Undanfarna daga hef ég mikið verið að velta því fyrir mér hvernig hlutirnir
breytast í þessum tölvuleikja heimi. Það er aldrei pottþétt hvort það sem maður
heldur að sé staðallinn í dag, verði eitthvað annað en gamlar minningar á morgun.
Tölvuleikirnir þróast á ljóshraða þessa dagana og á hverjum degi kemur eitthvað
nýtt sem slær mann alveg út af laginu. Það er samt ekki eins og að allur iðnaðurinn
sé alveg á fleygi ferð allan tímann, en öðruhverju þá kemur eitthvað sem slær mann
út af laginu, eitthvað sem maður var ekkert að búast við.
Það kannast allir við þessa undarlegu atburði þar sem eitthvað stórt gerðist og
enginn var að búast við því. Það eru mörg dæmi um þetta. Í leikja heiminum eru
þetta nöfn eins og Total Annihilation, Half-Life eða jafnvel Halo. Það eru mörg
önnur til en þetta er bara það sem spratt fyrst upp í kollinn hjá mér.
En svo eru það leikjavélarnar. Það hefur alltaf verið svoldið hobby hjá mér að
fylgjast með þróuninni í þessum geira. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi.
Fyrir nokkrum árum kom einmitt eitthvað nýtt á markaðinn sem enginn var að búast
við. Það var Playstation. Hún var ekki mjög öflug og hún var ekki fyrst til að nota
geisla drif en þrátt fyrir það þá hafði hún ákveðinn persónuleika. Á met tíma fór
stökk hún úr noname leikjatölvu yfir í eitthvað sem er mikið erfiðara að útskýra.
Playstation er ekki lengur bara tölva lengur, Playstation er lífstíll.
Ég veit að þetta hljómar svoldið kjánalega en það er svona sem Sony er að
markaðssetja þetta í augnablikinu. Sumir hafa kannski heyrt um “The Playstation
Experience” og “Sony Style”. Það er greinilegt að Playstation er í dagi stór hluti
af samfélaginu okkar og Sony er að fíla það í botn.
Sony er búið að hagnast gríðarlega á Playstation og Sony Computer Entertainment er
orðinn sá hluti fyrirtækisins sem skilar mestum gróða. Hvað er Sony eiginlega að
gera við þessa peninga. Það er eitthvað sem ég held að mjög fáir pæli í. Til dæmis
voru margir hissa þegar Valve sagði að allir peningarnir sem þeir græddur á
Half-Life hafa farið í framhaldið af leiknum. Enda sést það greinilega að það er
eitthvað stórkostlegt á ferð. Ég hef nokkrar hugmyndir.
Fyrir stuttu tilkynnti Sony að þeim hefur tekist að taka PS2 og troða allri
tölvunni með öllu kubbasettinu á einn tölvukubb. Það er frekar sérstakt ekki satt.
Þetta þýðir eflaust að PS2 mun taka breytingu fljótlega ekki ósvipað og PSOne.
Eitthvað hlýtur Sony að hafa lært á þessu? Sony er einnig búnir að vera að vinna í
að þróa “The Cell” þannig að það er greinilega eitthvað stórt að gerast þarna
bakvið tjöldin.
Fyrir ekki svo löngu síðan sendi ég inn grein á þetta áhugmál þar sem ég talaði um
hugsanlega leikjatölvu. Ég tók saman allskonar hugleiðingar mínar og í þeirri grein
var ég að velta því fyrir mér hvort að Sony ættu ekki að fara að gera lófa
leikjatölvu, ekki ósvipað og gameboy. Ég kom með nokkur góð rök og benti á það að
sony hefði greinilega tæknina til að gera þetta.
Það voru ekki margir sem tóku það neitt alvarlega sem ég sagði. Nokkuð margir sögðu
að þetta væri algjör vitleysa. Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta yfir
höfuð er að núna er Sony einmitt að gera það sem ég var að dreyma um.
Sony Playstation Portable mun koma út einhverntímann á næsta ári. Hún er mikið
meira en ég hélt að hún hugsanlega gæti verið. Hún er með mjög þróaðan örgjörva sem
skilar miklum afköstum en notar lítið rafmang, Sony segir að hún sé 10x öflugari en
gamla Playstation. Hún mun Nota UMD diska sem eru ekki ósvipaðir MiniDiskum en UMD
heldur allt að 1,8GB. Hún mun hafa USB2, þráðlaust net, MPEG4 decoder, AAC Decoder,
Tengi fyrir memorystick og marg margt fleira.
