Halo 2 Hetjuleg saga Master Chief heldur áfram í “Halo 2”, sem er beint framhald af hinum vinsæla og einum besta leik allra tíma “Halo: Combat Evolved”. Við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Master Chief er á leiðinni til jarðarinnar á geimflauginni sem hann flúði á og þá skyndilega sér hann milljónir geimvera vera að undirbúa árás á jörðina. Sigur hermannanna í fyrsta Halo leiknum var aðeins tímabundin sigur, því geimverunum langar í meira. Þær kunna að hafa tapað orrustunni en þær hafa svo sannarlega ekki tapað stríðinu og í þetta skipti er ósigur engin valkostur. Þær hafa endurplanað verkefnið sitt, “Eyða öllu mannkyninu”. En nú færist bardaginn til jarðarinnar, og Master Chief, sem er hermaður (og sá eini sem hefur lifað af almennilegar orrustur við þessa fjanda), þarf með hjálp Cortana að vernda jörðina í eitt skipti fyrir öll. Hann er það eina sem stendur á milli miskunnarlausu Geimveranna og eyðingu alls mannkynsins. Þrátt fyrir herafla mannkynsins og getu Master Chief, hafa geimverurnar komist í gegnum varnir jarðarinnar og hafa skilið íbúa hennar eftir í ömurlegri afstöðu. Í miðri örvæntingunni, munum við taka við hlutverki Master Chief og leiða einu mótspyrnu geimveranna til bjargar jarðarbúum frá hrikalegum dauðdaga. Búið ykkur undir einn stærsta leik allra tíma, gefinn út af Bungie og Microsoft Game Studios. Halo 2 mun leiða ykkur í gegnum spennandi söguþráð, grátur, hlátur og hrylling.

Svona hljóðar söguþráður leiksins í stuttu máli en mikið er ósagt enn. Þar sem ég sá grein um “Metroid Prime – Echoes” eftir hann jonkorn ákvað ég að senda inn mína fyrstu grein og með því hjálpa jonkorn að blása enn meira í blöðru leikjatölvuáhugamálsins. En eins og flestir vita nú þegar á þessi grein að fjalla lítillega um Halo 2 sem er framhald Halo: Combat evolved. Margir bíða spenntir eftir þessu meistaraverki sem er sérhannað fyrir Xbox leikjatölvuna.

Halo breytti því hvernig við hugsum um fyrstu-persónu leiki á leikjatölvum. Hann var stórt stökk fyrir spilendur og framleiðendur. Við vorum öll hissa á þessari lygilegu grafík og sláandi spilun. Halo 2 lítur út fyrir að vera stærri, betri og…æji fjandinn… það verður hægt að hafa tvær byssur í einu!!! Ég get ekki beðið. “Halo: Combat evolved” varð það vinsæll að þyrstir spilendur leiksins hlutu að fá framhald. Og það er komið að því, “Halo 2” er á leiðinni og kemur út þann 9. nóvember. Takið þennan dag frá og afpantið tengdamömmu því þessi mun láta húsið nötra um götuna. Halo 2 er án efa einn mest spennandi leikur ársins 2004. Með öfluga fyrstu-persónuleiki á borð við Half-Life 2, Doom 3, Metroid Prime-Echoes og auðvitað Halo 2 á leiðinni eru vonandi skemmtilegir tölvuleikjatímar fram undan.

Erik Nylund er höfundur Halo sögunnar. Hann hefur gefið út fleiri sögur, t.d. A Signal Shattered og Signal To Noise; fantasia söguna Pawn’s Dream og Dry Water (tilnefnd til “World fantasy awards” árið 1997); vísindaskáldskapinn A Game of Universe; og uppáhaldið okkar Halo: The Fall of Reach og nú sú nýjasta Halo: First Strike. Ég hef sjálfur ekki lesið bækurnar en ég er viss um að í framtíðinni ef ég er að labba á götum útlanda og sé bækurnar til sölu muni ég örugglega kaupa þær. Ég veit ekki til þess að hún sé seld á Íslandi en ef einhver veit til þess skal hann tala við mig :D.

