Ég ákvað að skella mér í BT á föstudaginn í síðustu viku og kaupa mér leik sem var að detta í hillurnar.
Hann kallast True Crime: Streets of LA (Activision) og fjallar um Nick Kang sem er lögreglumaður sem fer sínar eigin leiðir í að berjast við glæpi í Los Angeles og hann kallar sko ekki allt ömmu sína í þeim efnum.

Conceptið á leiknum er sniðugt og verður leikmaðurinn að safna stigum til að komast í gegnum borðin á sem farsælastan hátt. Þú færð mínusstig í hvert skipti sem þú gerir eitthvað slæmt (Bad Cop) og plús stig ef þú hagar þér samkvæmt “bókinni” (Good Cop)
Þessi leikur er jafnt skotleikur, slagsmálaleikur og bílahasarleikur og söguþráðurinn nær að tvinna þetta saman alveg ágætlega

Mér fannst samt nokkrir gallar vera á leiknum. T.d að þú getur á mörgum stöðum keyrt í gegnum veggi og tré og manni finnst hálfpartinn eins og framleiðendurnir hafi ekki verið að vanda sig nógu vel í framleiðslunni.

Mér finnst þessi leikur vera ágætlega skemmtilegur og töff og grafíkin er snilld og nær næstum GTA Vice City á því sviði en þegar langt líður á leikinn fléttast inn í söguþráðinn einhvert yfirnáttúrulegt kjaftæði og þar með datt leikurinn pínulítið niður í áliti hjá mér. Þú hittir mann að nafni Ancient Wu eða eitthvað álíka og hann sigar á þig einhverjum hasar gellum sem eru allar umkringdar eldi. Því næst sendir hann á þig djöfla sem fljúga á þig og þú átt að reyna að skjóta þá, og þegar maður heldur að bullshittið fari að taka enda kemur einhver dreka djöfull og spúir á þig eldi og þú átt að skjóta hann.

Hvað er málið með þetta.. gleymdist nafnið True Crime einhversstaðar? Er þetta eitthvað sem löggan lendir oft í? Kolklikkuðu eldspúandi kvikindum.
Maður veit svosem aldrei hvað gerist í LA….

nema hvað….

Það sem eftir er af leiknum birtist þessi Ancient Wu aftur öðru hverju og hjálpar þér með yfirnáttúrulegum kröftum sínum en það skemmir ekki mikið.

Ég tek það fram að þessi leikur er ekki alslæmur þó að ill öfl komi inn í hann.

Niðurstaða:

Endingin á þessum leik er mjög léleg og missionin eru ein þau auðveldustu sem ég hef séð í leik af þessu tagi og sem dæmi má nefna að þá kláraði ég þennan leik á 3 eða 4 dögum þó ég hafi spilað mjög stutt í einu.
Ekki er hægt að stilla erfiðleikastigið þannig að þetta er allt voðalega einfallt eitthvað.

Activision menn hefðu getað gert þennan leik að “mega hittara” en með fljótfærnislegum vinnubrögðum og “cheesy” söguþræði sem hefði best sæmt sér í slakri B-mynd á Hallmark tókst þeim einhvernveginn að drepa það niður.

Ég mæli samt sem áður með leiknum og ég sé alls ekki eftir að hafa keypt hann fyrir tæpan 6000 kall. Þetta er hin fínasta skemmtun sem vert er að skoða!!


Einkunn: B+


Trabant