Hvað þýðir þetta allt saman?
Fyrir þá sem dútla svoldið í því að encoda DVD þá er þetta nokkuð skemmtilegt. Ef
sony gefur út skrifara fyrir PSP, eða ef PSP mun geta skrifað diska eins og MD
spilarar þá verða þetta nokkuð spennandi tímar. Sérfræðingar spá því að Sony muni
ekki aðeins gefa út helling af leikum með PSP heldur einnig Kvikmyndir og tónlist.
Með 7,1 AAC hljóði (sama og apple notar í iTunes) og MPEG4 (DivX, Xvid, 3ivx) er
lítið mál að koma mynd í svipuðum gæðum og á DVD á einn örlítinn UMD disk. Eflaust
mun sony (eða aðrir )Gefa út einhverskonar tól til að setja gömlu DVD diskana á
UMD, það er frekar öruggt þar sem UMD notar svipaða tækni og MD sem þýðir að þú
getur sett stuffið á diskinn en ekki yfir á tölvuna.
Hér hefur Sony hugsanlega einn öflugasta DVD spilara sem nokkurn tímann hefur verið
gerður á höndum sér. Ef Sony spilar sínum spilum gáfulega, þá gætu þeir tekið allan
heimabíó markaðinn undir sig. Eða kannski fer allt í bál og brand og Sony fer á
hausinn. Ég bíð þó spenntur!
Endilega gefið mér skoðun á þessari grein og flamið mig fyrir að vera fanboy. Ef
einhver sér einhverjar villur í þessu hjá mér endilega sendið mér skilaboð. Ég tók
allt þetta úr minni en ekki af neinni einni vefsíðu, þannig að hugsanlega gæti ég
verið að rugla einstaka hlutum saman.
Takk fyrir.
Hér koma spekkanir fyrir PSP:
CPU Core:
MIPS R4000 32-bit core
128-bit Bus
333MHz, 1.2V
8MB eDRAM main memory
2.6GB/sec Bus Bandwidth
I-Cache, D-Cache
2.6GFlops, FPU, VFPU (Vector Unit)
3D-CG extended instructions
Media Engine:
MIPS R4000 32-bit core
333MHz, 1.2V
128-bit bus
2MB eDRAM sub memory
90nm CMOS manufacturing process
Graphics Core 1:
2MB VRAM
5.3Gbps bus bandwidth
3D Curved Surface + 3D Polygon
Compressed Texture
Hardware Clipping, Morphing, Bone
Hardware Tessellator
Bezier, B-Spline (NURBS)
Graphics Core 2:
Rendering Engine + Surface Engine
256-bit bus, 166MHz, 1.2V
2MB VRAM
5.3Gbps bus bandwidth
664M pixels/sec fill rate
Max. 33M polygons/sec
24-bit full colour
Sound Core:
VME (Virtual Mobile Engine)
166MHz, 1.2V
128-bit bus
5 billion operations/second
3D Sound, 7.1 Channel
Support ATRAC3 Plus, AAC, MP3
Reconfigurable DSP engine
Media:
UMD; Universal Media Disc, 60mm diameter
660nm Laser Diode
1.8GB Dual Layer
11Mbps transfer rate
Shock Proof
Secure ROM by AES
Unique Disc ID
Display:
4.5" TFT LCD with 16:9 widescreen display
480 x 272 pixels, 24-bit full colour
Communication:
Wireless LAN (802.11) [Hotspots, Home Server]
IrDA infrared wireless communication [PSP, Mobile Phone]
USB 2.0 [PSP, PS2, PC]
Memory Stick
Controller:
Directional pad, analogue stick
Circle, Cross, Triangle, Square, L1, R1, Start, Select buttons
Misc:
MPEG4 AVC Decoder
Rechargeable Lithium ion battery
AV input/output
Headphone output
Launch Schedule:
Prototype: E3 in May 2004
Title line-up: Tokyo Game Show 2004
Worldwide Launch: Q4 2004
Programming:
Similar to the original PlayStation
PSP Libraries
Middleware
Sample Code
Simple Programmable Field
Media Engine and VME/AVE are not user programmable
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*