Núna á seinasta mánuði hafði ég ekkert verið að fylgjast m. tölvuleikja bransanum,kíkti síðan í BT og sá að….ja…Nintendo hafa verið annsi upptekni.
Nokkrir leikir sem ég hef verið að bíða lengi eftir voru alltíeinu komnir eins og Mario kart duble dash,F zero DX og Viewtifull joe sem er einmitt leikurinn sem ég ætlaði að fjalla um.
Fyrir umþaðbil ári síðan sagði Capcom að þeir ætluðu að gefa út 5 ótrúlega leiki(man reindar ekki alla leikina), en þeir sem ég man að þeir ætluðu að gefa út voru P.N.03´,nýr mega man og einmitt viewtifull joe.
First þegar var sagt frá viewtifull joe voru fjölmiðlar svolítið hissa því að leikurinn var settur upp í 2d en samt sem áður í 3d, semsagt maður getur bara labbað til hægri og vinstri sem er frekar einkennilegt á meða við leiki þessa dagana, og aðal karakterin er ofurhetja klædd í rauðan búning m. bleika skikju.
3mur mánuðum seinna var gefið út demo fyrir fjölmiðla og þá varð allt vitlaust.
Leikurinn minnti hellst á leiki eins og duble dragon og turtles á snes nema þessi var alveg ótrúlegur.Grafíkin er sett upp í manga teiknimynda stíl og er alveg óendanlega hraður,tónlistin er sögð vera ótrúleg, semsagt drumm´n bass og tónlistin magnast eftir því hvað allt er brjálað í leiknum.
Síðan var bætt í leikinn eina sérstaka níung,maður getur hægt á leiknum,zoomað inn að joe og hraðað hann upp.
Ég veit ekki hvort ég sé að segja frá þessum leik rétt en þessi leikur er samt sem áður skildi eign fyrir Game cube eiganda.
Ef þið viljið lesa meira um þennan leik kíkið þá á ign, ja…þeir gáfu honum 9,5.
P.S. Ég afsaka stasettningavillur ;Þ