
Þau sem leika persónur sínar úr myndunum eru semsagt Brosnan sem James Bond, John Cleese sem “Q”, Judi Dench sem “M” og síðast en ekki síst Richard Kiel sem stálkjafturinn Jaws. Í hlutverki höfuðóvinar Bond er Willem Dafoe, en hann fer í hlutverk Nikolay Diavolo. Hann nýtur félagsskapar tveggja Bond stúlkna, Shannon Elizabeth sem leikur Serena St. Germaine og Heidi Klum sem leikur hina illu Katya Nadanova. Allir þessir leikarar talsetja leikinn ásamt því að verða skönnuð inn með “cyberskanning” tækni EA.
“Mig hlakkar til að leika James Bond í Everything or Nothing,” segir Brosnan, þegar leikararlistinn var tilkynntur.“Að leika hlutverkið í tölvuleik gerir mér kleift að flytja túlkun mína fyrir nýja kynslóð Bond aðdáenda.”
Í James Bond 007: Everything or Nothing, þurfa leikmenn að svara spurningunni: “Hvað hefði James Bond gert?” þegar hann mætir klassískum skúrkum, heimsækir framandi staði, keyrir sportbíla og síðast en ekki síst hittir flottar dömur. Söguþráður leiksins er skrifaður af Bruce Feirstein, en hann hefur skrifað mikð fyrir Bond myndirnar og gerist leikurinn meðal annars í Perú, Moskvu, New Orleans og Egyptalandi. Leikurinn spilast frá þriðju persónu sjónarhorni. Af öðrum nýjungum má nefna að hægt er fyrir fleiri en einn að hjálpast að við að spila leikinn, einnig geta allt að fjórir spilað leikinn í fjölspilunarmgöuleika.
James Bond 007: Everything or Nothing er framleiddur með leyfi MGM Interactive og verður gefinn út í haust af EA GAMES á PlayStation 2, Xbox, Nintendo GameCube og Nintendo Game Boy Advance