Í minningu Wilhelms Einn af duglegustu notendum þessa áhugamáls er farinn yfir móðuna miklu.

Wilhelm Magnús Alexandersson Olbrich lést af slysförum þann 4. september og mun útför hans fara fram á morgun, þriðjudaginn 14. september, frá Grensáskirkju kl. 13:30.

Hann fæddist í Þýskalandi en hefur komið við á mörgum stöðum. Má þar nefna að hann hefur einnig búið í Japan, Grikklandi og Hollandi, ásamt Íslandi.

Á síðu hans hjá Kennaraháskólanum skrifaði hann að hann væri á öðru ári af þremur í Bachelors of Education leikskólakennaranámi. Hann hafði lokið við International Baccalaureate Certificate og High School Diploma gráður. Hann var bekkjarformaður í eitt ár og æfði meðal annars körfubolta, en hann ferðaðist til landa eins og Lúxemborgar og Belgíu til að taka þátt í mótum. Hann var í tölvuklúbbnum og vann til verðlauna í menntaskóla fyrir bestu heimasíðuna. Lokaritgerð hans var um Information Technology in a Global Society og fékk hann verðlaun fyrir hana. Hann var um skeið söngvari í rokkhljómsveit sem bar nafnið Zero the Hero. Hans uppáhalds áhugamál voru tölvuleikirnir, tónlist, fara á tónleika og var hann mikill kvikmyndaáhugamaður. Einnig hafði hann mikla unun af því að ferðast til Asíu. Hann hafði um skeið áhuga á að fara til Bandaríkjanna til að læra leikjaforritun.

Hér að neðan má sjá hans eigin skrif um leikjatölvuferil sinn sem ég tók af Kasmír síðunni hans:

—–

Þegar ég var 10 ára gamall flutti ég til Íslands og kynntist nýjum vin sem var rosalega mikið að spila NES. Hann átti alveg helling af leikjum, og meðal þeirra eftirminnilegustu leikja má nefna Turtles. Svo ári seinna fékk hann Sega Mega Drive í gjöf og ég mun aldrei gleyma þessum degi. Við spiluðum Streets of Rage, Golden Axe, Shinobi og Sonic the Hedgehog alla helgina og þetta var orðið það skemmtilegasta í heiminum í mínum augum. Leikirnir sem ég spilaði mest með honum voru Mortal Kombat 2, Street Fighter 2, Sonic 3 og Streets of Rage 2.

Auðvitað varð ég líka að fá mér leikjatölvu. Ég pantaði ég Sega Master System II að utan, án þess að gera mér grein fyrir því að þetta væri úrelt talva. Leikurinn Sonic Chaos var samt skemmtilegur í nokkurn tíma. Svo fór ég til Bandaríkjanna og keypti mér Sega Genesis með 11 leikjum sem er ameríska útgáfan á Mega Drive. Ég fattaði þá ekki að það var ekki hægt að spila evrópska leiki í tölvuna, þannig að eftir að ég keypti þessa 11 leiki hef ég ekki fengið nýjan leik í tölvuna.

Árið 1996 fór ég til London og þar keypti ég mér Sega Saturn. Ég spilaði leikina Tomb Raider og Quake mikið, en eftir nokkurn tíma var ég orðinn mjög leiður á þessari óhreinni grafík, rosalega löngum loading time og litlu leikjaúrvalinu. Það leiðu tvö ár og þá spilaði ég GoldenEye 007 heima hjá vini mínum og ég var “blown away”. Þetta var ótrúleg grafík á sínum tíma. Ótrúlega frumlegur leikur, EKKERT loading time, engir ljótir geisladiskar og svo var eitthvað tæki sem heitir Rumble Pak sem mér fannst mjög sniðugt. Þetta var eins og að vera kominn í draumaheim. N64 hafði farið fram hjá mér allan þennan tíma.. ég varð að fá mér svoleis tölvu. Mig langaði alltaf í Donkey Kong Country, þannig að ég keypti mér Diddy Kong Racing og VÁÁ! Grafíkin, tónlistin, allt við þennan leik var svo ótrúlega flott og hratt miðað við Saturn leiki. Þetta var dagurinn sem ég varð að tölvuleikjafíkli. Síðan hef ég haft ljúfustu minningarnar. F-Zero X, Banjo-Kazooie, Banjo-Tooie, Ocarina of Time, GoldenEye, Dukem Nukem 64…. þessir leikir voru svo miklu betra en allt annað á markaðinum. Ég vorkenndi PSOne eigendum….. Rare er ótrúlegt fyrirtæki.