Eitt af því sem framleiðendur Halo voru einna mest að einbeita sér að var gervigreindin. Hún gerir leikinn erfiðari og býður upp á meiri áskorun. Með góðri greind óvina manns veit maður minna hvað þeir ætla sér næst. Bungie menn fóru beint í það að gera gervigreindina stórkostlega og þeir lofa miklu um hana. Óvinir manns í Halo voru engir hengilmænur en að þessu sinni skaltu búast við því að óvinir þínir verði slyngnari og taktískri í tilraunum þeirra til að drepa þig. Geimverurnar munu nota umhverfi sitt sér í hag og gera þitt starf þar með mun erfiðara og skemmtilegra. Þú munt sjá þær henda sér í skjól, hoppa yfir hindranir og klifra upp mannvirki. Þeir munu hreyfast sveigjanlega með dýrslegri hegðun og tala og skipuleggja með þeirra herliði. Þeir munu einnig nota vasaljós til að finna þig í myrkrinu. Það mun kosta þig allt þitt vit og getu til að sigra geimverurnar í Halo 2. Mennsku hermennirnir munu líka vera skynsamari í Halo 2. Þeir munu vinna betur saman sem lið og kasta hlutum (borðum) til að búa til skjól. Hermenn munu líka vita hvernig á að kalla á liðsauka í Warthog eða benda mönnum á óvina-sniper-skyttu fyrir vin til að drepa.

Saga “Halo 2” sem er ofvernduð :D, mun innihalda ný farartæki, ný vopn, ný og fallegri umhverfi, og auðvitað líka nýja óvini, vini og óvænta hluti nánast fyrir handan hvert einasta horn. Spilendur geta notað tvo vopn í einu, hoppað inní farartæki óvina (hversu kúl er það) og í multiplayer geturðu meira segja skipt um lið og stjórnað úrvals bardagageimverum (hehehe).

Single player leikurinn var “tilbúinn” um síðustu jól enn til að betrumbæta fjölspilunar-hlið leiksins hafa Bungie og Microsoft menn verið að bæta, hanna ný borð og prufa leikinn á hverjum degi. 1000 starfsmenn hjá Microsoft eru byrjaðir að spila leikinn á sérstökum tímum inná Xbox Live og eru svokallaðir beta-testers leiksins. Þar sem framleiðendur “Halo 2” framleiða leikinn í konsert við Xbox Live hafa þeir gert hinn fullkomna netleik. Hvort sem þú spilar með “klaninu” þínu í nýju fjölspilunarborði, breytir útliti brynjunnar þinnar eða skoðar stöðu leikmanna inná Bungie.net, mun Halo 2 hífa einstaka samskiptareynslu Halo upp á hærra stig með Xbox Live.

Upprunalegi Halo leikurinn var þekktur fyrir gott úrval af byssum. Í þessum framhaldsleik áttu ekki að verða vonsvikinn. Nokkur ný vopn er búið að staðfesta, önnur ekki. Eitt af þeim sem búið er að staðfesta er “Battle rifle” sem er samblanda af sniper riffli og upprunalega assault rifflinum. Hún býður upp á aukna nákvæmni, kíki og hægari skottíðni. Annað vopn sem er staðfest er sjálfvirk vélbyssa “SMG” (Sub machine gun), sem þú getur notað ef þú vilt að hlutirnir verði “messy”. Hún býður upp á hraða skottíðni og mikið af skotum en minni nákvæmni. Þau hafa líka talað um “Covenant Carbine” sem er sniper byssa byggð á orku. Og væntanlega eins og flestir vita er hægt að nota hið öfluga “Covenant energy sword” sem drepur í einu höggi (kúl fyrir multiplayer leikinn). Það eru samt fullt af vopnum sem eiga örugglega að koma á óvart og síðan verða nokkur gömul þarna líka svo það verður úr nógu að moða. En merkilegasti eiginleikinn verður sá að halda á tveimur vopnum í einu. Pælið í því að vera að keppa við vin sinn með tvö vopn sem saxa hausinn á honum í tætlur (hehehe). Mjög athyglisvert. Með tvær byssur í höndunum notar maður bæði R og L gikkina til þess að klára jobbið almennilega. Í Halo 2 verður einnig hægt að skiptast á vopnum við hermennina sem berjast við hlið manns.

