Fór í gær, keypti gripinn og varð ekki fyrir vonbrigðum við fyrstu sýn, enda varla hægt að verða óánægður með Halo 2 ef maður fílaði fyrri leikinn. Nú er bara að vona að það verði annað “Assault on the control room” ;-)
Það sem er gott:
Farartækin eru skemmtilegri og það er gaman að fylgjast með þeim hrynja í sundur. Ghost og Banshee eru mun skemmtilegri eftir að afterburnerinn kom. Banshee-inn getur rúllað sér til hliðar og tekið lúppur, en það getur verið mjög hentugt til þess að víkja frá skotum.
Ég fékk næstum úr honum þegar ég prófaði fyrst að vera með Sub-Machine Gun og Plasma Pistol combo :-D
Betri physics, kassar skoppa t.d. um ef þeir verða fyrir sprengingum.
Greinilega bætt gervigreind, óvinirnir virðast nota umhverfið betur.
Ekki ennþá tekist að drepa Huntera með einu skoti úr skammbyssu (var soldið svekkjandi þegar ég fattaði hvernig það var hægt)
Allt sem gerði Halo góðan er ennþá til staðar.
Það sem er slæmt:
Eitt leiðindamál með grafíkina; hlutir eiga það til að virðast flatir þangað til maður kemur alveg upp að þeim.
Borðin geta verið frekar langdregin; maður lendir ennþá í göngum sem ætla engan endi að taka. Vona bara að Bungie hafi fattað að Library hafi verið slæmur hlutur ;-)
Cut-scenes eru frekar langir, þó þeir séu ekki leiðinlegir.
Þetta er það sem ég tek eftir við fyrstu sýn, hvað finnst ykkur??