Jæja, önnur grein frá mér og AFTUR um Castlevania leik. Að þessu sinni er það komið að Castlevania: Lament of Innocence.
Leikurinn er á Playstation 2 og er í þrívídd sem er breyting frá hefðbundnu sniði Konami leikjanna frægu. Já og hann er bannaður innan 12 ára. Alltaf gott að vita það líka.
Þessi leikur, merkilegt nokk, gerist á undan hinum Castlevania leikjunum og leikur þú Leon Belmont, sem á að hafa verið fyrsti gaurinn í Belmont Clan-inu fræga til að vinna bug á Dracula.
Leon var áður riddari eða allavega einhvers konar knight, en þegar Sara, sem hetjan okkar var trúlofaður er rænt, segir hann upp titli sínum sem riddari eða reyndar baron og leggur í för að bjarga vinkonu sinni. Hann kemur í skóg nokkurn og hittir þar Rinaldo, gamlan skúrk sem mun hjálpa þér í leiknum með því að t.d selja þér hluti. En nóg um hann. Það var vampýran Walter Berhardt sem rændi Söru þannig að Leon fer í kastala hans með það eina markmið að bjarga henni. Yes.
Í þessum leik geturu í byrjun valið hvaða stað í kastalanum þú ferð á. Þú þarft engin ability til að komast eitthvað lengra. Markiðið er bara að drepa fimm aðalóvini til að komast á efstu hæðir kastalans. Ég er kominn þangað og ég vil sjálfur giska á það að það hljóti að vera eitthvað meira spennandi að gera. Anyways, áður en ég kem með álit mitt á þessum leik vil ég tala um spilunina fyrst.
Okey, X er hoppitakki og hægt er að gera Double Jump í byrjun leiksins, O er fyrir sub weapon, Δ er fyrir heavy attack og □ er fyrir light attack. Hægt er að gera combos. Þú getur varið þig með gauntlet-inum þínum með R1 eða R2. Items geturu notað í gegnum ákveðinn glugga á meðan leiknum stendur á sem birtist með því að ýta á hægri analog stick-ið eða nota Control Pad-inn. Með L1 og L2 geturu birt glugga sem gera þér kleift að equip-a relics eða orbs (meira um það seinna).
Skills:
Þú getur lært skills í gegnum bardaga eftir í hvað þú gerir. Ekkert meira að segja um það í rauninni. Quick Step gerir þér kleift að forða þér snögglega frá árásum óvina sem dæmi, með Falcon Claw eða hvað það nú hét geturu gert gamla, góða diving kicki-ið o.s.f.
Relics:
Relics eru svona galdrahlutirnir þínir. Með hverju relic-i geturu gert mismunandi galdur með því að ýta á R1/R2 + O eða sem sagt Guard+O. Svarog Statue gerir t.d svona fire dæmi eitthvað. White Bishop hækkar defence.
Orbs:
Þú færð orb eftir hvern aðalóvin, öll mismunandi að lit. Hvert orb gefur hverju sub weapon-i aukna krafta. Þetta er svona eins og í Castlevania: Harmony of Dissonance. Erfitt að útsýra þetta eitthvað nánar.
Equipment:
Þú getur notað Armor, Orb, Relic og 2-3 Accessories og auðvitað svipu. Þetta eru svona basic equipment-in. By the way, þú getur fengið misunandi svipur.
Items og Event Items:
Items eru bara Potions og þetta dót til að nota hvenær sem þú vilt. Event Items eru t.d eins og kort af hverjum stað í leiknum o.fl.
Marker Stones:
Bara svona ein nýjung í leiknum. Þú getur fengið 8 Marker Stones mismunandi að lit. Hver og einn Marker Stone geturu lagt niður á hverjum stað fyrir sig til að merkja við eitthvað. Þú kannski finnur einhvern hlut eða hurð sem þú getur ekki opnað þá. Þá merkiru herbergið með einum Marker Stone til að minna þig á það seinna. Ya’ get the picture.
Það er ekki hægt að level-a upp en þú getur fengið HP Max Up, MP Max Up og Heart Max Up til að gera þig sterkari á þeim sviðum, þ.e.a.s hækka maximum hjörtu (sem notuð eru til að nota sub weapon), HP (lífið þitt) og MP (til að nota relic).
Til að fá MP geturu block-að magic attacks eða svona special attacks hjá óvinunum þínum.
Hérna hafiði ýmislegt í grófum dráttum. En mér finnst þetta ágætur leikur og rosalega gaman að berjast í honum sérstaklega þegar maður er kominn með öflugt combo og skills. Annars verð ég að segja að þessi leikur er að mörgu leyti mjög innantómur. Þetta eru alltaf sömu ljótu gangarnir og herbergin og söguþráður er ekki beint mikill. Þó það gerist ekki oft, þá hefur þessi litli söguþráður engin sérstök slæm áhrif á leikinn. En eitt vil ég koma á framfæri nú þegar að tónlistin er hreinlega sending frá himnum. Að hafa svolítið hátt stillt og spila leikinn er frábært. Allavega átti þetta bara að vera stuttaraleg grein í grófum dráttum. Bless.
Kveðja, Veteran
P.S: Ég skrifaði þessa grein í flýti og sendi hana án þess að lesa neitt yfir eða svoleiðis og án efa kom ekkert allt fram um leikinn. Eða kannski, ég veit það ekki. En allavega, afsakið allar stafsetningavillur sem gætu hafa komið fyrir í þessari grein.