Master Chief er að nota nýja armor sem kallast “Mjolnir Mark VI armor” í Halo 2 svo ég myndi búast við nokkrum nýjum uppfærslum og óvæntum uppákomum. Hann er með fullt af nýjum og öflugum vopnum. Núna hefur hann þann eiginleika að geta kíkt fyrir horn áður en hann dembir sér í bardagann. Hann getur einnig gert margar árásir í einu og magnað þær upp í eitt “combo”. Nú getur maður slíðrað sverðin (tekið byssuna niður) og hlupið eins og þú ættir lífið að leysa. Síðan á meðan þú hleypur þarftu bara að koma við takka, þá ertu tilbúinn til að drepa geimverufjandann. Og auðvitað líka nýji möguleikinn, að skjóta niður ljós og fela sig í skuggum hljómar mjög vel. Halo 2 mun einnig innihalda tortímanlega hluti til þess að bæta við raunveruleika og herkænsku leiksins. Gluggar, súlur og dyr munu springa í tætlur þegar maður skýtur á þá og býr sér til nýjar leiðir. Geimverurnar og óvinir manns munu þekkja þessa hluti og búa til hernaðaráætlun gegn manni með því að eyðileggja hlutina sér í hag og gera Master Chief að auðveldara skotmarki.

Í leiknum er einnig meira farið inná alla kynþætti geimveranna og nýjar tegundir kynntar. Meira af smáatriðum um líf Master Chief koma fram ásamt ýmsu öðru. Hér kemur svo umfjöllun um tvær nýjar geimverur.


“Brute” hefur verið líst sem samblöndu af górillu og nashyrningi og það væri hrikalegt að hitta hann á Laugarveginum. Hann gæti tekið völdin á vígvöllum en það er okkar verk að koma í veg fyrir það.
“Prophets” hefur verið líst sem risa-geim-páfum (hehe, giant space popes). Og þeir útvega pólitíska, trúarlegu og andlegu forystuhæfileika geimveranna.

Og núna förum við aðeins í farartækin. Samkvæmt Bungie mun Halo 2 hafa meira en helmingi fleiri farartæki en Halo 1. Hér koma þau sem Bungie er búið að staðfesta…

The Shadow: getur tekið allt að 4 farþega uppí og er með blóðvökvafallbyssu (plasma cannon, flott þýðing hehe) aftaná.

ATV: virkar mjög líkt Warthog, en neikvæðu hliðarnar á þessum bíl eru þær að hann býður ekki upp á byssu, tekur aðeins einn farþega en fer samt langhraðast allra bíla í Halo 2.

The Jungle Hog: Hefur breytt dekk, chain gun og er í felulitum.
The Snow Hog: Er með snjódekk og girta innrihlið. Auðvitað í snjófelulitum.
The Transporter Hog: Hefur sæti fyrir 6 menn, en er með enga byssu.

Og síðan eru alveg örugglega einhver af þessum gömlu og góðu bílum….

Það er líka hægt að taka yfir önnur farartæki með því að stela þeim. Maður getur aðeins tekið yfir farartæki sem fara nógu hægt og eru nógu stöðug. Það er samt ekki búið að staðfesta hvort hægt verði að stela öllum farartækjum, en það er öruggt að maður geti rænt Ghost og Warthog. Ef maður tímasetur þetta rétt þá sparkar maður ökumanninum út og sest sjálfur inn. Grand Theft hvað????

