Fínt að fá svör, sýnist við vera á sömu bylgjulengd með marga, ef ekki flesta, af þessum hlutum, þó vil ég fá að rökstyðja/svara hinum punktunum.
tilvitnun:
“Flott hjá þér að virða þessa ákvörðun og eins og þú segir að þá er multimedia eitthvað sem markaðurinn vill og ég get ekki séð að Game Cube hafi sannfært neytendur um hið gagnstæða.”
-Samkvæmt heimasíðunni www.cube-europe.com þá virðist það vera svo að fólk sé farið að átta sig á kostum kubbsins:
http://www.cube-europe.com/news.php?nid=5816tilvitn un:
“En ef þú hefur misskilið það sem ég er að segja þá er ég ekki endilega mikill stuðningsmaður þessarar multimedia fídusa, en ég er fullviss um að ef Nintendo sleppir þeim þá mun það reynast þeim illa.”
Það getur vel verið að ég hafi misskilið þig, en ég er sammála þér að það mun reynast Nintendo illa ef þeir sleppa gjörsamlega margmiðlunar-möguleikunum. Það getur líka verið að þú sért að misskilja mig. Margmiðlunarfídusar sem eiga að nýtast í meirihlutann af leikjakeyrslunni verða náttúrulega að fylgja með tölvunni. Ef það hefur verið ákveðið að láta leikina vera á DVD diskum (eins og Sony og Microsoft völdu að gera) verður að vera DVD lesari og þá má alveg láta vélina lesa DVD mynddiska. Tja, eða þá ef maður ætlar að láta tölvuna hlaða niður leikjum af netinu (eins og Phantom hefur í hyggju) þá verður náttúrulega internetmódemið (og símasnúra) að fylgja. Þessir margmiðlunarmöguleikar þarf ekki að hafa ef tölvan nýtir sér þá ekki venjulega, heldur á að selja þá sem aukabúnað fyrir þá sem vilja og hlaða tölvuna þá frekar með “auðveldlega-hægt-að-bæta-ofan-á-búnaði” (hvaða í áranum heitir svona búnaður á íslensku?). NDS svipar að mér skilst til handtölva og þá á hún ekki að innihalda DVD spilara bara svo að einhverjir bjánar kaupi sér leikjatölvu til að horfa á Matrix DVD myndina sína, heldur ætti hún að hafa DVD spilara ef leikirnir verða á DVD formatti. Ég vona að ég geri mig nógu skiljanlegan… annars er þá bara að dissa mig…
tilvitnun:
“Þetta er náttúrulega fáránlegur samanburður”
-Ekki að það komi umræðunni við… en ég er sammála um að þetta er fremur ýktur munur, (ristavél hefur ekkert með sjónvarp að gera o.s.frv.) en það er sagt að ef maður vill vekja athygli á einhverju þá á maður oft að koma með myndrænar ýkjur, bara svo að það fái fólk til að spá í það sem maður var að enda við að segja. Tækni sem Michael Moore notar óspart - ýkjur og húmor. Það væri nú samt gaman að því að sitja og rista brauð og drekka appelsínudjús um morguninn og horfa á eins og einn Simpsons þátt af DVD í ristavélinni sinni… bara upp á djókið
tilvitnun:
“ en ef þú skilur þessa hugmynd svona vel endilega útskýrðu hana fyrir mér og þá af hverju NDS er svona rosalega mikið ”the future“ umfram PSP”
-Ég sagði ekki að ég skyldi þetta svona hrikalega vel… ég sagði að þetta liggi ljóst fyrir öðrum, þá á ég við framleiðendur tölvunnar (Nintendo og fleiri aðila sem koma að hugsunarvinnunni á bak við tölvuna) og því til rökstuðnings er náttúrulega það að þeir eru að fara út í framleiðslu og hefur greinilega fundist þetta góð hugmynd til að byrja með.
tilvitnun:
“… allavega hef ég lítið heyrt menn hér tala mikið um Eye Toy, þrátt fyrir að það sé án efa ein merkasta nýjung á leikjatölvumarkaðinum”
-Ég tók eftir henni og taldi hana bjóða upp á möguleika… þeir bara höfðuðu ekki til mín (sjáum til hvað þeir gera með EyeToy-ið seinna meir)… ég vil ekki hoppa um eins og gúrka fyrir framan sjónvarpið mitt til að skafa fjólubláan skafmiða sem er á sjónvarpsskjánum mínum.
