Þróunaraðili - Revolution
Útgefandi - BAM! entertainment
Þegar leikurinn hefst verður þú, George Stobbard, vitni að sprengingu á kaffihúsi í Frakklandi.
Þú sérð mann í trúðabúningi fara af vettfangi og telur að hann hafi valdið sprengingunni.
Þú talar við fólk í kring og byrjar svo að elta trúðinn. Á leið þinni á eftir trúðnum finnur
þú hinar ýmsu vísbendingar.. hver er þetta í raun og veru? og hvað vill hann? Þetta finnur
þú út með því að spila lengra í Broken Sword. Í leiknum þarftu m.a að ferðast á milli landa
og staða innan landanna. Þessi leikur er Puzzle/adventure leikur þar sem að hver vísbending getur
skipt máli og best er að láta sem minnst framhjá þér fara.
Þegar kemur að grafíkinni er Broken Sword frekar flottur, þetta er í 3d grafík með handteiknuðum bakgrunni
sem að lýtur bara nokkuð vel út á GBA vélinni, þó svo að þú sért nánast sá eini sem hreyfir sig eitthvað
af viti, t.d labba um og annað álíka en ekki bara sitja og stara út í loftið og hreyfa
hendurnar upp og niður, og ég segi það enn og aftur, þetta lýtur mjög vel út á GBAinum.
Tónlistin í leiknum á vel við andrúmsloftið, þegar eitthvað spennandi er að gerast heyrast spennuþrungnar
melódíur en þegar þú labbar um götuna og talar við fólk heyrast léttari lög. Því miður er lítið um önnur
hljóð en lögin, nema kannski fyrir utan einstaka “klikk” hljóð. Annars bætir
tónlistin það bara upp.
En nú er komið að því sem að skiptir marga ef ekki flesta mestu máli, er leikurinn spilanlegur?
Ég held að það sé engin spurning. Það að leysa gátuna, bara að fara í gegnum leikinn ætti að halda flestum
föstum fyrir framan skjáinn í nokkra klukkutíma í senn og jafnvel lengur. Einnig má taka það fram að þessi
leikur ætti að endast meðal spilaranum vel.
Allt í allt er þetta mjög góður leikur sem að flestir ævintýragjarnir GBA eigendur sem hafa snefil
af rökhugsun í kollinum ættu að hafa gaman af. Ef að þið hafið ekki gaman af svona puzzle/adventure
leikjum ættuð þið hins vegar að halda ykkur fra honum þessum og halda á önnur mið.. hver veit nema þið
finnið eitthvað fyrir ykkur.
Grafík - 9
Hljóð - 8
Gameplay - 9
overall - 9