Flestir leikjaunnendur hafa heyrt af “Shenmue”-seríunni en fæstir hafa virkilega lagt í það að spila leikina. Upphaflega var fyrsti leikurinn “Shenmue: Chapter I: Yokosuka” kallaður “Virtua Fighter RPG” og fékk svo code-nafnið “Project Berkley”. Þetta var stóri Dreamcast hlutverkaleikurinn sem kom út í desember 1999 í Japan. Þeir sem fylgdust með tölvuleikjabransanum í lok síðasta áratugs hafa eflaust heyrt af þessum leik sem átti samkvæmt Sega að breyta hlutverkaleikjum og var slagorðið í treílerinum “RPG” (krossað út). Leikurinn var heil sjö ár í gerð og er einn af dýrustu leikjum allra tíma(Guinnes Book World of Records). Hann kostaði um $10 milljónir og var draumaleikur Yu Suzuki (Virtua Fighter) sem var mikilvægur maður í upphafi þrívíddarleikja á leikjatölvum. Eitt sem er eflaust mjög sjaldgæft gerðist rétt áður en hann var gefinn út; hann var frestaður til apríl 2000, en stuttu síðar var hætt við að fresta hann, öllum var ýtt áfram og leikurinn kom út fyrir árslok 1999. Ótrúlegt. Sega kemur manni alltaf á óvart.
Leikurinn sjálfur var snilldar-mix af adventureleik, hlutverkaleik (RPG), geðveikri þrívíddargrafík og virkilega skrítnu sistemi úr spilakassaleiknum Die Hard Arcade (Sega) sem snýst um það að ýta á tilteknan takka eins fljótt og hægt er um leið og merkið birtist. Ýmis ný leikja-“kerfi” voru tekin í notkun í fyrsta skiptið eins og t.d. veðrarkerfið og sérstakar andlitshreyfingar sem aldrei hafa sést áður. Talsetningin var góð en það tók Sega heilt ár að þýða hana yfir á ensku. Umhverfið er ótrúlegt og það er hægt að tala við fleiri hundrað persónur.
Framhaldið var algjör draumur. Upphaflega var tilkynnt um að 16 kaflar myndu koma á Dreamcast. Shenmue (þriggja GD-diska leikur(3GB)) var aðeins einn kafli af þessum 16. Þessu var lauslega og óformlega aflýst en framhaldið af Shenmue átti að innihalda annan til sjötta kaflann. Hann átti einfaldlega að vera kallaður “Shenmue II”. Ekki var mikið fjallað um hann fyrr en honum var aflýst fyrir Dreamcast og hann tilkynntur fyrir XBox. Þetta var alveg rosaleg tilynning í mínum augum því að þetta var eitt fyrsta merkið um að Microsoft vissi hvað þau væru að gera. Ég var alveg svekktur og leiddist yfir því að þurfa að bíða ennþá lengur þangað til hann myndi koma á XBox.
Leikurinn seldist svo ágætlega, en ekki nógu vel að mati Sega, enda er leikurinn, eins og fyrsti kaflinn, einn af dýrustu leikjum allra tíma; $20 milljónir(Guinnes Book World of Records). Það sem kom öllum á óvart var að Big Ben (UK) kom leiknum út í Japan og Evrópu á Dreamcast!!!, og það áður en hann kom út á XBox. Þetta var ótrúlegur dagur hjá mér þegar hann kom út og upphafið á ótrúlegri tölvuleikjareynslu. Það er skrítið fyrirbæri að leikur séu aflýstir á einum stað en samt gefnir út á öðrum. GameCube-exlclusive leikurinn “Killer 7” (GameCube) var nýlega tilkynntur á PlayStation 2 en aðeins í Japan og Evrópu. Í Bandaríkjunum er hann ennþá Gamecube-exlusive.
Leikurinn “Shenmue II” breytti lífi mínu. Hann gaf mér innsýn í fallega landið Hong Kong. Hann var u.þ.b. fjórum sinnum stærri en fyrsti leikurinn og öllu var uppfært: grafíkinni, leikjakerfum og umhverfinu. Leikurinn var á fjórum GD-diskum (4GB)Aldrei hef ég kynnst jafn “VANABINDANDI” tölvuleik enda er hægt að fara í töluvert marga “veðleiki”. Pachinko er einn vinsælasti veðleikurinn í Kína og Japan. Einnig er hægt að fara í teningaleiki, spilakassa, “dart-board” á móti meisturum, gæsa-kattlaupi og miklu fleira. Nokkra spilakassatölvuleiki er hægt að spila eins og Afterburner, Outrun og Space Harrier sem komu út á spilakössum frá Sega einhverntímann fyrir um 15 árum síðan. Það besta var að leikurinn var á japönsku og textinn á ensku. Japanska er svo ótrúlega fallegt mál og aldrei hef ég kynnst þessu í gegnum tölvuleik. Fólkið talar um svo marga hluti og það er alveg jafn áhugavert og raunverulegt fólk. Já, þetta hljómar einkennilega, en tölvuleikurinn er skemmtilegri en lífið sjálft.
Ég man eftir því að stuttu eftir að ég kláraði Shenmue fór ég til Taílands og þar tók ég fullt af myndum í “Chinatown” vegna þess að ég fékk svo mikinn innblástur af því að fræðast um Kína í Shenmue. Það sama gerði ég í Chinatown Amsterdam. Kína var rosalega dularfullt land í sögu Shenmue og fór Ryo Hazuki í kínverska veitingastaði og búðir til að spyrjast um kínversku mafíuna í fyrsta leiknum. Shenmue II var algjör draumur…….. að vera Í (!!!) Hong Kong. Draumurinn minn mun rætast í ágúst…. þá ætla ég til Kína og Hong Kong. Fyrir utan Banjo-Kazooie held ég að ég hafi aldrei klárað leik jafn oft en ég kláraði hann fimm sinnum og það tók örugglega yfir 20 tíma í hvert skipti. “Shenmue III” hefur verið tilkynntur sem síðasti hluti seríunnar en litlar vonir eru um að hann muni nokkurn tíma koma út vegna gifurlegs þróunarkostnaðs fyrri leikajanna.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á góðum leikjum að fá sér Dreamcast og “Shenmue II”, því að hann mun breyta lífi ykkar. (XBox útgáfan er góð en hún er með enska