Preview: Metroid Prime 2 - Echoes GameCube eigendurnir eru án efa margir sem eiga hinn margrómaða Metroid Prime sem kom út hér á landi í fyrra. Var það fyrsta skiptið sem Samus Aran, aðalpersóna Metroid leikjanna, birtist í eigin þrívíddarleik. Metroid Prime þótti bjóða upp á margt nýtt sem ekki hafði verið áður í fyrstu-persónu leikjum á leikjatölvurnar, en þar mátti meðal annars finna fjóra visors, uppfærslur á búning Samus og fleira. Einnig þótti skemmtilegt hvernig heimarnir blönduðust saman og mynduðu eina stóra heild. Ég ætla nú ekki að fara að endursegja það sem margoft hefur verið sagt, en eins og margir vita er Metroid Prime talinn einn besti GameCube leikurinn hingað til, og einn besti leikur sögunnar, en hann er á topp 5 listanum á GameRankings.com, eða í fjórða sæti nákvæmlega. Það sem ég ætla lauslega að fjalla um hér er næsti Metroid leikur, Metroid Prime 2: Echoes.

Fimmtíu manns unnu að gerð Metroid Prime, en samkvæmt Retro Studios þá eru um það bil 90% af því liði að vinna að næsta leik. Nintendo sjálfir hafa einnig sent sína menn til að hafa yfirsjón með ferlinu og einn þeirra er Kensuke Tanabe, en hann hefur áður unnið við leik á borð við Super Mario Bros. 2 og svo er einnig maður að nafni Akira Otani. En höldum okkur við leikinn sjálfan. Leikurinn gerist á plánetunni Aether og er Samus send þangað til að finna hina týndu Galactic Federation Troopers. “Mission File 02546: 30 days ago, contact with the Galactic Federation Trooper squad Bravo was lost. Contract Agreement: locate Federation Troopers and render assistance.” En eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því greinilegt er að fyrir einhverjum árum eða áratugum áður hafði plánetan orðið fyrir loftsteinaregni, og það Phazon loftsteinum, og virðist sem svo að heimurinn hafi skilið sig í tvö svæði: Light og Dark. Þessir heimar eiga í sífelldu stríði við hvorn annan og Ing eru ekkert á því að semja um frið, og við vitum hvernig Samus er, hún ákveður að taka málin í eigin hendur og binda endi á þetta stríð.

Heimarnir tveir, Light og Dark, eru á sama stað og á sama tíma, en hægt er að ferðast á milli þeirra með einhverskonar portals og finnur Samus leið til að komast á milli þeirra. Í Light heiminum ráða Luminoth ríkjum og gerir Samus erfitt fyrir. Í Dark heiminum eru hinir furðulegu Ing allsráðandi og ætla þeir sér að tortíma Samus fyrir að skipta sér af þessu, eftir því sem ég best veit. Þessar verur, Luminoth og Ing, geta ferðast milli heimanna eins og Samus, með portals. Eins og áður sagði þá eru þessir tveir heimar til á sama stað og á sama tíma, en þó er einhver greinilegur munur milli svæðanna eftir því hvort Samus er í Light eða Dark. Sem dæmi gæti Samus fundið leið í Dark heiminum sem ekki er til staðar í Light. Samus getur ekki alveg gengið um frjáls og ósködduð í hinum Phazonmengaða heimi en hún þarf að halda sér innan varðra svæða, en hægt er að auka vörnina á þessum svæðum með því að skjóta á Luminoth kristala og hlaupa milli öruggra svæða. Þetta getur einnig virkað sem vopn gegn óvinum. Ef óvinur er staðsettur nálægt Luminoth kristal þá getur Samus skotið kristalinn og kristallinn ræðst á hann með einhverjum hætti, og það af afli víst. Það má þó taka fram áður en lengra er haldið að gervigrein óvina hefur verið hækkuð töluvert, þannig að þetta er kannski ekki eins auðvelt og það hljómar.

