amigo (allt heila klabbið!)
25. San Francisco Rush 2049
26. Sega Extreme Sports
27. Shadow Man
28. Shenmue 1
29. Skies of Arcadia.
30. Sonic Adventure 1
31. Sonic Adventure 2 Birthday pack
32. Soul Calibur
33. Space Channel 5
34. Tokyo Highway Challenge
35. Tony Hawk's Pro Skater 2
36. Trickstyle
37. V-Rally
38. Virtua Fighter 3tb
39. Virtua Tennis
40. Worms Armageddon
41. Rayman 2
42. Zombies Revenge
En já, ég vona að þetta kveiki innri nördamóðinn í ykkur. Ég veit það fyrir víst að ég er ekki með nándar stærsta safnið hér á áhugamálinu og skora því á sem flesta að fylgja fordæmi mínu og grobba sig smá. Enda er söfnunarleikurinn til þess gerður!