Eins og margir vita þá var ætlunin að halda skemmtilegt mót í einhverjum völdum leikjum fyrir Nintendo GameCube fyrir jól, en eftir smá umhugsun þá var ákveðið að bíða með það fram yfir jól. Í stað þess að hafa þetta í jólastressinu, allir fyrir öllum og bara meiri líkur á veseni, þá var ákveðið að hafa þetta í janúar. Upphaflega ætluðum við að hafa þetta um miðbik mánaðarins en vegna smá örðuleika þá tafðist það aðeins, eða um hálfan mánuð, eða þar um bil. Einhverjir GameCube eigendur og sjálfskipaðir leikjameistarar hafa beðið eftir þessu og hef ég fengið ófá skilaboðin um þetta blessaða mót, sem aldrei virðist ætla að koma.

En, eftir nokkra bið er loks komið að því.

Ætlum við að halda lítið GameCube mót í verslun Bræðranna Ormsson þann 31. janúar, en það er laugardagur. Tímasetning ætti ekki að vera mjög slæm fyrir þá sem einhverja reglu hafa á sínum svefni en þetta verður frá kl. 11.00 til 15:00. Fyrir þá sem ætla sér að taka þátt þá er bara um að gera að sleppa öllu sukki og heavy fyllerístandi á föstudeginum svo þeir mæti ekki þunnir eða úrillir. Við vitum öll að þannig fólk er tapsárara ;)

ATH: Laugardagurinn 31. janúar klukkan 11:00 til 15:00

Upphaflega áttu að vera fjórir leikir á einum degi. En eftir að í ljós kom að tímaþröngin hefði verið frekar mikil þá var ákveðið að skella þessu í tvo daga, s.s tveir leikir á dag. En þá kom upp það vandamál að við vissum í raun ekkert hvort að fólk ætti eftir að mæta á þetta blessaða mót okkar. Því var svolítil áhætta á “bömmer” að hafa tvo daga og kannski 10 manns mæta á föstudeginum en bara 7-9 á laugardeginum. Til að forðast þannig leiðindi þá ákváðum við að skella upp svona litlu og þægilegu prufumóti. Þannig verður þetta því bara einn dagur, 31. janúar, 4 klukkutímar og tveir leikir.

Hvers vegna bara prufumót, spyrja eflaust einhverjir. Jú, ein ástæðanna er þarna fyrir ofan. Þetta er fyrsta mót Ormsson og því engin reynsla á þessu og því vitum við ekkert hvort að mæting verði góð eða léleg. Jú vissulega verður skráningarlisti, en það getur nú komið fyrir að fólk skrái sig en mæti svo bara ekkert. Einnig viljum við sjá hversu mikill áhuginn er (eða lítill) til að sjá hvort grundvöllur sé fyrir stærra móti. Það er, fleiri tölvur, fleiri leikir og meiri tími. Meira grand, ef þið skiljið mig. Í stuttu máli: Ef þetta gengur vel, þá verður mjög líklega annað og stærra. Ef þetta gengur ekki, þá verður ekki kátt í höllinni (Imbaútskýring: ekki annað mót!). Við Hugarar fáum því það verkefni að prufukeyra svona mót, því má kalla þetta “GameCube mót Hugara” en þetta er að öðru leyti ekkert auglýst. Því er litið á þetta þannig að ef fólk mætir í ásættanlegu magni bara af Huga, þá hljóta fleiri að mæta ef þetta er auglýst.

Leikirnir eru, eins og fram hefur komið, tveir. Þar sem flestir eiga og unna Super Smash Bros. Melee þá er hann annar leikjanna. Hinn er óákveðinn og læt ég það í hönd ykkar að kjósa um þann leik sem þið viljið helst. Eins og fólk veit þá er Super Smash Bros. Melee vinsæll ofurslagsmálaleikur sem inniheldur allar vinsælustu Nintendofígúrurnar í allsherjar buttonbashing. Undantekningarlaust gólar fólk, bölvar, hlær, pirrast, svitnar, slefar, fre… Það verður allavega gaman að þessu, segjum það bara. Einu skilyrðin með valið á hinum leiknum er fjölspilunarmöguleiki (2-4) og að hann sé einhverskonar keppnisleikur. Ef mótið klárast fyrr en áætlað er (sem er alveg góður möguleiki) þá gefst fólki tækifæri á að spila áfram í þeim leikjum sem fólk vill og keppa við aðra áfram, þó svo að engin raunveruleg keppni sé (mót þ.e) heldur bara skemmtun milli leikjagúrúa. Það yrði þá til klukkan 15:00.

