Stöðnun snillinga Þegar maður hélt, að Nintendo væru búnir að ná hápunkti í að blóðmjólka sama draslið aftur og aftur með því að gefa út leik þar sem Mario er að hreinsa götur með vatsbissu, annan þar sem Luigi bróðir hans að eltast við drauga, en einn með Wario, erkióvin Mario bræðra að lemja risaeðlur, og tvo þar sem Mario, Luigi og Wario eru að slást og keppa í kappakstri þá kom þetta. Donkey Konga!! (Vá, maður fer bara allveg í gírinn þegar maður heyrir þetta nafn), í þeim höfðingaleik spilar maður sem Donkey Kong, persóna úr um það bil 300 Nintendo leikjum, að spila tónlist á trommur.

Nintendo eru snillingar, ég ætla ekkert að mótmæla því. En þeir eru staðnaðir á níunda áratugnum áratugnum. Förum aðeins til baka, það er árið 1985 og það er nýkomin bylting í tölvuleikjagerð, fyrsti leikurinn sem gerist á meira en einum skjá (er sidescrolling) hefur komið út, Super Mario Bros hét hann og er hann líklega einhver áhrifamesti leikur sem sést hefur, hann kom tölvuleikjunum bókstaflega á kortið sem viðurkenndur afþreyingarmiðill. Mario hafði birst nokkrum sinnum áður í ýmsum leikjum fyrir þennan tíma, hann hafði verið “sideshow” í nokkrum Donkey Kong leikjum og síðan var hann held ég dómarinn í Punch Out, nema það hafi bara verið einhver svipað klæddur dvergur. En eftir Super Mario Bros var ekki aftur snúið, Nintendo fundu hinn yndislega ilm af peningum og ákváðu að græða nóg á Mario til að geta, tja, þaggað niðri öllum samkeppnisaðilum sínum. Púsluleikir, ævintýraleikir, hasarleikir, íþróttaleikir, bílaleikir það skipti engu máli hvernig þeir voru, Mario var settur í eitthvað hlutverk.

Ef þið hugsið út í það, hvað hafa komið margir leikir nýlega, sem ekki voru með Mario, Luigi, Yoshi, Samus, Link os.fr. frá Nintendo og verið góðir, hvað finnið þið marga? Mér dettur aðeins einn í hug, Eternal Darkness. Fjölbreytni er nauðsynleg í þessum bransa. Leikir verða líka að þróast, vera með nýstárlegra lúkk eins og Metal Gear Solid 2 og bjóða upp á eitthvað annað en bara að hoppa og skoppa um. Söguþráður er til dæmis ágætis viðbót, það er eitthvað sem Nintendo verða að troða í hausinn á sér. Allar persónur Nintendo voru skapaðar fyrir yfir áratug síðar og eru engar nýjar að koma frá þeim. Ástæðan fyrir því að Nintendo notar alltaf sömu persónurnar er að þær hafa náð vissum vinsældum og halda bara áfram að seljast. En er það virkilega? Er þessi formúla ekki að verða svolítið þreytt, er fólk ekki hætt að éta þetta svona ofan í sig? Samkvæmt sölutölum Gamecube er það einmitt raunin.

-Leonheart