Árið 1998 heyrði ég svo um Dreamcast og ég var ótrúlega spenntur fyrir þessari tölvu. Það leið meira en eitt heilt ár þangað til hún kom út í Evrópu. Ég notaði afmælispeninginn til að kaupa hana fyrsta daginn sem hún kom út með Sonic Adventure og Visual Memory Unit. Grafíkin var ótrúleg og ég kláraði leikinn innan við viku. Svo fékk ég mér Official Arcade Stick og Soul Calibur. Þetta var skemmtileg talva en ég gleymi aldrei hversu indælt er að spila Rare leiki. Donkey Kong 64 og Perfect Dark voru svo miklu skemmtilegri leikir en allt sem hafði komið á Dreamcast, fyrir utan einn leik sem ég fékk jólin 2000; Shenmue. Þetta var ótrúlega raunverulegur leikur fyrir sinn tíma. Resident Evil: Code Veronica og Shenmue voru geðveikir leikir en á sama tíma og ég spilaði þessa next-generation tölvu kynntist ég Rare betur og að mínu mati besta tölvuleik allra tíma; Banjo-Tooie. Tónlistin og grafíkin eru snilld. Til dæmis var þetta einn af tvem leikjum sem voru með skugga sem breytast eftir því hvaðan ljósið skýn. Það tók mig 50 klukkutíma að klára leikinn. Það er Rare sem byrjaði tölvuleikjasýki hjá mér.

Ég fékk mér svo PS2 í sumar 2001. Mér fannst ekkert rosalega spennandi á þessari tölvu, en ég keypti hana samt því að það var ekkert af Nintendo64 leikjum að koma út, það var hætt að framleiða Dreamcast leiki og það var langt í að GameCube kæmi út. MGS2 og GT3 voru fínir leikir en ég saknaði Rare leikja. Í Maí 2002 var svo komið að því. GameCube kom loksins út á Íslandi. Ég fékk mér svarta tölvu með Rogue Leader. Svo fékk ég mér Super Mario Sunshine, Star Fox Adventures, Eternal Darkness, Metroid Prime, The Legend of Zelda the Wind Waker, Resident Evil og Skies of Arcadia. Þetta eru allt ótrúlegir leikir og ég gæti ekki lifað án GameCube þótt að fréttirnar bárust til mín um að Microsoft hafi keypt Rare.

Besti dagur æfi minnar var einnig í Maí, þá fór ég í “Game Shop” í Hollandi og sá Shenmue II á Dreamcast upp í hillu. Ég hélt að hann kæmi aðeins á Xbox eftir einhver ár. En ég keypti hann strax og spilaði gömlu Dreamcast tölvuna aftur. Ég sé ekkert eftir því að hafa ekki spilað PSOne eða PC leiki, því ég elska Nintendo og hata loading time. Hjá Nintendo vinnur fólk sem elskar leikjatölvuleiki. Löng ævintýri og sælutilfinningar. Metroid Prime og The Wind Waker eru fullkomin dæmi fyrir því. GameCube er án efa besta leikjatalvan hingað til miðað við hvað hún hefur verið á markaðinum í stuttan tíma.
Það hafa eflaust einhverjir lesið leikjaferil minn undanfarið. Þegar ég las þetta aftur um helgina fannst mér vanta heilmikið og þessi grein gaf alls ekkert í skyn hversu heitt ég elska leikjatölvuleiki. Þessi grein á að koma það í hausinn á ykkur að lífið mitt snýst í kringum tölvuleiki. Var ég til dæmis búinn að nefna að ég ætlaði einu sinni í háskólanám í Bandaríkjunum til að læra að forrita tölvuleiki? Hér fylgir mun ítarlegri viðbótur við minn skemmtilega leikjaferil.

