Ef þið eruð undir 16 ára aldri, hættið að lesa núna. “Too Human” inniheldur gróft ofbeldi.
Hvað er “Too Human”? Það er góð spurning. Þið hafið kannski heyrt minnst á þennan leik í umfjöllunum um GameCube. Flestir halda ennþá að hann komi á GameCube. Ég læt ykkur hér með vita enn og aftur að hann kemur á næstu Nintendo next-gen tölvu sem fólk kallar N5 nú til dags.
Silicon Knights er þróunaraðili leiksins. Þau þróuðu GameCube leikinn “Eternal Darkness: Sanity’s Requieem”, sem þrátt fyrir að 106 gagnrýnendur gáfu leiknum yfir 90% og þar á meðal gáfu 15 gagnrýnendur honum 100%, seldist aðeins í 250.000 eintökum. Silicon Knights hefur verið að pæla í “Too Human” síðan snemma á síðasta áratug en þróun leiksins byrjaði 1998. Hann átti upphaflega að koma á fjórum geisladiskum á PSOne sumarið 2000. En Nintendo keypti fyrirtækið þannig að leikurinn var færður yfir á GameCube og lauslega kynntur í vídeóformi SpaceWorld 2000. Síðan hefur leikurinn verið óopinberlega aflýstur og er “Too Human” nú áætlaður fyrir N5 sem kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi 2005. Þangað til eru Silicon Knights uppteknir við að endurgera “Metal Gear Solid” fyrir GameCube sem á vonandi eftir að seljast vel þegar hann kemur út í Bandaríkjunum í mars.
Í “Too Human” spilar maður undercover-lögguna John Franks árið 2450. Heimurinn er orðinn “mega-civilization of androids, robots, cyborgs and Big Brother companies”. John Franks er cyborg, sem sagt hálfur maður, hálf vél. Félagi John Franks í lögreglunni var drepinn af vondu fyrirtæki og í framhaldi ætlar sér John Franks að hefna sín. “You're an undercover police officer infiltrating a corporation into their security forces to investigate another corporation”
Lítið hefur verið sýnt úr “Too Human” en síðast sáust FMA (Full Motion Action) úr honum sumarið 2000. Leikurinn flokkast undir Action-RPG en “The Legend of Zelda: The Wind Waker” flokkast einnig undir Action-RPG. Það verða engir “random-encounters”. Það verður nokkuð af stealth í leiknum í líkamhlutir á manni og á öðrum skipta miklu máli í bardögum. Maður getur “uppfært” sig með framtíðartækninni og meðal þess sem hægt er að uppfæra er að fá ný augu, nýjan háls, nýjar fætur og nýja handleggi. En hversu mikið getur maður uppfært sig áður en maður verður ““Too Human””? Þetta er þema leiksins sem er það sama og í textanum á plötunni Digimortal eftir Fear Factory.
Það áhugaverða við leikkerfið er að maður stillir sig eins og maður vill spila leikinn. Ef maður vill nota meiri stealth þá uppfærir maður fæturnar á sér meira, en ef maður vill geta haldið á öflugustu byssunum þá uppfærir maður frekar handleggina á sér.
“Too Human” mun innihalda minnst 15 vopn, fjögur “targeting-systems” og sex mismunandi skot-típur. Maður ferðast um 15 “heima” og það verður einskonar voice-over af John Franks í leiknum þar sem persónum og umhverfum er lýst. Það er yfir einn klukkutími af myndböndum og tveir og hálfur tími af gæðatalsetningu. Auðvitað mun Silicon Knights nota DivX til að losa okkur við lágu upplausnina í FMVs sem við sáum í “Eternal Darkness: Sanity’s Requieem”. Samkvæmt Denis Dyack tekur 80 tíma að klára leikinn og það fjórir mismunandi endir. Þess má geta að “Eternal Darkness: Sanity’s Requieem” hefur einnig “alternative ending” þegar maður klárar leikinn í þriðja skiptið. Ég hef aðeins klárað hann tvisvar, en þið finnið örugglega myndband á vefnum.
Í lokin heyrið í Denis Dyack, “project director” “Too Human” –
“Trust us, the game will blow you away”
Ég treysti þeim.