Ég ætla að gera smá samantekt á Gamecube leikjunum mínum og deila með ykkur.Ég fékk með Gamecube í mars og keypti fullt af leikjum en ég hef haft lítið um mig upp á síðkastið.

Sá fyrsti heitir Simpsons Road Rage, Graffíkin er frekar ömurlega léleg eins og venja er með Simpsons leiki en skemmtanagildið er mikið.Leikurinn er með skemmtilegan söguþráð og þetta er fyndnasti leikur sem ég hef prófað en þar er allt upp talið.Hann er bara alltof einhæfur til að nenna að spila hann í gegn.
Einkunn 6/10

FIFA 2003:fifa þarf ekki að kynna enda eru þetta snilldar leikir,graffíkin er góð eins og leikjaspilunun og það sem gerir leikinn enn skemmtilegri eru öll hljóðin sem maður heyrir í leikmönnum og stundum dómara.Jæja en nú er kominn FIFA 2004 þannig að þessi er nú harla ómerkilegur.
Einkunn 7,9/10

Super Mario Sunshine:Snilld,ég hef alltaf verið aðdáandi Mario og hann bregst ekki í þessum leik.Hef ekki hitt neinn sem finnst hann leiðinlegur ennþá.Graffíkin,spiluninn og allt er bara frábært við þennan leik en eini mínusinn er að söguþráðurinn er alltaf eins.Að bjarga prinsessuni,það væri gamann að fá leik sem gengur ekki út á það en þetta sleppur fyrir horn því nú er kriddað uppá þetta með nýjum karakterum eins og vatnsbyssuni hanns Mario og pabba prinsessunar.
Einkunn 8,4/10

Lord Of The Rings TT:Þessi leikur er frábær,graffíkin,söguþráðurinn eins og gefur að skilja og flest allt sem prítt getur góðan tölvuleik.Málið er bara að hann er alltof stuttur,Þetta eru ekki nema um 10 borð sem maður þarf að fara í gegnum og er það frekar lélegt þar sem leikir eru alltaf að lengjast.Reyndar eru allskonar stuttar heimildarmyndir þar sem talað er við leikaranna og staffið í kringum leikinn og myndirnar.
Ég fullyrði að þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef prófað fyrr og síðar því að mjög erfitt er að fá leið á honum.
Hægt er að leika Legolas,Aragorn og Gimli og eru þeir mjög misjafnir sem gerir leikinn skemmtilegri því það er allt annað að spila td Gimli en Legolas.Þannig að maður fær síður leið á honum.
Maður lifir sig svo sannarlega inn í þennan leik og fær hann í einkunn 9/10


Super Smash Bros Melee:er leikur sem að ekki er hægt að fá leið á,þessi leikur er að mér finnst alveg eins og sá fyrsti að undanskildum nokkrum nýjum köllum sem hægt er að stjórna og nokkrum nýjum borðum sem flest eru leiðinleg.
Hægt er líka að fara í adventure mode(veit ekki hvernig er skrifað)en það er mjög líkt venjulega classic mode-inu.
Mér fannst þessi leikur betri á NT 64 því að í flestum borðunum er búið að bæta við allskonar dóti sem mér finnst alger óþarfi.Super Smash Bros er leikur sem ég dýrkaði á sýnum tíma því að það voru enginn takmörk hvað maður gat orðið góður í honum en flest þessi nýju borð eyðileggja það og gera sigurvegarann að happagrís sem er ekki eins skemmtilegt.
Samt er ekki hægt að fá leið á honum en ég spila hann ennþá í NT 64.
Einkunn gamli 9/10 nýji 8/10


Starfox Adventure:Flottasta graffík sem ég hef séð í tölvuleik er í þessum leik.Hann hefur geggjaðan söguþráð og er þetta hlutverkaleikur eins og að þeir gerast bestir.
Allt við þennan leik er frábært.Mig hlakkar svo sannarlega til næsta fox leik og eignaðist hann sér nýjan aðdáanda.
Einkunn 8,8/10


DieHard Vendeta:Leiknum er lýst best í einu orði hörmung!!!
Allt við þennan leik er skelfilegt alveg sama hvert að maður lýtur.Þessi fór beint í ruslið

Ekki vera of strangir/ar á stafsetninguna sem er ekki beint mín sterkasta hlið.

Að lokum vill ég þakka jonkorn fyrir að koma á þessu Gamecube móti á og vona ég að það verði vel mætt og að þetta verði auglýst annars staðar en á huga.
Ég ætla að reyna að mæta og taka vini mína með mér og vona ég að þessu verði ekki klúðrað með því að spila leik sem fáir eiga
Flott væri td að hafa Smash Bros
Kv Magnih
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!