Eins og margir hafa eflaust lesið sér til um þá hefur Samus tvö ólíka beams, líkt og heimarnir: Light og Dark, auk hins hefðbundna Power beam auk óþekktrar fjórða geisla. Light Beam byssan gefur Samus þann eiginleika að geta drepið Dark kvikindi, eins og til dæmis Ing, á mun fljótlegri hátt. En auðvitað virkar venjulegur power beam á Dark verurnar en bara er ekki eins fljótur að vinna á þeim. Hér kemur þá að nýjum hluta í sögu Metroid leikjanna; Skotfæri. Það er vissulega nóg af skotfærum til en þú safnar þeim ekki í kössum eða þannig lagað. Til að fá skotfæri í Dark beam þarftu að drepa óvini eða eitthvað sem tengist Dark heimnum með Light Beam. Þannig að þú ert í segjum, Dark world, og þig vantar skotfæri í Dark beam, þá þarftu að skjóta nokkra Ing og þá er Dark beam vel hlaðin. En bíddu, hvað ef Light beam verður skotfæralaus? Tja, þetta kann að verða pirrandi fyrir óþolinmóða og þá sem vilja skotfæraeyðslu á færibandi, en þá þarf viðkomandi væntanlega að koma sér í Light world og drepa Light kvikindi (Luminoth) með Dark beam og hlaða Light beam. Ok, þetta er frekar langsótt en eflaust eru fleiri leiði til að gera þetta og eflaust ekki eins flókið, tímafrekt og leiðinlegt og það hljómar. Þessi tveir geislar hlaðast á mismunandi hátt, eins og gefur að skilja, enda “svart og hvítt”. Þegar Light beam er hlaðinn þá munu skotin dreifast líkt og úr haglabyssu, en þegar Dark beam er hlaðin mun byssan æla út úr sér einhverskonar slímkenndu ógeði. Þessu slímkennda efni er lýst þannig að þetta sé lifandi efni. Slímið, eða hvað þetta er, getur elt uppi óvini og hægir á þeim þegar skotið er á þá, en ef byssan er hlaðin þá kemur ein stór slímklessa og gersamlega frystir þá. Tímabundið auðvitað! Þetta er ekki allt, en slímið getur skoppað af gólfi, veggjum og jafnvel óvinum og á aðra óvini og þannig hægt að frysta marga óvini í einu. En, eflaust ekki eins auðvelt og það hljómar, en hver veit. Nýtt vopn hefur bæst í vopnasafnið hennar Samus, en það er Seeker missile. Sprengjur þessar geta læst sig á mörg skotmörk í einu.

Eins og með óvini, heima og skotfæri þá þarf eitthvað að breyta hinni fyllilega fullkomu Samus. Þó svo að hin skemmtilega “keilukúla” í Metroid Prime, eða Morph Ball eins og hún heitir réttu nafni, hafi verið nánast fullkomin í öllum hreyfingum, þá ákváðu Retro að uppfæra hana. Pff, merkikerti þessir Retro gaurar. Nýtt í Metroid Prime seríunni, en hefur áður verið í Metroid leikjunum, er Screw Attack, en ólíkt 2D leikjunum þá getur Samus ekki borað sig í gegnum veggi heldur er þetta hannað til þess að koma sér áfram í borðum. Eitthvað svipað og grappling hook í fyrri leiknum. Líkt og með Visors og vopn þá er hægt að uppfæra Morph Ball, þar á meðal með MB Bomb, Power Bomb, Boost Ball og Spider Ball. Eins og áður sagði þá er búið að uppfæra allt við Morph Ball og þá sérstaklega Spider Ball. Þið munið eftir því hvernig Spider Ball virkaði í MP. Samus gat rúllað sér eftir einskonar teinum sem voru hér og þar. Það er ekki svo takmarkað í MP2:E en Samus getur nú rúllað sér upp og undir ýmis konar flóknara yfirborð þó svo að engar vísbendingar hafa verið gefnar um hverskonar yfirborð. Eitt sem hefur þó verið sýnt er Morph Ball Cannon, en þá getur Samus komið sér fyrir í einni þannig í Morph Ball mode og skotið sér úr henni yfir á svæði sem eru ekki í stökkfæri.