tilvitnun:
“Segðu mér eitt var eitthvað ”nýtt og ferskt“ við Game Cube umfram PS2 eða X-Box”
Það sem að ég sá við GameCube eru leikirnir (exclusives og mikil vinna lögð í leikina, auk þess að flestir þeir leikir sem eru gefnir út á öllum þrem tölvum - og ég hef áhuga á - eru að taldir bestir á GameCube), þrjú ofurhröð port neðan á tölvunni (svo hægt sé að bæta ofan á tölvuna - næstum því endalaust), langþægilegasta fjarstýring sem ég hef nokkurn tímann haldið á (algjörlega sniðin fyrir mig), auk þess að hún er handhægari og minni en hinar tvær (tilvalin þegar ég er endalaust að taka tölvuna með mér fram og til baka milli landa). Þetta er bara það sem ég taldi að GameCube hefur umfram hinar tvær. Ég er ekki að segja að kubburinn sé besta tölvan - hún er bara betur sniðin fyrir mig en hinar). Þetta er reyndar fyrir utan okkar samræðu - við erum að tala um NDS sem nýja leikjatölvu.
tilvitnun:
“Fjöldi örgjafanna skiptir litlu máli, þú getur verið með 10 örgjaf sem saman eru kraftminni en einn örgjöfi og öfugt Persónulega hef ég lítið vit á uppbyggingu örgjöfa en miðað við það sem ég hef lesið um NDS þá er grafík getu hennar líkt við N64 á meðan flest bendir til þess að PSP muni nálgast PS2 í grafík.”
-Hehe… úps… sá þegar þú tilvitnaðir í mig að ég skrifaði “örgjörvi” (í þessi tvö skipti sem ég gerði það). Ég játa á mig klunnaskap þarna. Ég er mikill stuðningsmaður íslenskrar tungu og tel mig vita mikið um uppbyggingu örgjafa. Ég hef ekki hugmynd af hverju ég vildi kalla þá örgjörva (líklegast af því að ég hef kallað þá processors í eitt og hálft ár) og þetta kemur eflaust niður á trúverðugleikanum mínum… klúður! Jæja, ef ég sný mér aftur að máli mínu. 10 örgjafar sem eru lengur að framkvæma aðgerðir en einn vel uppbyggður og hraðvirkur örgjafi, en það stendur hvergi að þeir ætli að taka tvo gamla örgjafa og henda þeim inn í þessa vél. Ég er nær viss um að örgjafarnir verði mjög nálægt því að verða þeir hraðskreiðustu sem völ er á fyrir notendur (og veskin þeirra) og þegar þú setur tvo svoleiðis í eina vél þá ertu kominn með enn hraðskreiðari vél (af því að þeir framkvæma báðir, hvor í sínu horni - samtímis, tvisvar sinnum fleiri aðgerðir en einn svoleiðis).
tilvitnun:
“NDS verður nýjast og öflugasta lófaleikjatölva Nintendo þegar PSP kemur út, auðvitað munu þessar tvær tölvur verða bornar saman og munu keppa um hylli markaðarins, annað er fáránlegt.”
-Þá er það bara þeim sem bera þær saman og þeim sem trúa þeim samanburði að kenna… því þetta er ekki sami flokkur af leikjatölvum… Það að bera þær saman er jafn fáránlegt og að bera saman PS3 og GameBoy “the new version”, ef þær koma út á sama tíma… að mér skilst þá á þetta að verða tölva sem er hvorki “GameBoy” né “GameCube” heldur eitthvað alveg nýtt (eins og gamla góða NES var á sínum tíma).
tilvitnun:
“En segðu mér eitt hvort er verri tilhugsun fyrir þig, fyrst leikirnir eru það eina sem skiptir máli: Super Mario á PS3 eða Super Mario á N5 með DVD playback, internet browsing og MP3 playback?”
-Ég geng út frá því að við séum að tala um “Super Mario: Kitchen Cooking” (leikur sem hefur og verður vonandi/líklegast ekki verið framleiddur) og að PS3 bjóði ekki upp á þessa möguleika og að þesar tölvur séu annars mjög líkar (ég hef hvorki kynnt mér PS3 né N5 svo ég veit ekki um neina aðra fídusa sem þær eiga að bjóða upp á). Ef leikurinn mun bjóða upp á möguleikann að hlaða niður nýjum uppskriftum af netinu og leikurinn annaðhvort sé á DVD diski eða að maður þurfi að bíða í hálftíma meðan kakan er að bakast og þá geti maður horft á DVD mynd meðan maður bíður eða dansað gegnum mp3 sem maður nær í á netinu, þá myndi ég frekar kjósa N5. En ef leikurinn er bara að elda og reyna að ekki missa of mikið úr saltdúknum þá væri mér slétt sama um hvor tölvan það væri (þarna spilar grafíkin náttúrulega inn í ef það er vel unnið úr henni - ég vil ekki kalla mig grafíkhóru en ég myndi auðvitað taka þá tölvu sem bæði upp á kraftmeiri grafíkvinnslu).
Þakka fyrir mig…