Ég kláraði framhaldsskólanámi í bandarískum menntaskóla í Þýskalandi. Í lokin átti að skrifa 4000-orða lokaritgerð um hvað sem maður vildi. Maður þyrfti bara að tengja það við einhverja námsgrein sem var til. Ég ákvað að kalla hana “Dreamcast vs. PlayStation 2” og tengja hana við Information Technology in a Global Society. Ég las tugi greina á viðskipta- og tölvuleikjasíðum til að koma með rök um þetta og gömlu leikjavélastríðin. Þetta var skemmtilegur tími og ég hafði margar umræður með fólki um ný og gömul leikjavélastríð. Ég var algjör expert í þessu. Það endaði með að ég fékk verðlaun fyrir “Outstanding Achievement in Extended Essay” fyrir þessa skemmtilegu ritgerð. Árið 2001 ætlaði ég í svo í háskólanám sem heitir “Game Design” í Flórída, Bandaríkjunum (www.fullsail.com). Þetta er 14 mánaða nám og kostar um 4 miljónir. Ég var alveg tilbúinn, en svo ákvað ég að það væri ekki þess virði að eyða svona miklum pening og að í raun langi mig alls ekki til Bandaríkjanna. Á þessum tíma var ég einnig að hlusta rosalega mikið á tölvuleikjatónlist og geri það enn daglega. Ég er núna að hlusta á Minibosses sem er rokkhljómsveitir að spila lög úr Metroid, Mega Man, CastleVania og fleiri leikjatölvuleikjum. Ég hlusta mikið á tónlist eftir Rare og Yuzo Koshiri (Streets of Rage). Ninja Gaiden 1-3 og Super Metroid hafa einnig geðveika tónlist. Banjo-Kazooie var framúrskarandi tölvuleikur í tónlist. (interactive tónlist sem breytir sig eftir því hvar maður er) Banjo-Tooie hefur einnig bestu tónlist allra tíma. Kíkjið á www.vgmusic.com

Það hafa verið gerðar nokkar tölvuleikjabíómyndir og hef ég séð flestallar af þeim í bíó. Síðan 1991 (þegar minn leikjaferill byrjaði) hef ég farið á Dungeons & Dragons, Double Dragon, Mortal Kombat (sá hana tvisvar, fannst hún svo góð), Super Mario Bros., Resident Evil, Street Fighter(Kylie Minogue leikur í henni) og Final Fantasy. Hingað til hefur mér fundist Resident Evil best af þeim. Framhaldið er að koma. Svo má telja að næsta mynd leikstjóran Mortal Kombat og Resident Evil sé einnig leikjatölvumynd. Hún heitir Alien vs. Predator. Svo kemur einnig framhald á myndinni hans Resident Evil.

Ég keypti mér Game Boy þegar Tetris æðið var í gangi. Þetta hlýtur að hafa verið um 1991. Ég fékk mér síðar leikina Probotector (heitir Contra í Bandaríkjunum), Super Mario Land (ekki Super Mario Bros.)Donkey Kong Land 3, Donkey Kong Land 2, Batman, Turtles 2 (sem sukkaði miðað við NES leikinn), Simpsons (einhver). Ég fékk Super Mario Land 2: 6 Golden Coins lánaðan hjá vini mínum og spilaði hann mikið. DKL3 er mjög góður leikur og það var gaman að reyna fá 100% (eða reyndar 101%) Geðveikur leikur. 1996 fór ég til Kanaríeyja. Þar voru seldir leikir með allt að 20 leikjum á. (Sjóræningjaútgáfur frá Taívan)Meðal þeirra leikja sem ég spilaði mest þaðan voru Street Fighter 2, Killer Instinct, Mortal Kombat 2, Dr. Mario og einhver leikur sem er líka til á NES, maður er í skriðdreka og á að skjóta aðra skriðdreka og reyna að deyja ekki. Í því er til 2-player mode og Level Creator sem þykti mjög frumlegt á sínum tíma. Annars sá ég þetta bara í Sonic 3 á Mega Drive. Því miður var ekki hægt að savea. Hvað heitir leikurinn aftur? Árið 1998 í nóvember fékk ég mér Game Boy Color. Ég var að bíða eftir deginum sem hún kæmi út, en Nintendo kom öllum á óvart með að gefa hana út viku áður. Ég var hissa þegar ég sá hana út í búð. Því miður voru einungis Purlle og Clear Purple litirnir til. Þetta er án efa ljótasti litur á leikjatölvu í sögu leikjatalva. Ég hef síðan keypt mér Turok 2: Seeds of Evil, Super Mario Bros. Deluxe, Wario Land II (Mario Land 4 ef marka má að Wario Land hét með undirtitlum Super Mario Land III), Conker’s Pocket Tales og nú í sumar Metal Gear Solid og The Legend of Zelda: The Oracle of Ages. Game Boy er frábær vél, en leikirnir er svo geðveikt dýrir að ég er hættur að kaupa mér leiki. Ég keypti mér þessa tvo síðarnefnda sama daginn því ég var á leiðinni í 17 klukkutíma flug til Bali. Þegar ég var kominn í sætið uppgötvaði ég flatan skjá og fjarstýringu fyrir framan mig. Þá var hægt að spila Super Nintendo leiki frítt! Ég spilaði Dr. Mario og The Legend of Zelda: A Link to the Past að mestu leyti. Geðveikt. Á Balí (Indónesíu) var mikið af sjóræningjaútgáfum af Xbox og PlayStation 2 leikjum en engir GameCube leikir. Snilldarfyrirtæki.