Þeir sem spiluðu Metroid Prime og höfðu gaman af (let´s face it, það fíluðu hann ekki allir, annað væri furðulegt) þá voru fjórir Visors. Scan, Heat, X-ray og Combat visor. Allir höfðu þeir sýna eigileika hver og allir mjög svo ólíkir. Mitt uppáhald var X-ray visor, alveg einstaklega flottur sá. Einhverjir visorar snúa aftur, en þó er ekki vitað hverjir, en sá sem vitað er að snýr aftur er Combat Visor en hann hefur fengið aðeins öðruvísi útlit. Nýr til leiks er Echo Visor, en líkt og í MP þá eru þeir fjórir allt í allt. Echo Visor er nokkuð spes, en þegar hann er notaður verður skjárinn svarthvítur og mun Samus sjá einhverskonar hljóðbylgjur. Þetta verður eflaust mikið notað enda er víst mikið af nýjum kvikindum sem bera nafnið Shriekers. Þessi kvikindi ráðast á Samus með ósýnilegum höggbylgjum sem sjást ekki með berum augum, heldur eingöngu með Echo Visor. Dark Visor virkar hins vegar þannig að Samus sér margt í Light world sem hún annars ætti ekki að sjá, eða til dæmis Ing til að læsa miði á, en það væri ekki hægt með Combat Visor. Það sem þótti svo flott í fyrri leiknum var hvernig margir hlutir virkuðu á Visorana. Til dæmis rigning, gufa og sprengingar, en þá sá maður af og til andlit Samus speglast í glerinu. Óendanlega flott að mínu mati. Þetta hefur fengið uppfærslu í Metroi Prime 2: Echoes. Það sem hefur verið staðfest er að rigning og vatn skvettist af visornum og skært ljós getur gert visorinn óvirkan.

Eins og í MP, þá fær Samus Gravity suit en sú uppfærsla gerir henni kleyft að hreyfa sig til í vatni án erfiðleika og í raun bætir við þriðja hoppinu fyrir Samus, svona eins og svifbretti eða eitthvað þannig. Ætli þetta sé ekki eins og með tvöfalda stökkið í MP, nema með Gravity suit þá verða hoppin þrjú. Gæti verið, hver veit. Þetta vissulega gerir Samus auðveldara fyrir að kanna svæði og heima. Retro studios hafa annars staðfest það að það eru margir ólíkir heimar í Metroid Prime 2: Echoes. Í demóinu sem fólk fékk að spila á E3 í maí þá var aðeins hægt að spila í einhverskonar stóru geimveruhofi og feni. Retro Studios hafa einnig sagt að hin algengu ís- og eldborð verða EKKI í Metroid Prime 2: Echoes. Áætlun þeirra er að láta leikinn virka sem nýr leikur, ekki sem uppfærsla á Metroid Prime. Þó svo að Samus fái uppfærslur, þá vilja þeir nýjan leik ;)

