Já, ég man eftir því þegar ég fékk Doom, maður var nýbúinn að leggja C64 vélinni og fer svo allt í einu að höggva fólk í spað með keðjusög.
Umtalið sem Wolf3d og Doom fengu var svakalegt, og þá sérstaklega Doom, enda blóðugasti leikur ever á sínum tíma.
Ofbeldið í tölvuleikjum hafði verið af mjög svipuðum toga og í Doom í mörg ár (bara búið að þróast yfir í pólígona) þegar GTA 1 og Carmageddon (sem gekk út á það að keyra yfir fólk til að fá stig og tíma) komu út.
Það var heldur ekkert lítið umtalið sem þeir fengu, enda voru þeir svo miklu nær raunveruleikanum heldur en allir þessir Sci-Fi leikir sem höfðu komið á undan.
Svo koma GTA3 og Vice City!
Skoðum aðeins útlitið á leiknum. Þú ert gaur í borg sem stelur bílum, lemur saklausa vegfarendur, skýtur þá eða reynir bara að finna nýjar og nýjar aðferðir við að drepa fólk á sem skemmtilegastan hátt.
Þú getur keypt vændisþjónustu, drepið vændiskonuna og hirt peningana þína aftur.
Þú leysir mörg og mismunandi verkefni fyrir hina og þessa mobstera, sem geta snúist um handrukkanir, leigumorð, hryðjuverk og margt fleyra.
Ef þú deyrð eða ert handtekinn þá skiptir það ekki máli, því þá byrjarðu bara aftur.
Og þetta geturðu gert í þrívíddarumhverfi sem lýtur út eins og ósköp venjuleg nútíma borg, þannig að það er ekkert skrýtið að þetta fari fyrir brjóstið á fólki.
Svo kemur Manhunt en ég hef reyndar bara séð hann en ekki spilað sjálfur.
Persónulega finnst mér að kvikmyndaeftirlitið hefði átt að vera löngu byrjað að skoða tölvuleiki, og í raun ættu þeir að hafa 18 ára aldurstakmark á þeim.
Af hverju 18 ára á tölvuleikjum þegar þakið er 16 ár á kvikmyndum??
Vegna þess að tölvuleikir eru gagnvirkir en bíómyndir ekki.
Þegar þú spilar tölvuleik þá stjórnar þú atburðarrásinni, það ert þú sem reynir að finna bestu leiðina til að drepa viðkomandi ‘andstæðing’ en í bíó er það gert fyrir þig, og öll ósköpin hellast yfir þig, en ekki frá þér.