Fyrir þá skyldi þetta ekki þá er “Bigger than U.S. steel” tilvísun í Godfather. Tenginguna verðið þið að átta ykkur á sjálf.
Grand Theft Auto: San Andreas er þriðji GTA leikurinn á PS2, hinir tveir voru meistaraverk og þessi mun líklega toppa þá báða. Sumir segja að það sé mjólkun að gefa út svona marga leiki á svona stuttum tíma en þeir aðilar skulu bara fara út í horn og hella yfir sig pönnukökudegi eða eitthvað, ef leikirnir eru svona góðir þá er það bara gott mál að þeir eru margir. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um í þessari grein, ég ætlaði að fjalla um leikhelvítið. Svo nú byrja ég.
Til að byrja með þá er San Andreas ekki bara ein borg, eins og Vice City. San Andreas er heilt fylki, með þremur borgum, 12 smábæjum, þjóðvegum, sveitum með úrkynjuðum brjálæðingum (Deliverance anyone?) og allskonar rugli, á sveitasvæðinu verður til dæmis eitt stórt fjall sem tekur heila mínútu að fljúga upp á í þyrlu. Borgirnar verða byggðar á San Francisco, Los Angeles og Las Vegas og munu heita San Fierro, Los Santos og Las Venturra. Og hver borg- ímyndið ykkur, hver borg verður á stærð við Vice City. Samtals verður leikurinn þrefallt stærri en GTA: III og Vice City til samans. Hann verður svo stór að hann verður á dual-layered disk. Líklega stærsti leikur allra tíma. Ekki slæmur leikvöllur það.
Ef ég á að fara eitthvað út í spilunina hér, þá er best að gera það með nokkurs konar check lista. En voðalega lítið hefur þó verið tikynnt um þetta, enda eru Rockstar menn þöglir sem gröfin. Hér er þó það sem hefur verið staðfest til þessa.
-Umhverfuð verður meira “interactive” (meira hægt að gera við það) en í hinum GTA leikjunum.
-Maður getur gamblað í spilavíti, eða keypt það og stjórnað því.
-BMX hjól og fjórhjól verða í leiknum
-Hægt verður að brjótast inn í hús
-Maður getur séð 2-4fallt margfallt lengra en í Vice City (draw distance)
-Hægt verður að fá gaura í klíkunni sinni með í allt. Þeir geta gert drive-by úr bíl og hjálpað manni í missionum. Maður getur ráðið gaura í klíkuna sína til að stækka hana
-Leikurinn verður með “rag-doll” physics
-Hægt verður að miða með crosshairs í skotbardögum, og hreyfa sig á fjöbreyttari hátt
-RPG elementar verða í leiknum, maður lærir nýja hluti á því að æfa sig
-Maður þarf að borða til að svelta ekki, ef maður borðar of mikið verður maður feitur. Hægt er að fara í ræktina til að losna við aukakílóin
-Nú er hægt að synda
-Og fara í klippingu
-Maður tekur yfir svæði og þá merkjast þau þannig á kortinu. Aðrar klíkur reyna líka að taka svæði af manni.
-35-50% fleiri polígonar en í VC
-Sögusviðið verður þrefallt lengra en í Vice City
-Þrefallt meiri tónlist en í Vice City
-Maður getur veitt villt dýr í sveitinni
-Maður getur þjálfað vöðvanna og orðið sterkari
Þetta var eitthvað að því sem komið hefur fram í tölvuleikjablöðum og svoleiðis, ef þið viljið lesa meira um spilunina þá skuluð þið kíkja á fansites eins og GTA-Sanandreas.com og GTAgaming.com.
En um hvað er leikurinn? Hann er um Carl Johnson, fyrrverandi glæpon sem þarf aftur að taka upp gamla lífernið sitt eftir að allt fer í rugl á heimasvæðinu hans (alveg óþarfi að fara nánar út í það, það er bara spoiler). Hann ætlar að koma málunum í réttan gír með því að ósköp einfaldlega valta yfir allt og alla og taka við stjórninni, ekki bara í hverfinu sínu, heldur í öllu fylkinu sem ber hið laglega nafn San Andreas. Svipað og Tommy Vercetti gerði í Vice City.
Carl Johnson, eða CJ eins og hann er kallaður, er svartur. Þetta hefur vakið mikla fordóma, og menn eru að segjast ekki ætla að kaupa leik sem er með svarta aðalpersónu. Svoleiðis rasistar geta bara gengið út í sjóinn fyrir mér. Aðrir halda því fram að þetta verði einhver “gang-bang” leikur. Það er algjör þvæla. Svona 4% af honum gerist í “da hood” og þar eru svartir gangsterar sem hlusta á rapp og segja “niggah” í öðru hverju orði. En svo víkkast leikurinn og fleiri klíkur koma í þetta. Ítalirnir verða líklega stórir í Las Venturra, enda voru það þeir sem hreinlega byggðu Las Vegas. Kínverska mafían, The Triads, verða í leiknum. Svo má búast við Japönsku brjálæðingunum í Yakuza og margt fleira. Varla eru gangsterarnir einu mennirnir í þremur heilum borgum.
Það að lýsa leik eins og San Andreas í einni grein er ekki hægt nema bara fara yfir einhver meginatriði. Þegar maður verður kominn með hann í hendurnar og fer að taka þátt í þessum risastóra gerviheim sem Rockstar eru að skapa mun maður fyrst átta sig á honum. 22 Október, mundu þá dagsetningu, því þá kemur út leikur sem mun færa tölvuleiki á annað plan en þeir eru á í dag, þá mun koma út leikur sem heitir Grand Theft Auto: San Andreas.
-Leonheart