Það eru eflaust margir sem vita að ég er forfallinn Metroid unnandi. Ég einfaldlega dýrka þessa leiki og ég dýrka aðalpersónuna fyrir það hversu öflug hún er. Maður fær það á tilfinninguna þegar maður spilar þessa leiki að Samus sé ósigranleg. Hún er svo öflug að maður hleypur inn á ný svæði með hrokann í botni og hugsandi “haha die you beast!”. Maður hálfvorkenni óvinum hennar. En í Metroid Prime 2: Echoes þarf maður í raun að vorkenna Samus smá. Af hverju? Hún þarf að kljást við “sjálfa sig”. Það sem ég á við er Dark Samus, sem er nánast eins og klónun af Samus, bara dökk yfirlits. Dark Samus, samkvæmt videoum sem ég hef séð, virðist vera snögg og álíka kraftmikil og hættuleg og hin upphaflega Samus. Sem er frekar scary. Dark Samus á það til að eyðileggja umhverfi við það að reyna að drepa Samus, og er það víst stórkostleg sjón. Ekki er vitað hvort Dark Samus mæti Samus oft í leiknum en það má áætla að það sé oftar en tvisvar. Hún er þó sennilega ekki fyrsti né síðasti bossinn í leiknum. Sá fyrsti ber nafnið Amorbis og er einhverskonar þríhöfða ormur og mun birtast allavega þrisvar í leiknum. Aðrir óvinir sem hafa verið opinberaðir eru Grenchlers, sem eru vatnadýr af einhverri gerð og elta þau Samus í og úr vatni. Þegar Grenchlers finna það á sér að þeim er ekki að takast að drepa óvini sína, þá skjóta þau rafmagni á þá. Skemmtilegt. Ekki er vitað hvaða áhrif það hefur í vatni á Samus eða Grenchlers sjálfa. Þó er vitað að bakhlið skeljarinnar á þeim er þeirra veikleiki.

Stærri og erfiðari óvinir eru til dæmis Space Pirate Commandoes. Þeir eru velbúnir og frekar árásagjarnir. Þeir hafa Variable Pulse Cannon, E-Grenade Launcher og Energy Scythe í vopnabúrinu og munu ekki hika við að nota það á okkar heittelskuðu Samus. Poor thing. Auk þess að hafa öflug vopn þá hafa þeir skjöld, sem gerir þeim kleyft að forðast flest skot og möguleika á að gera sig ósýnilega, tja fyrir öllum nema Samus og Dark Visor haha. Bastards. Ég minntist áður á Ing, sem eru Dark kvikindi og eru mjög ólík Space Pirates. Ing eru gerð hreinni illsku og myrkri, sem er ekki góður kostur í óvin, og geta einnig breytt sér í vökvakenndan poll og fært sig milli staða. Yuck. Það er vitað um þrjár gerðir af Ing.

Inglet: Inglet er einskonar frumstig af Ing, breytilegar klessur sem geta fest sig við flest allt yfirborð, þar sem þær skjóta einhverjum viðbjóð á Samus í sjálfsvörn. Inglet ferðast yfirleitt saman í stórum hóp og forðast skær ljós.

Warrior Ing: Auk þess sem áður hefur verið minnst á geta þeir breytt sér í einhverskonar skotflaugar eða hvernig maður getur orðað, úr Dark-efni og notað flugbeitta fótleggi sína til að skera Samus í salat í nálægð. Þeir geta opnað upp lítil portals til Light world, sem geta breyst í banvæna ljósgeisla sem elta þig. Warrior Ing getur ekki lifað af í Light World en þeir geta andsett verur í Light world og flakkað þannig um í Light World. Andskotinn.

Hunter Ing: Ekki það að Warrior Ing væri nógu slæmt kvikindi, en það þurfti víst að búa til eitthvað sem væri enn skaðlegra og brjálaðra. Just great! Þeir fljúga, sem er ókostur, og geta gert sig ósnertanlega, þannig að þeir geta farið í gegnum aðrar verur frekar auðveldlega. Þeir eru viðkvæmir fyrir Light Beam en það er víst frekar erfitt að forðast armana á þeim, sem virka eins og eldflaugar. Ekki er meira gefið upp um þessi óbermi, en ef ég þekki Retro og Nintendo rétt, þá er eitthvað við þessa Ing sem gerir þá að einhverju sem við ættum að forðast.