“Halo” sýndi öllum að hér væri ekki um neinn viðvaningsleik að ræða. Þessi leikur fangaði hjörtu margra tölvuáhugamanna og fór eins og eldur í sinu um tölvuheiminn. “Halo 2” mun nýta hvern einasta orkudropa Xbox leikjatölvunnar. “Halo 2” mun betrumbæta allt sem gerði upprunalega leikinn frábæran og líka bæta við fullt af nýjum tækni- og spilunar fítusum. Bætt grafík, flottari gervigreind, tortímanleg og gagnvirk umhverfi, og háþróuð lýsingarvél (lightning engine) eru aðeins smápartur af hönnunar- og tækniþróun Halo 2. Hver einasta breyting til batnaðar í Halo 2 er hönnuð til þess að taka spilun upp á hærri stall, og til að segja betri og skemmtilegri sögu. Og samkvæmt mínum heimildum hafa Bungie menn hannað glænýja grafíkvél og allt lítur mjög vel út.

Hönnun borðanna í fyrsta Halo voru mikið í umræðunni því margir voru á því að mörg af svæðunum litu mjög líkt út. Tilviljun….. ég held ekki. Bungie hafa lofað því að í Halo 2 verði meira af ólíkum umhverfum og líka fullt af nýjum stöðum. Núna gerist leikurinn náttúrulega á jörðinni þannig að byggingar manna taka við af geimskipum. Svo það verður örugglega allt öðruvísi bygging á útliti, bæði umhverfis og innanhúss, sem mun gefa manni glænýja leikreynslu. Ný hönnun borða mun breyta spilun leiksins ótrúlega mikið og munu mannvirki springa í tætlur í byssubardögum. Bungie hafa lofað að Halo 2 muni líta betur út en Halo 1 á alla vegu.

Sama liðið er að vinna að hljóðinu í Halo 2 og í Halo 1. Það má því minnast þess að Halo 1 vann verðlaun fyrir músik og hljóðhönnun. Hljóðið í Halo 1 var frábært og tónlistin líka en í Halo 2 hefur allt verið gert eins gott og mögulegt var. Leikurinn mun nota Doppler-áhrifin þegar byssuskot fljúga yfir höfðin á hermönnunum og flugtæki svífa yfir höfðum okkar. Ég vorkenni þeim ekki sem eiga heimabíókerfi því leikurinn nýtur það út í ystu æsar. Það er hægt að segja það að hljóðið í Halo 2 mun sparka í rassa (kick-ass).

En eins og Jason Jones, höfuðpaur Bungie Studios sagði:
“Halo 2 is a lot like Halo 1, only it's Halo 1 on fire, going 130 miles per hour through a hospital zone, being chased by helicopters and ninjas, And the ninjas are all on fire, too ”

Það seinasta sem ég ætla að ræða um er fjölspilunar-hlið leiksins. Þetta er án efa einn af mest spennandi fítusum Halo 2. Halo 2 mun hafa split-screen, system-link og…. Ójá hann styður Live. Við höfum öll beðið eftir þessu! Halo inná netinu!! Mörg ný og upprunaleg borð verða í þessum leik, til þess að bjóða upp á gott úrval af svæðum og taka á honum stóra sínum í gegnum Xbox Live leikjaþjónustuna. Byggð upp með farartækjum og góðu úrvali af vopnum mun Halo 2 bjóða upp á glænýja og ótrúlega spilun. Bungie hefur ekki játað möguleika á “bottum” en hefur heldur ekki neitað því. Halo 2 inná netinu verður ótrúlegur og mun innihalda allt sem hverjum einasta tölvuáhugamanni hefur dreymt um inná Xbox Live.