Verðlaun eru vissulega til þess að keppa um og þó svo að þau séu ekki skjávarpi eða heimabíókerfi þá eru einhver verðlaun. Líklegast verða gefnir tveir leikir að eigin vali, einn á hvorn sigurvegara, en leikirnir eru tveir og því tveir sigurvegarar. Ef breytingar verða þá verður það tilkynnt þegar mótið hefst.


Spilun er skipt svona niður:

- 4ra manna leikur (Super Smash Bros. Melee):

16-manna undankeppni
Hópur 1 (2 efstu áfram)
Hópur 2 (2 efstu áfram)
Hópur 3 (2 efstu áfram)
Hópur 4 (2 efstu áfram)

8-manna undanúrslit
Hópur A (2 efstu áfram)
Hópur B (2 efstu áfram)

4-manna úrslit
Lokahópur


- 2ja manna leikur (t.d Soul Calibur II)

16-manna undankeppni
Par 1
Par 2
Par 3
Par 4
Par 5
Par 6
Par 7
Par 8

8-manna undanúrslit
Par A
Par B
Par C
Par D

4-manna úrslit
Par X
Par Z

2-manna úrslit
Lokapar


Leikreglur og umgengnisreglur eru einfaldar.

- Í hvorn leik komast aðeins 16 manns og því spilað í fjórum hópum (eða 8, fer eftir fjölspilunarmöguleika seinni leiksins) og fjórir í einu (eða tveir, dah). Dregið er í hópana, þannig að geta segir ekkert til um í hvaða hóp þú ert. Það er því mikið atriði að skrá sig sem fyrst, ef þú vilt vera með.

- Allir characterar í Super Smash Bros. Melee verða spilanlegir og val á þeim frjálst. No handicap. Öll vopn og aukahlutir leyfðir. Óendanlegur tími. 3 líf á mann. Val á “borði” er Random. (Nánari reglur fyrir hinn leikinn verða birtar þegar nær dregur eða þegar mótið hefst.)

- x) Ef hinn leikurinn er slagsmálaleikur (Soul Calibur II, t.d) þá gilda sömu reglur og fyrir Super Smash Bros. Melee.

- xx) Ef hinn leikurinn er bílaleikur (Burnout, F-Zero, Mario Kart t.d)þá er val bíla frjálst og val brautar er Random. Ekkert handicap. Öll vopn og aukahlutir (ef eru) eru leyfðir.

- xxx) Ef hinn leikurinn er skotleikur (Time Splitters 2 t.d) þá er borðaval Random. Frjálst val á character. Ekkert Handicap. Öll vopn og aukahlutir leyfilegir.

- Fólk má koma með eigin fjarstýringu, ef það er búið að móta hana og takkana eftir eigin fingrum og lófum með gríðarlegri ofnotkun.

- Ofbeldið fer fram á skjánum, ekki milli einstaklinga J

- Ekki er ætlast til þess að fólk komi með drykki eða mat inn í verslunina (Hugsið um það, fleiri tugir raftækja sem eru viðkvæm fyrir þessu). Sá sem ekki fer eftir þessu verður beðinn um að losa sig við þetta eða hreinlega vísað úr versluninni

- Óþarfa hávaði, dónaskapur og hamagangur er með öllu óheimill. Brot á þessari reglu kallar á brottrekstur úr versluninni. Þetta er ekki leikvöllur.

- Slæm meðferð (skemmdir) á búnaði getur verið sektarhæf.

- Ef keppandi er ekki mættur kl. 11:15 þá er hann skráður úr keppni.

- Ef það eru laus sæti í þessum tveim 16 manna hópum, þá er hægt að fá skráningu í þau þegar á mótinu stendur. Ef einhver mætir of seint, verið skráður úr keppni og laust sæti til staðar, þá er auðvitað alltaf hægt að koma viðkomandi aftur inn. Ef allt er fullt og annar einstaklingur fengið lausa sætið, þá er það ekki möguleiki.

- Til að skrá þig sendu mér þá skilaboð með eftirfarandi upplýsingum: Fullt nafn, aldur og hvaða leik þú ætlar að keppa í. (ATH: Hægt er að skrá sig í báða leikina.)

- Skráningu lýkur á föstudag kl. 23:30.

- Ekkert skráningargjald


Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita þá bara spyrjið mig hérna í svörum eða sendið mér skilaboð.

Smá innskot í lokin, en það getur vel verið að GameCube, Game Boy Advance SP og einhverjir valdir leikir í þær verði á sérstöku Mótstilboði. Það er ekkert öruggt en það er möguleiki. Hafið augun opin.
Þetta er undirskrift