Það hefur áður komið fram að Metroid Prime 2: Echoes mun innihalda multiplayer. Jíha! En hvort það sé góður aukafídus á eftir að koma í ljós. Margir sem hugsa eflaust “hvernig getur Metroid multiplayer virkað? WTF?!”. Ég er sjálfur ekki alveg á því hvernig þetta á eftir að virka en Retro segjast ætla að gera þetta að Metroid multi, ekki eins og einhver annar leikur. Þetta er Metroid, ekki Halo, ekki Half-Life og alls ekki Quake. Margir vildu fá multiplayer möguleikann í Metroid leikina og í stað þess að neita því alltaf þá virðist vera sem Retro hafi ákveðið að koma með eitt stykki multiplayer fest til að láta það vaxa úr Metroid leikjunum. Tja, nema það heppnist svo vel að fólk vilji það aftur. Who knows.

Líkt og í single player þá mun multiplayer spilast mikið í Morph Ball og geta spilendur notað MB til að flýja frá skotárás já eða þruma á andstæðing og veita honum smá skeinu í þokkabót. Morph Ball uppfærslur verða í multi. Í multi verður til dæmis Death Ball Mode þar sem einn spilarinn er í Morph Ball mode og eltir hina, en þegar hann kemur við einhvern annan spilara, deyr viðkomandi spilari, og MB spilarinn eltir hina uppi. Svona einskonar eltingaleikur. Leikur kattarins að músinni. Einnig verður hið hefðbundna “deathmatch” býst ég við þar sem fólk getur þrumað hvort annað niður eins og það vill en nú spyrja sumir sig, hvað með Lock-On? Er það ekki frekar ósanngjarnt í svona leik. Tja, eigum við ekki bara að minna á það enn einu sinni að þetta er Metroid. Samus is powerful. En það þýðir ekki að hinir geti ekki forðast lock-on, en það er hægt með því að breyta sér í Morph Ball og rúlla sér eins og vitleysingur í burtu. Já eða heigull. Í multi verða einnig áðurnefnd Morph Ball Cannon og Grapple Beam. Einnig er til staðar Hacker mode þar sem fólk getur installað vírus í aðra spilendur með scan visor minnir mig og með tímanum mun kerfi þess spilara sem hefur fengið vírus í sig, ruglast og að lokum mun hann drepast.

Retro hafa einnig uppfært grafíkvélina talsvert samkvæmt netmiðlum. Samus er nú mun meira detailed og sama má segja um flaugina hennar. Heimarnir tveir, Light og Dark eru mun grófari, harðara umhverfi og meira um “mannvirki”. Þá skal benda á að heimarnir eru einnig meira detailed. Allt hefur verið uppfært: grafíkvél, stjórnun, byssur, lýsing, hljóð. Allt. Stjórnun er sú sama þó það sé aðeins búið að uppfæra hana, eða segjum, betrumbæta hana. Þó er slúður í gangi um að það verði tvö control setups í leiknum. Hið hefðbundna og gerólíka öðrum FPS leikjum, það er Metroid Prime stjórnkerfið og svo annað stjórnkerfi sem ætti að gera þeim sem vanari eru venjulegum FPS leikjum auðveldara fyrir, Dual Analogue stjórnun, þar sem bæði analoginn og C-takkinn nýtast í stjórnun. Hvernig það virkar og hvort þetta sé satt mun tíminn einn leiða í ljós.

Allt í allt er ég frekar spenntur fyrir þessum leik. Jæja óke, ég get ekki beðið! Ég vona bara að þessi grein mín hleypi smá lífi inn í Metroid unnendur. Ég þarf ekkert að hrósa þessum leik eins og ég þurfti með Metroid Prime, nú þekkir fólk þetta. Ég þarf heldur ekki að halda uppi einhverju hæpi, fólk veit núna hvað Retro geta. Heimildir mínar eru frá IGN og Cube-Europe, sem endursögðu grein úr Game Informer um MP2:E.

Takk fyrir mig
Þetta er undirskrift