Nýjir fítusar fjölspilunarleiksins sem hafa verið staðfestir:
• Hver leikmaður getur notað einstaka tölvu í lan leikjum (allt að 16 tölvur í einu).
• Leikmenn geta tengst við leik sem er í gangi.
• Ef gestgjafi leiksins fer, mun leikurinn geta flust yfir á aðra tölvu og haldið áfram!
• Gestgjafi leiksins getur læst honum, til að halda öðrum frá.
• Þú getur leikið sem hermenn eða geimverur í fjölspilun.
• Spilendur geta breytt módeli leikmanna sinna með táknum og sérstökum litum.
• Rocket launcherinn mun innihalda hitaeltisprengjur – þegar zoomað er inn á óvinafarartæki, verður miðið rautt og sprengjan mun elta skotmarkið.
• “The needler” hefur fengið aukinn kraft síðan úr Halo 1 (nú koma ekki lengur bara skrámur).
• Þú getur haft tvö einnar handar vopn í einu.
• “The covenant” orkusverðið er nothæft af leikmönnum!
• “Warthog” og “Ghost” geta bæði verið notuð og eru tortímanleg.
• “Warthog” er núna með rocket launcher og er líka útbúinn með flautu (R gikkur) og handbremsu (L gikkur).
• “Ghost” er útbúinn með boosti (L trigger) til að þjóta áfram á 2x venjulegum hraða en þú getur ekki stýrt á meðan það er notað og ef þú heldur því of lengi inni springur tækið.
• Ný borð.
• Tortímanlegir samrunakjarnar springa ef maður skýtur þá og drepur alla nálæga leikmenn.
• Varnarliðið hefur tvær fastar byssur á þeirra umráðarsvæði – en báðar geta verið sprengdar með góðu skoti.
• Maður þarf að halda inni X til að taka upp flaggið.
Á E3 tölvuleikjahátíðinni var leyft fólki að prufa Halo 2 í fjölspilun. 10 leikmenn kepptu í “Capture the flag” leik í nýju borði “Zanzibar”. Borðin hafa fullt af gagnvirkum og tortímanlegum hlutum: brjótanlegir gluggar, hlið sem hægt er að opna, brýr sem hægt er að lækka og hækka, tortímanlegar súlur og fleira.

Halo 2 verður gefinn út í tveimur pökkum – í þessu venjulega græna plasthulstri sem þið þekkið öll og elskið, og líka nýja “extra special collector’s edition”. Collectors edition mun kosta aðeins meira en þetta gráa málmbox mun innihalda ásamt leiknum DVD disk fylltur með flottum hlutum á borð við “Gerð Halo 2” heimildarmyndina, á bak við tjöldin, viðtöl við framleiðendur og fleira. Það verður aðeins framleitt takmarkað magn af þessu boxi en allir sem fyrir-panta (pre-order) geta verið meira og minna öruggir með að fá eitt stykki málmbox. “Halo: Combat Evolved” var gefinn út í Nóvember 2001, og hefur verið þekktur sem eitt frábærasta afrek í sögu tölvuleikjabransans. Hingað til hefur “Halo” selst í meira en 4 milljónum eintaka víðs vegar um heiminn og heldur áfram sem toppleikur jafnvel í dag. Þar sem sá upprunalegi var svo frábær, munum við örugglega bjóða þessum velkomin með peninga í vasanum þegar hann kemur út þann 9. nóvember næstkomandi. Halo 2 er verið að sérgera fyrir leikjatölvuna Xbox en kemur alveg örugglega út á PC einhvern tímann í komandi framtíð.

Ég vil minna ykkur á að ég tek ekki ábyrgð á stafsetningarvillum því að ég var að flýta mér að gera þessa grein. Ef það var eitthvað sem ég gleymdi að koma á framfæri í þessari grein í sambandi við Halo 2 þá endilega komiði með það í “feedbackinu” ykkar. Ég veit að sumar geimverurnar kallast Covenants en þar sem það þýðir sáttmáli eða samningur ákvað ég að láta það ekki koma fram í greininni. Takk fyrir. Earth will never be the same after 9. nov…..
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.