Master System II var úrelt talva þegar ég átti hana, en ég hafði líka ekkert vit á tölvuleikjum og keypti mér einungis leiki með þekktum persónum eins og Taz-Mania og Donald Duck. Einnig átti ég Global Gladiators (Mc Donald’s leikurinn) og einhvern ofbeldisfullan framtíðarfótboltaleik. Skrítið. Sonic Chaos er besti Master System leikurinn sem ég átti. Sonic 1 var innbyggður í tölvuna, en hann kom út eftir að Sonic 1 á Mega Drive kom út. Hans debut var nefnilega ekki fyrr en um 1991 og Master System kom út 1987. Ef ég gæti farið til baka og keypt mér aðra leiki hefði ég meðal annars keypt mér Phantasy Star og Shinobi.

Leikina Metroid Prime, The Wind Waker, Star Fox Adventures og Super Mario Sunshine keypti ég mér á GameCube fyrsta daginn sem þær komu út á Íslandi eftir mikla bið. Ég hef verið að hlakka til að fá Star Fox síðan að fyrst bárust fréttir um að hann kæmi á Nintendo 64 (þá hét hann Dinosaur Planet). Ég var búinn að nefna alla leikina sem ég hef keypt mér en gleymdi að segja að ein mesta skemmtunin var auðvitað að spila fleiri þúsund matches í Super Smash Bros. Melee með vini mínum sem ég gaf leikinn í afmælisgjöf.

Ég hef auðvitað einnig spilað spilakassa mikið. Eftirminnilegasti leikurinn var Metal Slug og eftirminnilegasta upplifunin var að spila Area 51 (byssuleik) með vini mínum. Ég bjó í Japan 1983-1987 og hef átt nokkra japanska vini en ég væri að ljúga ef segði að það hafi aukið leikjatölvureynslu mína. Nú hafið þið aðeins betri hugmynd um mitt leikjatölvuleikjalíf. Munið að tölvuleikir eru það mikilvægasta í lífinu.

Bestu minningarnar
Að fá Dreamcast fyrsta daginn sem hún kom út eftir árs langa bið
Að fá Banjo-Tooie, Perfect Dark og Metroid Prime fyrsta daginn eftir margra ára bið (og svo kom hann 5 mánuðum eftir amerísku útgáfuna)
Að spila Super Smash Bros. Melee og GoldenEye 007 í Multiplayer
Að fylgjast með japanska PlayStation 2 launch í beinni á netinu (1.2.3.4.)
Að fylgjast með SpaceWorld 2000 í beinni á netinu og sjá fræga myndbandið þar sem Samus sást í sekúndubrot í fyrsta skiptið í átta ár
Að spila Resident Evil: Code Veronica nótt eftir nótt með vini mínum. (Textinn var á þýsku og ég þýddi allt fyrir honum)
Að PlayStation 2 var rænt ásamt öllum leikjum
Að sjá Shenmue II í búð alveg óvitandi að hann kæmi á Dreamcast eftir að hann var cancelled í Bandaríkjunum og færður yfir á XBox
Að sjá grafíkina í Soul Calibur.

—–

Í minningu Wilhelms, sem við þekktum á Huga sem conkersbfd.

Vil ég nota tækifærið og votta fjölskyldu hans og vinum samúð mína.
Þetta er undirskrift