Jæja, var að klára Castlevania: Aria of Sorrow. Hann er hreint geðveikur.
Leikurinn er á Game Boy Advance og eeeer…þriðji í röðinni á GBA leikjatölvunna ef ég man rétt. Áður komu Castlevania: Circle of the Moon se, var frekar slappur og síðan kom Castlevania: Harmony of Dissonance sem var mega.
Erfitt var að komast yfir Aria of Sorrow hérna á Íslandi, held hreinlega að hann hafi aldrei komið sem er synd því þetta er margslunginn leikur. Kannski ég fari örstutt í söguna.
Nú, eins og allir Castlevania aðdánendur vita, þá fjalla leikirnir fyrst og fremst um Dracula. En nóg um það. Þessi leikur er örlítið öðruvísi varðandi það, því á þeim tíma sem þessi leikur gerist, hefur verið endanlega gengið frá Dracula. Hann er einfaldlega dauður á ekkert að koma aftur. Hinsvegar á að vera örlög einhvers að arfleiða, eða bara fá krafta Dracula um tíð og tíma.
Þótt ótrulega megi virðast, þá gerist leikurinn ekki í Translylvania eða þess háttar place-i, heldur skreppum við alla leið til Tokyo í Japan. Jebb.
Við fylgjumst með Soma Cruz, hetjunni okkar og töffara (sem lítur hreinlega alveg nákvæmlega eins og Alucard sem við kynntumst í Castlevania 1 og Castlevania: Symphony of the Night og Juste sem við kynntumst í Castlevania: Harmony of Dissonance) og Minu. Þau fara til Hinobi Shrine eða eitthvað svoleiðis til að sjá sólmyrkva sem ya’ know, er í gangi eða eitthvað. Vill svo skemmtilega til að einhvern veginn dragast þau inní kastala. What? Hvað er kastali að gera hérna? Lítur alveg eins út og kastali Dracula???
Ég segi ekki meira. En ég vil endilega fara tala um bardagakerfið í leiknum sem mig hefur kitlað í puttana að skrifa um. Svo, hvar byrja ég. Ef við byrjum á bardagakerfunum í hinum GBA leikjunum bara svona uppá kick-ið…
Circle og the Moon: Hér fékkstu sérstök spil eða svona Cards frá óvinum og gast notað þau til að gera allskonar galdra ef hægt er að segja svo. Tala ekki meira um það því ég hata þennan leik.
Harmony of Dissonance: Amm, hérna kom ágætt kerfi. Kannski ekki mjög stórt, en gott engu að síður. Gömlu góðu Castlevania vopnin, hnífurinn, öxin, holy water-ið og krossin voru enn hér en með smávægilegum breytingum fyrir tilstilli galdra bóka (Spell Books). Þú gast fengið nokkrar spell books s.s fire book og ice book og þessháttar. Með hverri bók gastu gert mismunandi trikk með hverju vopni (hnífur, öxi etc). Meira var það nú ekki svosem.
Okey, nú kemur töff kerfið í Aria of Sorrow…
Soma hefur þann eiginleika að stela sálinni úr óvinum. Stundum þegar þú drepur eitthvað skrímsli færðu sál þess og þá geturu notað einskonar Enemy Skill ef við geturm sagt sem svo.
Dæmi: Ef þú færð sálina úr Winged Demon eða Winged Guard eða hvað hann nú hét og þú equip-ar hana geturu hent litlum spjótum. You get the picture. Hægt er að fá sál úr
ÖLLUM, HVERJUM EINASTA óvini í leiknum, ef ekki öllum aðalóvinum líka. Þetta gerir þetta rosalega stórt og skemmtilegt kerfi, en það er meira. Það eru þrjár mismunandi tegundir af sálum sem gerir þér kleift að equip-a þrjár mismunandi sálir sem leyfa þér að gera mismunandi hluti. Vá. Anyways. Það er erfitt að skrifa eitthvað meira um þetta, þetta kerfi er bara magnað.
Annað sem er svolítið, hvað eigum við að segja, meira af í þessum leik heldur en honum GBA Castlevania leikjunum (og jafnvel öllum). Soma hittir gommu af fólki. Graham, Yoko og Hammer eru meðal þeirra en það eru einhverjir tveir, þrír í viðbót. Tölum ekkert meira um það. Ekkert spes að segja, annars á ég bara eftir að eyðinleggja eitthvað fyrir ykkur. Oh, by the way, Soma notar sverð, bara sverð, engar svipur í þetta skipti. Já og auðvitað hnífa.
Auðvitað færðu líka abilities til að komast áfram í leiknum s.s Slide og Double Jump. Segi ekki meira. Vil ekkert eyðinleggja fyrir framtíðar spilurum.
Eins og í Symphony of the Night er hægt að fá mismunandi endingar. Í rauninni bara tvær. Hægt er að klára leikinn og líka að klára hann alveg eins og ég kýs að kalla það í þessu tilviki. Ef þú klárar hann líka alveg, geturu farið í Hard Mode sem er algjör bölvun held ég, á eftir að prófa það.
Held ég sé búinn að segja nóg fyrir þá Castlevania fans þarna úti sem eiga eftir að spila þennan guðdómlega leik. Mig langar bara ekki að segja meira. Allavega, þessi leikur spilast eins og allir aðrir Castlevania leikir. Mission-ið er bara að koma sér áfram í kastalanum.
Kveðja, Veteran