Final Fantasy X-2 Final Fantasy serían hefur orðið fyrir miklum breytingum á síðustu misserum. Það er ekki nóg að XI hafi aðeins verið spilanlegur á netinu og Chrystal Chronicles einhver furðuleg-heit sem þarf að spila með Gameboy+Gamecube og vinum heldur hefur líka komið fyrsta framhald FF sögunar. Þetta er, eins og flestir ættu að vita framhald af hinum magnaða Final Fantasy X á Playstation 2. Þegar við aðdáendur FF leikjanna heyrðum af þessum leik var okkur að sjálfsögðu mjög brugðið, við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Svo þegar málin fóru að skýrast, og í ljóst kom að þetta var leikur með þremur léttklæddum stelpum dansandi við píkupopp er óhætt að segja að maður hafi fengið vægt áfall. Nú er leikurinn kominn til Íslands og hef ég verið að spila hann síðustu daga, í þessari grein ætla ég að segja álit mitt á gripnum.

Eftir að hafa farið í strætó í grenjandi rigningu og brjáluðu roki að kaupa leikinn kom ég heim þreyttur og tilbúinn að takast á við kvikindið sem ég var nýbúinn að splæsa tæpum sjö þúsund kalli í. Ég setti leikinn í og eftirvæntingin var í hámarki. Leikurinn byrjaði með rólegu lagi þar sem credits rúllan fór niður, ég vildi ekki missa af neinu þannig ég sat bara kyrr og horfði á þetta. Svo þegar þetta loksins kláraðist kom hinn klassíski FF “menu” upp þar sem ég gat valið New Game eða Load Game. Ég fór í New Game og beið spenntur eftir byrjunarmyndbandinu. Sá spenningur breyttist þó fljótt í viðbjóð. Asnalegasta myndband sem ég hef séð á æfinni kom upp á skjáinn fyrir framan mig. Þarna var Yuna (eða í rauninni kona sem leit út iens og hún…) að syngja eitthvert djöfullegt lag sem varð til þess að ég varð hálf-vandræðanlegur og áhyggjufullur um að einhver myndi ganga inn á mig meðan þessi hljóðmengun var í herberginu mínu, ég hefði einfaldlega litið út eins og hommi sitjandi fyrir framan þetta tölvugerða Popp Tíví myndband. Svo þegar það kláraðist var mér allt í einu hent inní bardaga, þetta gerðist svo fljótt að ég var með kókglas í hendinni þegar ég átti að vera að hamra á óvini mínum. Já, leikurinn byrjaði svo sannarlega ekki vel. Og svona var þetta næstu tvo tímana sem ég hreynlega píndi mig í gegnum. Loks fékk ég nóg, tók mér hlé og ofsinn í mér var hrikalegur. Ég gekk að PC tölvunni minni rauður í framan og fór á erlent Final Fantasy spjallborð. Þar bjó ég til þráð þar sem ég bölvaði og ragnaði leiknum svoleiðis að það var eins og ég væri andsetinn djöfullnum. Ég fór ekki aftur í leikinn það sem eftir var dagsins.

En svo kom annar dagur, þá var reiðin runnin af mér og ákvað ég að gefa leiknum annan séns. Og viti menn! Þetta var allt annað líf. Leikurinn varð betri og betri með hverri mínútu sem ég spilaði hann þangað til hann byrjaði loksins að spilast meira eins og alvöru Final Fantasy leikur. Ég byrjaði að taka leiknum eins og á að gera, með léttum hug ekki alvarlega. Því þessi leikur er ekki einhver epísk saga eins og forveri hans, þetta er bara skemmtun og frelsi til að gera það sem maður vill vegna “non-linear” söguþráðsins, maður fer þangað sem maður vil þegar maður vil. Ég er þó ekki að segja að það sé eitthvað betra en að hafa leikinn dreginn áfram af sögunni eins og forveri hans var. Final Fantasy X-1 var miklum meiri og betri leikur en X-2 sem er í rauninni bara skugginn af X-1. X-2 spilast í rauninni meira eisn og “tribute” fyrir forvera sinn, hann er ALGJÖRLEGA háður honum. Það er kannski hægt að lýsa þessu þannig að þessi leikur sé eins og sögu tími þar sem viðfangsefnið er fyrri leikurinn. Maður fer á sömu staðina og maður fór á í hinum leiknum, berst við sömu skrímslin og spilar sem (næstum) alveg sömu persónurnar. Og inn á milli koma myndbönd þar sem aðalpersónan Yuna rifjar upp atriði fyrri leiksins og útskýrir hvernig staðirnir hafa breyst síða þá. Já, FFX-2 er svo sannarlega háður X-1.

Leikurinn var þó ekki aðeins hallærislegur í byrjuninni, hann hefur enn sín “moment” þar sem manni langar til að æla á skjáinn. Hann er fullur af barnalegum stelpubröndurum sem maður myndi ætlast til að heyra í náttfatapartí frekar en í tölvuleik. Rikku, sem er önnur þriggja aðalkvendanna er líklega mest óþolandi persóna sem ég hef séð í leik. Mig langar oft til að kyrkja þetta skrækjandi, barnalega kvikindi. Já hún skrækir, þökk sé rottunni sem talsetur hana (sem er líklega svona 6 ára gömul). Og talandi um talsetninguna, þá eru hinar persónurnar heldur engin hátíð. Það er eins og sú sem talar inn á Yunu sem að gera í því að tala eins rólega og kvennlega og hún getur, þið skiljið þetta þegar þið heyrið í henni, hún hljómar eins og einhver mamma sem er að syngja vögguvísu fyrir ormana sína. Og þá er komið að þriðju persónunni, Paine sem er án efa sú flottasta í leiknum. Hún er sú eina sem fer ekki í taugarnar á mér, er alltaf róleg og ekki eins fáránleg og hinar. Þó skemmir það fyrir að sú sem talsetur hana hljómar eins og hún tali með lokaðan munninn. Og fyrst ég er að kvarta undan hljóði leiksins þá má ekki gleyma tónlistinni, sem var EKKI compósuð af snillanum Nobou Uematsu. Nei í staðin fengu þeir mann sem hefur hrært saman einhverju teknó rusli. Já þessi leikur skorar ekki hátt í hljóðdeildini.

Bardagakerfi leiksins er ég þó MJÖG ánægður með. Það er mun hraðara en í fyrri leikjunum og eru óvinirnir út um allt. “LVL-up” og “dress sphere” systemin eru einnig afar vel heppnuð.

Final Fantasy X-2 þrátt fyrir allt snilldarleikur, en engan vegin gallalaus. Ég mæli með honum fyrir þá sem nutu FFX en gef þeim það ráð að taka leikinn ekki of alvarlega. Það er hægt að hafa mjög gaman af honum með réttu hugarfari. Þeir sem vilja frekar “alvöru” Final Fantasy leik ættu að bíða eftir XII, en fyrir mig, dugir þessi í bili!

Takk fyrir,
Leonheart.